Skipulags- og mannvirkjanefnd - 383. fundur - 31. október 2012
Dagskrá:
1. |
2012070034 - Mávagarður á Ísafirði. - Olíubirgðastöð Skeljungs. |
|
Á fundi bæjarráðs 30. okt. sl. var lagt fram bréf frá Skeljungi hf., dagsett 19. október sl., þar sem félagið sækir um lóð E á Mávagarði við Ísafjarðarhöfn, fyrir olíubirgðastöð, samkvæmt gildandi skipulagi. |
||
Umhverfisnefnd óskar umsagnar hafnarstjórnar á erindinu. |
||
|
||
2. |
2009020030 - Mjósund 2/Mávagarður Ísafirði. - Olíubirgðastöð. |
|
Lögð fram áætlun um meðhöndlun jarðvegs, Olíubirgðastöðvar við Mjósund og Suðurgötu á Ísafirði. Áætlunin er unnin af Gesti Guðjónssyni umhverfis-verkfræðingi, M.Sc. í júní 2012. |
||
Umhverfisnefnd felur umhverfisfulltrúa að vinna í málinu í samræmi við umræður á fundinum. |
||
|
||
3. |
2009020030 - Mjósund 2/Mávagarður Ísafirði. - Olíubirgðastöð. |
|
Á fundi í bæjarráði 30. okt. sl. var lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun dagsett 18. október sl., er varðar útgáfu starfsleyfis fyrir olíubirgðastöð Olíudreifingar ehf., á Mávagarði Ísafirði. Þar sem engar athugasemdir hafa borist við staðsetninguna á auglýsingartíma, ekki gerðar breytingar á texta leyfisins við útgáfuna frá þeim ákvæðum, sem voru í auglýstri tillögu, þá öðlast starfsleyfið gildi og gildir til 1. nóvember 2028. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
4. |
2012100037 - Upplýsingaskilti við Látra í Aðalvík |
|
Lagt fram bréf dags. 25. september sl. frá Sólrúnu Þorsteinsdóttur, þar sem sótt er um leyfi til að setja upp tvö upplýsingaskilti við Látra í Aðalvík í Hornstrandafriðlandinu. Einnig að setja upp ljósmyndir á útveggi rústanna af ratsjárstöðinni á Straumnesfjalli. |
||
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við erindið fyrir sitt leiti að því gefnu að leyfi landeigenda, Hornstrandastofu og eiganda rústa á Straumnesfjalli liggi fyrir. |
||
|
||
5. |
2012100044 - Skógarbraut 3 og 3a, Ísafirði. - Ýmis mál. |
|
Lagt fram erindi dags. 22. október sl. frá Guðmundi Óla K. Lyngmó fh. húsfélagsins að Skógarbraut 3 og 3a, Ísafirði, þar sem lagðar eru fram ályktanir frá fundi húsfélagsins. |
||
Umhverfisnefnd vísar liðum a, b og c til fjárhagsáætlunargerðar. Varðandi d lið, þá hefur málinu verið vísað til eldvarnareftirlits Ísafjarðarbæjar. |
||
|
||
6. |
2012100017 - Skráning reiðleiða í kortasjá. - Styrkbeiðni. |
|
Á fundi í bæjarráði 15. október sl var lagt fram bréf frá Landssambandi hestamannafélaga, dagsett 3. október sl., er fjallar um vinnu við skráningu reiðleiða á öllu landinu, í samvinnu við Vegagerðina, allt frá árinu 2007. Óskað er eftir fjárstuðningi frá sveitarfélögum vegna þessa verkefnis og er farið fram á kr. 100.000.- á ári næstu fjögur árin. |
||
Þó að slíkar upplýsingar séu gagnlegar þá telur umhverfisnefnd að þær séu ekki nauðsynlegar. |
||
|
||
7. |
2012100040 - Bílastæði fyrir hópferðabíla á Suðureyri. |
|
Lagt fram erindi dags. 14. október sl. frá Elíasi Guðmundssyni, þar sem sótt er um leyfi og lóðaleigusamning til að koma fyrir bílastæði fyrir hópferðabíla á uppfyllingu á milli þjóðvegar og uppsáturs við Suðureyrarhöfn. |
||
Umhverfisnefnd óskar umsagnar Vegagerðarinnar og hafnarstjórnar Ísafjarðarbæjar á erindinu. |
||
|
||
8. |
2010070062 - Rómarstígur 2, 4 og 6, Suðureyri, o.fl. - Endurbygging byggðarkjarna Suðureyrar. |
|
Lagt fram erindi dags. 18. október sl. frá Elíasi Guðmundssyni, þar sem óskað er eftir samningi við Ísafjarðarbæ um úthlutun á 6 lóðum við Rómarstíg og Stefnisgötu, Suðureyri. |
||
Umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að ræða við bréfritara í samræmi við umræður á fundinum og leggja fram drög að hugsanlegum samningi fyrir næsta fund nefndarinnar. |
||
|
||
9. |
2011110051 - Flutningur á tengivirki í Stórurð á Ísafirði. |
|
Á fundi í bæjarráði 30. okt. sl. var lagt fram bréf Orkustofnunar dagsett 22. október sl., er varðar færslu 66kV jarðstrengs vegna ofanflóðavarna á Ísafirði. Í bréfinu kemur fram að Orkustofnun heimilar, í ljósi meðalhófs og sérstakra aðstæðna, Landsneti hf. að ljúka verkhluta við strenginn, með tilliti til þess að umrædd framkvæmd er háð framkvæmdaleyfi sveitarfélagsins og virðist hafa óverulegan kostnað í för með sér, sem hluta af heildarkostnaði hinna leyfisskyldu framkvæmda Landsnets. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
10. |
2011070023 - Reglugerð um landsskipulagsstefnu. - Umsagnarbeiðni. |
|
Erindi síðast á dagskrá umhverfisnefndar 3. okt. sl. |
||
Erindinu frestað til næsta fundar. |
||
|
||
11. |
2012090006 - Fjárhagsáætlun 2013 og þriggja ára áætlun. |
|
Erindi síðast á dagskrá umhverfisnefndar 16. okt. sl. |
||
Umhverfisnefnd samþykkir framkomnar gjaldskrár og innifalið í gjaldi vegna hunda- og kattahalds verði ormahreinsun, bólusetning og tryggingar. |
||
|
||
12. |
2010120030 - Umferðaröryggisáætlun 2011. |
|
Lögð fram drög að umferðaröryggisáætlun Ísafjarðarbæjar ásamt leiðbeiningariti Umferðarstofu og Vegagerðarinnar um umferðaröryggisáætlun sveitarfélaga frá janúar 2010. |
||
Umhverfisnefnd samþykkir drögin og leggur til að í verkefnastjórn verði Magnús Reynir Guðmundsson frá umhverfisnefnd, Ralf Trylla umhverfisfulltrúi og óskað verði eftir fulltrúa frá lögreglunni. |
||
|
||
13. |
2012100057 - Dagverðardalur 2, Skutulsfirði. - Breyting á byggingarreit. |
|
Lögð fram fyrirspurn frá Ásgeiri Erling Gunnarssyni og Lilju Guðrúnu Steinsdóttur, um breytingu á byggingarreit við sumarhúsið í Dagverðardal 2, Skutulsfirði. |
||
Umhverfisnefnd setur sig ekki á móti færslu byggingarreitsins. Hann þyrfti hinsvegar að vera jafn langt frá lóðamörkum og nú er. Umhverfisnefnd veitir ekki samþykki sitt nema deiliskipulagi sé breytt að undangenginni grenndarkynningu. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:45
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir |
|
Gísli Halldór Halldórsson |
Magnús Reynir Guðmundsson |
|
Heimir Gestur Hansson |
Björn Davíðsson |
|
Jóhann Birkir Helgason |
Ralf Trylla |
|
Anna Guðrún Gylfadóttir |