Skipulags- og mannvirkjanefnd - 382. fundur - 16. október 2012

Heimir Gestur Hansson boðaði forföll.

Jón Björnsson frá Umhverfisstofnun mætti á fundinn undir liðnum Hornstrandir 2012.

 

Dagskrá:

1.

2012100028 - Hornstrandir 2012

 

Farið yfir mál Hornstranda sumarið 2012. Jón Björnsson sérfræðingur á sviði náttúruauðlinda Umhverfisstofnunar mætti á fundinn og skýrði frá verkefnum á Hornströndum 2012.

   

 

   

2.

2012100018 - Skortur á slökkvivatni í Hnífsdal.

 

Lagt fram erindi dags. 5. október sl. frá Mannvirkjastofnun þar sem farið er fram á að sveitarfélagið geri tafarlausar úrbætur vegna slökkvivatns í Hnífsdal.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

3.

2012100026 - Sneiðingar, Þingeyri. - Ósk um land fyrir frístundabyggð.

 

Lagt fram erindi dags. 19. september sl. frá PK Arkitektum ehf., þar sem óskað er eftir svæði til úthlutunar á óskipulögðu landi er kallast Sneiðingar á Þingeyri við Dýrafjörð. Áætlað er að byggja upp vistvæna frístundahúsabyggð.

 

Umhverfisnefnd felur tæknideild að leita álits íbúasamtakanna Átaks á því að svæðið verði skipulagt sem frístundabyggð.

 

   

4.

2012100012 - Snjóflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla, færsla vatnslagna.

 

Lagt fram bréf dags. 8. október sl. frá sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs fh. Ísafjarðarbæjar, þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir færslu vatnslagna og rafstrengja frá Stórurð og inn undir Grænagarðsnámu.

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt enda verður frágangur verkloka með þeim hætti að malbikað verði á framkvæmdasvæði á Urðarvegi og sáð í framkvæmdasvæði innan við Stórurð.

 

   

5.

2012100021 - Sjókvíaeldi Fjarðareldis ehf í Skutulsfirði. - Umsagnarbeiðni.

 

Lagt fram erindi dags. 9. október sl. frá Fiskistofu þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á umsókn Fjarðareldis ehf. um rekstarleyfi til fiskeldis á 200 tonnum af laxi, þorski og regnbogasilungi á ári.

 

Umhverfisnefnd áréttar enn og aftur að hún telur mikilvægt að Ísafjarðarbær öðlist skipulagsvald yfir strandsvæðum sínum út að einni sjómílu frá grunnlínupunktum. Á meðan formleg nýtingaráætlun fyrir Skutulsfjörð liggur ekki fyrir og þar sem fjörðurinn er lítt rannsakað og óskipulagt svæði, telur umhverfisnefnd að sýna verði varúð við úthlutun leyfa.
Bent er á að í byggingarreglugerð nr. 112/2012 grein. 2.3.3. um byggingarleyfi Mannvirkjastofnunar segir m.a.: "Mannvirkjastofnun veitir byggingarleyfi vegna hvers konar mannvirkjagerðar sem háð er byggingarleyfi á eftirfarandi svæðum: a) á hafi utan sveitarfélagsmarka." Með vísan í framangreint þarf að sækja um byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni til Mannvirkjastofnunar.
Þar sem svæðið er innan hafnarsvæðis Ísafjarðarbæjar þarf hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar að veita samþykki sitt.

 

   

6.

2011070023 - Reglugerð um landsskipulagsstefnu. - Umsagnarbeiðni.

 

Erindið var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 3. október sl.
Skipulagsstofnun verður með kynningarfund á Ísafirði 25. október nk. þar sem kynnt verður tillaga að landsskipulagsstefnu 2013 - 2024 sem auglýst hefur verið samkvæmt 11. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fundurinn verður haldinn í bryggjusal, Edinborgarhúss og hefst kl. 13.00.

 

Umhverfisnefnd hvetur bæjarfulltrúa og aðra áhugasama að mæta á fundinn og kynna sér málefnið.

 

   

7.

2011030164 - Deiliskipulag í Reykjanesi.

 

Lögð fram drög að deiliskipulagstillögu og greinargerð fyrir Reykjanes við Djúp. Drögin eru unnin af Teiknistofunni Eik.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

8.

2012090061 - Aðalskipulagsbreytingar. - Sumarhúsalóðir í Arnardal

 

Lagt fram bréf dags. 13. september sl. frá fyrirsvarsmanni Ytri-Húsa, Arnardal, Auði Örnu Höskuldsdóttur þar sem sótt er um 9 sumarhúsalóðir fyrir hönd allra eigenda Ytri-Húsa í Arnardal.

 

Umhverfisnefnd felur tæknideild að leita umsagnar landeigenda í Arnardal.

 

   

9.

2012090006 - Fjárhagsáætlun 2013 og þriggja ára áætlun.

 

Lögð fram framkvæmdaáætlun tæknideildar Ísafjarðarbæjar til ársins 2020 ásamt gjaldskrám.
Erindið var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 3. október sl.

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að framlagðar gjaldskrár verði samþykktar að undanskildum gjaldskrám um hunda- og kattahald. Tæknideild falið að endurskoða gjaldskrár um hunda- og kattahald í samræmi við umræður á fundinum.
Umræðum um framkvæmdaáætlun haldið áfram á næsta fundi.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:20

 

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir

Gísli Halldór Halldórsson

Lína Björg Tryggvadóttir

Magnús Reynir Guðmundsson

Jóhann Birkir Helgasons, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs

Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi

Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?