Skipulags- og mannvirkjanefnd - 382. fundur - 16. október 2012
Heimir Gestur Hansson boðaði forföll.
Jón Björnsson frá Umhverfisstofnun mætti á fundinn undir liðnum Hornstrandir 2012.
Dagskrá:
1. |
2012100028 - Hornstrandir 2012 |
|
Farið yfir mál Hornstranda sumarið 2012. Jón Björnsson sérfræðingur á sviði náttúruauðlinda Umhverfisstofnunar mætti á fundinn og skýrði frá verkefnum á Hornströndum 2012. |
||
|
||
2. |
2012100018 - Skortur á slökkvivatni í Hnífsdal. |
|
Lagt fram erindi dags. 5. október sl. frá Mannvirkjastofnun þar sem farið er fram á að sveitarfélagið geri tafarlausar úrbætur vegna slökkvivatns í Hnífsdal. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
3. |
2012100026 - Sneiðingar, Þingeyri. - Ósk um land fyrir frístundabyggð. |
|
Lagt fram erindi dags. 19. september sl. frá PK Arkitektum ehf., þar sem óskað er eftir svæði til úthlutunar á óskipulögðu landi er kallast Sneiðingar á Þingeyri við Dýrafjörð. Áætlað er að byggja upp vistvæna frístundahúsabyggð. |
||
Umhverfisnefnd felur tæknideild að leita álits íbúasamtakanna Átaks á því að svæðið verði skipulagt sem frístundabyggð. |
||
|
||
4. |
2012100012 - Snjóflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla, færsla vatnslagna. |
|
Lagt fram bréf dags. 8. október sl. frá sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs fh. Ísafjarðarbæjar, þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir færslu vatnslagna og rafstrengja frá Stórurð og inn undir Grænagarðsnámu. |
||
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt enda verður frágangur verkloka með þeim hætti að malbikað verði á framkvæmdasvæði á Urðarvegi og sáð í framkvæmdasvæði innan við Stórurð. |
||
|
||
5. |
2012100021 - Sjókvíaeldi Fjarðareldis ehf í Skutulsfirði. - Umsagnarbeiðni. |
|
Lagt fram erindi dags. 9. október sl. frá Fiskistofu þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á umsókn Fjarðareldis ehf. um rekstarleyfi til fiskeldis á 200 tonnum af laxi, þorski og regnbogasilungi á ári. |
||
Umhverfisnefnd áréttar enn og aftur að hún telur mikilvægt að Ísafjarðarbær öðlist skipulagsvald yfir strandsvæðum sínum út að einni sjómílu frá grunnlínupunktum. Á meðan formleg nýtingaráætlun fyrir Skutulsfjörð liggur ekki fyrir og þar sem fjörðurinn er lítt rannsakað og óskipulagt svæði, telur umhverfisnefnd að sýna verði varúð við úthlutun leyfa. |
||
|
||
6. |
2011070023 - Reglugerð um landsskipulagsstefnu. - Umsagnarbeiðni. |
|
Erindið var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 3. október sl. |
||
Umhverfisnefnd hvetur bæjarfulltrúa og aðra áhugasama að mæta á fundinn og kynna sér málefnið. |
||
|
||
7. |
2011030164 - Deiliskipulag í Reykjanesi. |
|
Lögð fram drög að deiliskipulagstillögu og greinargerð fyrir Reykjanes við Djúp. Drögin eru unnin af Teiknistofunni Eik. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
8. |
2012090061 - Aðalskipulagsbreytingar. - Sumarhúsalóðir í Arnardal |
|
Lagt fram bréf dags. 13. september sl. frá fyrirsvarsmanni Ytri-Húsa, Arnardal, Auði Örnu Höskuldsdóttur þar sem sótt er um 9 sumarhúsalóðir fyrir hönd allra eigenda Ytri-Húsa í Arnardal. |
||
Umhverfisnefnd felur tæknideild að leita umsagnar landeigenda í Arnardal. |
||
|
||
9. |
2012090006 - Fjárhagsáætlun 2013 og þriggja ára áætlun. |
|
Lögð fram framkvæmdaáætlun tæknideildar Ísafjarðarbæjar til ársins 2020 ásamt gjaldskrám. |
||
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að framlagðar gjaldskrár verði samþykktar að undanskildum gjaldskrám um hunda- og kattahald. Tæknideild falið að endurskoða gjaldskrár um hunda- og kattahald í samræmi við umræður á fundinum. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:20
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir
Gísli Halldór Halldórsson
Lína Björg Tryggvadóttir
Magnús Reynir Guðmundsson
Jóhann Birkir Helgasons, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi
Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi