Skipulags- og mannvirkjanefnd - 384. fundur - 14. nóvember 2012
Dagskrá:
1. |
2012110028 - Seljalandsvegur 102, Ísafirði. Bílskúr - byggingarleyfi. |
|
Lagt fram bréf dags. 9. nóvember s.l., frá Þorbirni H. Jóhannessyni, þar sem sótt er um leyfi til að endurnýja byggingarleyfi frá 2007 til byggingar á bílskúr við Seljalandsveg 102, Ísafirði |
||
Með vísan í möguleg uppkaup á húsinu vegna ofanflóða, óskar umhverfisnefnd umsagnar bæjarráðs á erindinu. |
||
|
||
2. |
2009070034 - Heimabær II, Hesteyri í Jökulfjörðum. |
|
Lagt fram bréf dags. 8. nóv. sl. frá Lex lögmannsstofu fh. eigenda að Heimabæ II, Hesteyri í Jökulfjörðum, þar sem vinsamlega er farið þess á leit við umhverfisnefnd að hún endurskoði afstöðu sína varðandi þakglugga á sumarhúsinu Heimabæ II, Hesteyri. |
||
Umhverfisnefnd telur sér skylt að afgreiða málið eins og að breytingarnar hafi ekki verið framkvæmdar og ítrekar því afstöðu sína frá 18. maí sl. Umhverfisnefnd lítur eingöngu til byggingarstíls í viðkomandi byggð, þ.e. á Hesteyri, með ákvörðun sinni. |
||
|
||
3. |
2012110004 - Frumvarp til laga um almenningssamgöngur á landi. |
|
Á fundi bæjarráðs 5. nóvember sl. var lagt fram bréf frá Guðjóni Bragasyni hjá Samb. ísl. sveitarf., þar sem fjallað er um drög að frumvarpi til laga um almenningssamgöngur á landi. Frumvarpið má nálgast á slóðinni http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/28294 |
||
Umhverfisnefnd fagnar þeirri fyrirætlan ríkisstjórnarinnar að tryggja eigi samgöngur innan þéttbýlis og auka ferðatíðni á milli helstu atvinnu- og þjónustukjarna í hverjum landshluta. Umhverfisnefnd vill benda á sérstöðu Ísafjarðarbæjar sem víðfeðms fjölkjarna sveitarfélags og að tryggja þurfi sveitarfélaginu eðlilegt fjármagn í málaflokkinn. |
||
|
||
4. |
2011070023 - Reglugerð um landsskipulagsstefnu. - Umsagnarbeiðni. |
|
Erindið var síðast á dagskrá 31. október sl. |
||
Umhverfisnefnd telur nauðsynlegt að færa skipulagslögsögu sveitarfélaga út í eina sjómílu utan við grunnlínu landhelginnar. |
||
|
||
5. |
2012110017 - Lög um verndar- og orkunýtingaráætlun. |
|
Lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011 með síðari breytingum. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
6. |
2012030087 - Ársfundur Umhverfisstofnunar 2012. |
|
Lagt fram bréf dags. 30. október sl. frá Umhverfisstofnun þar sem kynntur er 15. ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga, sem haldinn var 13. nóv. sl. í Miðgarði, Skagarfirði. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
7. |
2011020059 - Deiliskipulag á Suðurtanga, Ísafirði. |
|
Lögð fram deiliskipulagstillaga, ásamt greinargerð, af Suðurtanga, Ísafirði. Tillagan er unnin af Teiknistofunni Eik í október 2012. |
||
Umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að auglýsa eftir tillögum að götunöfnum og kynna framkomin drög að deiliskipulagi. |
||
|
||
8. |
2012070034 - Mávagarður, olíubirgðastöð Skeljungs. |
|
Erindið var síðast á dagskrá 31. október sl. |
||
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Skeljungur fái lóð E við Mávagarð, Ísafirði, enda er gert ráð fyrir olíubirgðastöð á lóðinni í gildandi deiliskipulagi. Lóðinni verði úthlutað í samræmi við reglur sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun. |
||
|
|
|
9. |
2012110021 - Yfirlýsing um landamerki milli Auðkúlu og Sandalands í Ísafjarðarbæ. |
|
Lögð fram yfirlýsing um landamerki á milli Auðkúlu og Sandalands í Ísafjarðarbæ. |
||
Umhverfisnefnd samþykkir framkomin landamerki á milli Auðkúlu og Sandalands. |
||
|
||
10. |
2010070062 - Rómarstígur 2, 4, og 6, Suðureyri, ofl. - Endurbygging byggðarkjarna Suðureyrar. |
|
Erindi var síðast á dagskrá fundar 31. okt. sl. |
||
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Elías Guðmundsson, Suðureyri fái umbeðnar lóðir til úthlutunar enda verði gengið til samninga vegna þeirra á grundvelli fyrirliggjandi samkomulagsdraga. |
||
|
||
11. |
2011070030 - Fjallskilareglugerð fyrir Vestfirði |
|
Á 773. fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar var lagt fram minnisblað bæjarstjóra dagsett 7. nóvember sl., þar sem hann fjallar um nýja fjallskilareglugerð Ísafjarðar- og Barðastrandarsýslna, er samþykkt var í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þann 24. maí sl. Við setningu hennar eru ákveðin atriði er Ísafjarðarbær þarf að ganga frá og koma þau fram í minnisblaði bæjarstjóra. |
||
Umhverfisnefnd óskar eftir að aðilar frá Búnaðarfélaginu Bjarma mæti á næsta fund umhverfisnefndar vegna málsins. |
||
|
||
12. |
2012110020 - Frumvarp til laga um miðstöð innanlandsflugs, 120. mál - umsagnarbeiðni |
|
Lagt fram bréf frá nefndarsviði Alþingis dagsett 8. nóvember sl., þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn á frumvarpi til laga um miðstöð innanlandsflugs (hlutverk Reykjavíkurflugvallar, heildarlög), 120 mál. Umsögn óskast eigi síðar en 22. nóvember n.k. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
13. |
2010050008 - Jafnréttisáætlun. |
|
Lagt fram bréf frá Sædísi M. Jónatansdóttur, ráðgjafa í félagsþjónustu hjá Ísafjarðarbæ, dagsett 31. október sl. ásamt samþykktri jafnréttisstefnu Ísafjarðarbæjar 2012-2014. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
|
|
|
14. |
2012100021 - Sjókvíaeldi Fjarðareldis ehf. í Skutulsfirði - Umsagnarbeiðni. |
|
Á fundi umhverfisnefndar 16. október sl., var erindið sent hafnarstjórn til umsagnar. |
||
Umhverfisnefnd óskar eftir áliti Eldingar félags smábátaeigenda á erindinu. |
||
|
||
15. |
2012110030 - Erindisbréf umhverfisnefndar 2012. |
|
Tekið fyrir erindisbréf umhverfisnefndar frá 1996. |
||
Erindinu frestað til næsta fundar umhverfisnefndar. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:10.
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir
Gísli Halldór Halldórsson
Magnús Reynir Guðmundsson
Lína Björg Tryggvadóttir
Jóhann Birkir Helgason
Ralf Trylla
Anna Guðrún Gylfadóttir