Skipulags- og mannvirkjanefnd - 375. fundur - 18. maí 2012
Dagskrá:
1. |
2009070034 - Heimabær II. - Hesteyri. |
|
Lagt fram bréf dags. 15. maí sl. frá Arnari Þór Stefánssyni hrl. fh. eigendar Heimabæ II, Hesteyri, þar sem lögð er fram teikning af breytingum á húsinu Heimabæ II. |
||
Umhverfisnefnd hafnar alfarið þakgluggum á húsinu enda ekki í samræmi við byggingarstíl á svæðinu. |
||
|
||
2. |
2012050025 - Fífutunga, Ísafirði. - Hindranir í botnlanga. |
|
Lagt fram erindi dags. 6. maí sl. frá Benedikt Bjarnasyni, þar sem óskað er eftir því að settar verði upp hindranir við enda götunnar Fífutungu, Ísafirði, til að hindra gegnumakstur í götunni. |
||
Fífutungan er botlangi samkvæmt gildandi deiliskipulagi af svæðinu. Umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur tæknideild að afgreiða málið. |
||
|
||
3. |
2010050008 - Jafnréttisáætlun. |
|
Á 367. fundi í félagsmálanefnd voru lögð fram drög að jafnréttisstefnu Ísafjarðarbæjar ásamt drögum að framkvæmdaáætlun fyrir stefnuna á árunum 2012-2014. |
||
Umhverfisnefnd fagnar því að þessi drög að jafnréttisstefnu séu komin fram. |
||
|
||
4. |
2011070030 - Fjallskilareglugerð fyrir Vestfirði |
|
Lagður fram tölvupóstur dags. 24. apríl 2012 frá Jóhanni Pétri Ágústssyni er varðar fjallskilasamþykkt fyrir Vestfirði. |
||
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að fjallskilasamþykkt fyrir Vestfirði verði samþykkt. |
||
|
||
5. |
2008020077 - Veðrárá 2, Breiðadal í Önundarfirði. - Vatnsvirkjun. |
|
Lagt fram að nýju bréf dags. 5. febrúar 2012, er varðar stækkun Breiðadalsvirkjunar með því að veita viðbótarvatni í stöðina frá Heiðarvatnslæk og Langá. |
||
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt fyrir lagningu 1.200 m þrýstivatnslagnar frá stöðvarhúsi að inntaki í Heiðarvatnslæk og Langá, ásamt steyptri inntaksþró, enda er framkvæmdaaðili þinglýstur eigandi af landinu samkvæmt gögnum frá Sýslumanni. Samráð skal haft við Tæknideild Ísafjarðarbæjar við frágang á framkvæmdasvæði. |
||
|
||
6. |
2011090100 - Deiliskipulag á Ingjaldssandi í Önundarfirði. |
|
Lagt fram bréf dags. 10. maí sl. frá Bjarna Maríusi Jónssyni fh. landeigenda í Álfadal, Hrauni og Sæbóli I, II og III, Ingjaldssandi, þar sem óskað er eftir því að Ísafjarðarbær taki til meðferðar deiliskipulag á svæðum sem merkt eru F27, F29, F31 og F32 í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020. |
||
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:50
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir.
Gísli Halldór Halldórsson.
Heimir Gestur Hansson.
Magnús Reynir Guðmundsson.
Kristín Hálfdánsdóttir.
Jóna Símonía Bjarnadóttir.
Jóhann Birkir Helgason.
Ralf Trylla.
Anna Guðrún Gylfadóttir.