Skipulags- og mannvirkjanefnd - 386. fundur - 12. desember 2012

Dagskrá:

1.

2010080007 - Smáhýsi í Tungudal.

 

 

Lagt fram bréf dags. 26. nóvember sl. frá Guðmundi Tryggva Ásbergssyni, þar sem sótt er um leyfi til að reisa 20 smáhýsi á svæði sem er innan og vestan við tjaldsvæðið í Tungudal.

 

 

Umhverfisnefnd óskar eftir að bréfritari komi á næsta fund nefndarinnar og kynni verkefnið.

 

 

   

 

2.

2012120015 - Innra eftirlit með leiksvæðum Ísafjarðarbæjar.

 

 

Lögð fram handbók sem ætluð er fyrir rekstrarskoðun leiksvæða og skemmtigarða. Handbókin er gefin út af RoSPA(Royal Society og Prevention of Accidents) í Bretlandi og er þýdd og staðfærð á vegum Umhverfisstofnunar.

 

 

Umhverfisnefnd samþykkir framkomna handbók og felurstarfsmönnum eignasjóðs að kynna handbókina þeim stofnunum er málið viðkemur. Þær stofnanir setji sér verklagsreglur í samvinnu við tæknideild sem lagðar verða fyrir umhverfisnefnd.
Handbókinni vísað til kynningar í fræðslunefnd.

 

 

   

 

3.

2012120004 - Rekstur tjaldsvæðis á Suðurtanga, Ísafirði. 2013-2014.

 

 

Lagt fram bréf dags. 4. desember sl. frá Elíasi Oddssyni fh. Kagrafells ehf., Ísafirði, þar sem óskað er eftir áframhaldandi leyfi til reksturs tjaldsvæðis við Suðurtanga á Ísafirði fyrir árin 2013 og 2014.

 

 

Umhverfisnefnd samþykkir að framlengja leyfið út árið 2014. Bréfritara er gerð grein fyrir að hugsanlegar framkvæmdir samhliða væntanlegu deiliskipulagi gætu hafist í nágrenni svæðisins á tímabilinu.

 

 

Albertína Elíasdóttir vék af fundi undir þessum lið.

 

4.

2012120014 - Landamerki Granda í Dýrafirði.

                                 
 

Lögð fram yfirlýsing dags. 15.10.2012, þar sem eigandi jarðarinnar Granda og Ísafjarðarbær eru sammála um þau landamerki sem tilgreind eru á milli Granda og Sanda í Dýrafirði í skjali sem fylgdi erindi frá Tækniþjónustu Vestfjarða.

                                 
 

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við framkomin landamerki á milli Granda og Ísafjarðarbæjar.
Sviðsstjóra falið að ganga frá málinu í samræmi við umræður á fundinum.

                                 

 

                                     

5.

2012120010 - Frumvarp til laga um gatnagerðargjald, 290 mál. Umsögn.

                                 
 

Lagt fram frumvarp til laga um gatnagerðargjald (framlenging gjaldtökuheimildar), 290. mál frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Óskað er umsagnar á frumvarpinu fyrir 14. des. nk.

                                 
 

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við erindið.

                                 

 

                                     

6.

2012120001 - Ályktun frá aðalfundi Skógræktarfélags Íslands 2012.

                                 
 

Lagt fram bréf dags. 30. nóvember sl. þar sem Skógræktarfélag Íslands sendir ályktun, sem samþykkt var á aðalfundi félagsins á Blönduósi dagana 24. - 26. september sl.

                                 
 

Lagt fram til kynningar.

                                 

 

                                     

7.

2012020066 - Grenjavinnsla 2012.

                                 
 

Á fundi bæjarráðs 10. des sl. var lögð fram ársskýrsla frá Félagi refa- og minkaveiðimanna í Ísafjarðarbæ fyrir árið 2012. Í skýrslunni er yfirlit um starfsemi félagsins á líðandi ári og hugleiðingar veiðimanna um ástandið og úrbætur.
Bæjarráð vísaði skýrslunni til umhverfisnefndar.

                                 
 

Umhverfisnefnd hvetur til að samningurinn verði virtur.

                                 

 

                                     

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:30

 

 

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir.

 

Gísli Halldór Halldórsson.

Magnús Reynir Guðmundsson.

 

Heimir Gestur Hansson.

Björn Davíðsson.

 

Jóhann Birkir Helgason.

Ralf Trylla.

 

Anna Guðrún Gylfadóttir.

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?