Skipulags- og mannvirkjanefnd - 385. fundur - 28. nóvember 2012
Fulltrúar frá Búnaðarfélaginu Bjarma þau Guðmundur Steinar Björgmundsson og Guðrún Hreinsdóttir mættu á fundinn undir liðnum, Fjallskilareglugerð fyrir Vestfirði.
Dagskrá:
1. |
2012110062 - Mánagata 6, Ísafirði. - Breyting á skráningu. |
|
Lagt fram erindi dags. 30. mars sl. Þar sem eigandi fasteignarinnar að Mánagötu 6, Ísafirði, óskar eftir leyfi til að breyta notkun hússins úr skrifstofuhúsnæði í skrifstofu og íbúðir samkvæmt teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða. |
||
Með vísan í Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020, gerir umhverfisnefnd ekki athugasemd við breytta notkun á fasteign. |
||
|
||
2. |
2012110028 - Seljalandsvegur 102, Ísafirði. - Bílskúr - byggingarleyfi. |
|
Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar 19. nóvember sl. var lagt fram minnisblað Önnu Guðrúnar Gylfadóttur, byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar, dagsett 15. nóvember sl., þar sem fram kemur að umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar óski eftir umsögn bæjarráðs á fyrirspurn Þorbjarnar H. Jóhannessonar, um byggingu bifreiðageymslu við Seljalandsveg 102, Ísafirði. |
||
Unhverfisnefnd hafnar umsókninni þar sem viðræður um uppkaup á fasteigninni eru í vinnslu. |
||
|
||
3. |
2012100061 - Hjólabraut á fjöllum. |
|
Á fundi íþrótta- og tómstundanefndar 14. nóvember sl. var lagt fram bréf frá Hálfdáni Jónssyni dagsett 30. september s.l., þar sem óskað er eftir leyfi til að stunda hjólreiðar og útbúa hjólabrautir á sérvöldum útivistarsvæðum í sveitarfélaginu. Nefndin fagnar frumkvæði Hálfdáns og tekur vel í erindið, en vísar því til umhverfisnefndar til frekari úrvinnslu. |
||
Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið. Nefndin óskar eftir að lega hjólabrautanna verði unnin af umhverfisfulltrúa Ísafjarðarbæjar í samráði við bréfritara og málið lagt fyrir nefndina að nýju. |
||
|
||
4. |
2012100026 - Sneiðingar, Þingeyri. - Ósk um land fyrir frístundabyggð. |
|
Á fundi umhverfisnefndar 16. október sl. var lagt fram erindi dags. 19. september sl. frá PK Arkitektum ehf., þar sem óskað er eftir svæði til úthlutunar á óskipulögðu landi er kallast Sneiðingar á Þingeyri við Dýrafjörð. Áætlað er að byggja upp vistvæna frístundahúsabyggð. |
||
Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því til vinnu til breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020. |
||
|
||
5. |
2012100040 - Bílastæði fyrir hópferðabíla á Suðureyri. |
|
Á fundi umhverfisnefndar 31. október sl. var lagt fram erindi dags. 14. október sl. frá Elíasi Guðmundssyni þar sem sótt er um leyfi og lóðaleigusamning til að koma fyrir bílastæði fyrir hópferðabíla á uppfyllingu á milli þjóðvegar og uppsáturs við Suðureyrarhöfn. |
||
Umhverfisnefnd er tilbúin til að gefa fimm ára tímabundið leyfi til að nýta svæðið. |
||
|
||
6. |
2011070030 - Fjallskilareglugerð fyrir Vestfirði. |
|
Á 773. fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar fól bæjarráð, umhverfisnefnd að skipa fjallskilanefnd fyrir Ísafjarðarbæ. |
||
Umhverfisnefnd óskar eftir ábendingum frá Búnaðarfélaginu Bjarma um fimm fulltrúa til að sitja í fjallskilanefnd. |
||
|
||
7. |
2012040041 - Neðri-mið-Hvammur í Dýrafirði. - Skipting lands. |
|
Erindið var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 8. maí sl. |
||
Umhverfisnefnd óskar eftir að kannaðir verði möguleikar á að Ísafjarðarbær fá allt sitt svæði, samliggjandi austan megin í landi Hvamms. |
||
|
||
8. |
2012110030 - Erindisbréf umhverfisnefndar. |
|
Á fundi bæjarráðs 19.nóv. sl. var lagt fram minnisblað Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar, upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar, dagsett 14. nóvember sl., þar sem hann leggur til við bæjarráð að erindisbréf nefnda Ísafjarðarbæjar verði tekin til endurskoðunar og þeirri vinnu vísað til viðkomandi nefnda, er síðan skili hugsanlegum tillögum um breytingar til bæjarráðs. |
||
Umhverfisnefnd óskar eftir að tæknideild komi með tillögur að erindisbréfi og skiptingu málefna í nefndir í samræmi við umræður á fundinum. |
||
|
||
9. |
2012110029 - Tilkynning varðandi gildi deiliskipulags 2011-2012. |
|
Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar 19. nóvember sl. var lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dagsett 9. nóvember sl., um áríðandi tilkynningu varðandi gildi deiliskipulaga er birt hafa verið í Stjórnartíðindum árin 2011 og 2012. |
||
Umhverfisnefnd felur tæknideild að vinna áfram að málinu. |
||
|
||
10. |
2012110055 - Bændur græða landið. - Styrkbeiðni 2013. |
|
Á fundi bæjarráðs 25. nóvember sl. var lagt fram bréf Landgræðslu ríkisins dagsett 19. nóvember sl., er varðar samstarfsverkefnið ,,Bændur græða landið". Í Ísafjarðarbæ eru skráðir 12 þátttakendur í verkefninu og fer Landgræðslan vinsamlegast þess á leit að sveitarfélagið styrki verkefnið, sem nemur kr. 5.000.- á hvern þátttakanda eða samtals um kr. 60.000.- á árinu 2013. |
||
Umhverfisnefnd telur að verðmætaaukning sé að verkefninu í sveitarfélaginu og leggur til við bæjarráð að orðið verði við erindinu. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:20.
Gísli Halldór Halldórsson
Lína Björg Tryggvadóttir
Magnús Reynir Guðmundsson
Heimir Gestur Hansson
Karl Guðmundsson
Jóhann Birkir Helgason
Ralf Trylla
Anna Guðrún Gylfadóttir