Skipulags- og mannvirkjanefnd - 378. fundur - 15. ágúst 2012
Gestir fundarins undir liðnum fjallskil 2012 voru: Guðmundur Steinar Björgmundsson, Ásvaldur Magnússon, Kristján Jónsson, Karl Bjarnason og Svavar Birkisson.
Dagskrá:
1. |
2012080006 - Göngustígagerð Suðureyri - framkvæmdaleyfi. |
|
Lagt fram erindi dags. 8. ágúst sl. frá Elíasi Guðmundssyni fh. Sjávarþorpsins Suðureyri, þar sem sótt er um leyfi til að vinna að göngustígagerð á Suðureyri í samræmi við gildandi deiliskipulag á Suðureyri og Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020. |
||
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við erindið en framkvæmdin skal unnin í samstarfi við og undir eftirliti tæknideildar Ísafjarðarbæjar. |
||
|
||
2. |
2011100077 - Suðurtangi 2, girðing - byggingarleyfi |
|
Lagt fram svarbréf dags. 10. júlí sl. frá Val Richter fh. Rörás ehf. þar sem svarað er bréfi byggingarfulltrúa frá 10. júní sl. vegna gáma sem staðsettir eru á lóð Suðurtanga 2, Ísafirði. |
||
Umhverfisnefnd felur tæknideild að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum. |
||
|
||
3. |
2012060088 - Ljósleiðarastrengur, Tjaldanes/Mjólká - framkvæmdaleyfi. |
|
Lagt fram erindi dags. 22. júní sl. frá Benedikt Haraldssyni verkefnisstjóra hjá Orkufjarskiptum hf. þar sem sótt er um leyfi til að leggja ljósleiðarastreng frá Mjólkárvirkjun að Tjaldanesi. |
||
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við framkvæmdina en haft skal samráð við Fornleifavernd og tæknideild Ísafjarðarbæjar. |
||
|
||
4. |
2009020030 - Mjósund 2/Mávagarður Ísafirði - olíubirgðastöð |
|
Lagt fram bréf dags. 31. júlí sl. frá Umhverfisstofnun þar sem fram kemur að Umhverfisstofnun hefur móttekið umsókn Olíudreifingar ehf. um starfsleyfi vegna fyrirhugaðrar olíubirgðastöðvar við Mávagarð. Athugasemdafrestur vegna tillögunar er til 5. október 2012. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
5. |
2009040020 - Sjókvíaeldi í Dýrafirði. |
|
Á fundi bæjarráðs 16.júlí sl var lögð fram beiðni Fiskistofu um umsögn um umsókn Dýrfisks ehf. um rekstrarleyfi til 200 tonna þorskeldis í Dýrafirði. Umsögn skal berast í síðasta lagi 24. júlí 2012. |
||
Umhverfisnefnd áréttar enn og aftur að hún telur mikilvægt að Ísafjarðarbær öðlist skipulagsvald yfir strandsvæðum sínum út að einni sjómílu frá grunnlínupunktum. Á meðan formleg nýtingaráætlun fyrir Dýrafjörð liggur ekki fyrir og þar sem fjörðurinn er lítt rannsakað og óskipulagt svæði, telur umhverfinefnd að sýna verði varúð við úthlutun leyfa. |
||
|
||
6. |
2012080013 - Fjallskil 2012 |
|
Farið yfir fjallskil 2012. |
||
Umhverfisnefnd leggur til að smölun fari fram á þann veg að bændur og aðrir fjáreigendur smali eftir niðurröðun í sláturhúsi. Fyrri leitir verði laugardaginn 22. september nk. og seinni leitir 6. október nk. Það eru tilmæli umhverfisnefndar til bænda og annarra fjáreigenda, að þeir sleppi ekki fé í haga fyrr en eftir 15. október n.k. Lagt er til að eftirtaldir aðilar verði gangna- og réttarstjórar í Ísafjarðarbæ. Í Skutulsfirði: Hraunsrétt: Kirkjubólsrétt: Arnardalsrétt: Í Súgandafirði. Keflavík að Seli: Frá Seli að Sunddal: Sunddalur fyrir Sauðanes að Flateyri:
Í Önundarfirði: Svæði 1. Frá Flateyri að Breiðadalsá: Svæði 2. Frá Breiðadalsá að Vífilsmýrum: Svæði 3. Vífilsmýrar að Þórustöðum: Svæði 4. Þórustaðir að Ingjaldsandi: Í Dýrafirði, Mýrahreppi hinum forna: Svæði 1. Ingjaldssandur: Svæði 2. Frá Fjallaskaga um Ytri- Hlíðar, Nesdal og Barða: Svæði 3. Frá Fjallaskaga að Alviðru: Svæði 4. Alviðrufjall og Núpsdalur: Svæði 5. Frá Hvassahrygg að Glórugili: Svæði 6. Frá Glórugili að Höfða: Svæði 7. Höfði að Botnsá: Í Dýrafirði, Þingeyrarhreppi hinum forna: Svæði 1. Frá Botnsá að Þingeyri: Svæði 2. Brekkudalur að Kirkjubólsdal: Svæði 3. Kirkjubólsdalur að Hólum: Svæði 4. Hólar að Lokinhömrum: Í Arnarfirði, Auðkúluhreppi hinum forna: Svæði 1. Lokinhamradalur: Svæði 2. Stapadalur og Álftamýri: Svæði 3. Bauluhús að Hjallkárseyri: Svæði 5. Frá Mjólkárhlíð til og með Hokinsdal: Árni Erlingsson.
|
||
|
||
7. |
2009050011 - Leira í Leirufirði - breytingar |
|
Auglýsinga- og athugasemdafrestur vegna deiliskipulags að Leiru í Leirufirði er liðinn. |
||
Þar sem engin athugasemd barst telst deiliskipulagið samþykkt. |
||
|
||
8. |
2011090100 - Deiliskipulag á Ingjaldssandi. |
|
Auglýsinga- og athugasemdafrestur vegna deiliskipulags á Ingjaldssandi er liðinn. |
||
Erindi frestað til næsta fundar. |
||
|
* Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar telur að fylgjast þurfi betur með framkvæmdum fyrirtækja og stofnana varðandi jarðrask sem gert er án samráðs og tilskilinna leyfa frá sveitarfélaginu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:10
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir
Gísli Halldór Halldórsson
Lína Björg Tryggvadóttir
Magnús Reynir Guðmundsson
Maron Pétursson
Anna Guðrún Gylfadóttir
Ralf Trylla
Fundargerð ritaði: Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.