Skipulags- og mannvirkjanefnd - 379. fundur - 29. ágúst 2012

Dagskrá:

1.

2012040010 - Tungudalur 6 - Umsókn um lóð.

 

Lagður fram tölvupóstur frá Hjalta Einarssyni þar sem hann afsalar sér lóðinni Tunguskógur 6, Skutulsfirði.

 

Umhverfisnefnd samþykkir erindið. Byggingarfulltrúa er falið að auglýsa lóðina lausa til umsóknar.

 

   

2.

2012040018 - Tungudalur 68 - umsókn um lóð

 

Lagður fram tölvupóstur frá Herdísi Önnu Jónasdóttur þar sem hún afsalar sér lóðinni Tunguskógur 68, Skutulsfirði.

 

Umhverfisnefnd samþykkir erindið. Byggingarfulltrúa er falið að auglýsa lóðina lausa til umsóknar.

 

   

3.

2011090100 - Deiliskipulag á Ingjaldssandi

 

Auglýsinga- og athugasemdafrestur vegna deiliskipulags á Ingjaldssandi er liðinn.
5 athugasemdir bárust, frá Guðrúnu J. Kristjánsdóttur og Höllu Signý Kristjánsdóttur frá Brekku á Ingjaldssandi, Höllu Signý Kristjánsdóttur fh. Átthagafélagsins Vorblóms Ingjaldssandi, Finnboga Kristjánssyni, Ragnheiði Kr. Finnbogadóttur og Birki Þór Guðmundssyni og Guðmundi Ásvaldssyni frá Ástúni.

 

 Farið var yfir athugasemdir vegna deiliskipulagsins. Tæknideild er falið að gera uppkast að svörum og senda á nefndarmenn. Enn er verið að bíða eftir nánari upplýsingum vegna athugasemda.

 

   

4.

2012080013 - Fjallskil 2012

 

Lögð fram fjallskilasamþykkt fyrir Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslur nr. 716/2012 sem samþykkt var 14. ágúst sl.

 

Lagt fram til kynningar.

Umhverfisnefnd felur tæknideild að hafa samband við Búnaðarfélagið Bjarma og óska eftir viðræðum vegna málaflokksins.

 

   

5.

2011020114 - Breyting á skipuriti Ísafjarðarbæjar - Minnisblað bæjarstjóra

 

Á fundi í bæjarráði 20. ágúst sl. var tekin fyrir tillaga bæjarstjóra um færslu skíðasvæðanna í Tungudal og á Seljalandsdal af umhverfis- og eignasviði yfir á skóla- og tómstundasvið. Bæjarráð vísaði tillögunni til umfjöllunar í íþrótta- og tómstundanefnd og umhverfisnefnd.

 

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við tillögu að skipuritsbreytingunni.

 

Magnús Reynir Guðmundsson og Lína Björg Tryggvadóttir telja nauðsynlegt að hafa öfluga þjónustumiðstöð (áhaldahús), vel búna tækjum og mannskap sem sinnt geti þeim margvíslegu verkefnum sem sveitarfélaginu er ætlað að sinna.

 

   

 

Önnur mál.

*Umhverfisnefnd felur tæknideild að boða fulltrúa Landsnets á næsta fund nefndarinnar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:25

 

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir

Gísli Halldór Halldórsson

Magnús Reynir Guðmundsson

Lína Björg Tryggvadóttir

Maron Pétursson

Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs

Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi

Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi

Er hægt að bæta efnið á síðunni?