Skipulags- og mannvirkjanefnd - 374. fundur - 8. maí 2012
Dagskrá:
1. |
2012040052 - Tungudalur 40, Ísafirði. - Umsókn um lóð. |
|
Á fundi umhverfisnefndar 21. mars sl., var tekið fyrir erindi frá Hermanni Þorsteinssyni fh.Vestfirskra Verktaka ehf. þar sem sótt var um lóðina Tunguskógur/Asparskógur 49 en til vara lóð nr. 40. |
||
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Vestfirskir Verktakar ehf. fái lóð nr. 40 í Tungudal með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun. Bent er á að eftir snjóflóðið 1994 úrskurðaði Umhverfisráðuneytið um heimild til uppbyggingar og búsetu í hverfinu. Skv. því var endurbygging hverfisins heimil, en búseta takmörkuð við tímabilið frá 16. apríl til 15. desember ár hvert. |
||
|
||
2. |
2012040038 - Efnistaka til moldarvinnslu úr námu í Engidal, Skutulsfirði. |
|
Lagt fram erindi dags. 14. apríl sl. frá Vesturfelli ehf., þar sem óskað er eftir leyfi til að taka moldarefni fyrir ofan núverandi námu í Engidal innan við kirkjugarðinn. Einnig er óskað eftir leyfi til að loka athafnasvæðinu þar sem mikil rýrnum hefur verið á mold, sem unnin hefur verið á undanförnum árum. |
||
Umhverfisnefnd samþykkir að veita Vesturfelli ehf. leyfi til að taka moldarefni af umræddu svæði næstu tvö árin. Einnig er veitt leyfi til að loka athafnasvæðinu, en samráð skal haft við tæknideild varðandi frágang.. |
||
|
||
3. |
2012040041 - Neðri-Mið-Hvammur í Dýrafirði. - Skipting lands. |
|
Á fundi bæjarráðs 23. apríl sl. var lagt fram bréf frá Gunnari B. Guðmundssyni dagsett 17. apríl sl., er fjallar um hugsanleg makaskipti á eignarhlutum innan jarðarinnar Neðri-Mið-Hvamms í Dýrafirði á milli núverandi eigenda. Sé landið í heild sinni um 197.000 m2 þá er hlutur Ísafjarðarbæjar hátt í 50.000 m2. |
||
Umhverfisnefnd telur að það land sem nú er undir vatnsveitu á Þingeyri ætti að vera í eigu Ísafjarðarbæjar. Tæknideild er falið að vinna áfram að málinu. |
||
|
||
4. |
2008020077 - Veðrárá 2, Breiðadal. - Vatnsvirkjun. |
|
Lagt fram að nýju bréf dags. 5. febrúar 2012, er varðar stækkun Breiðadalsvirkjunar með því að veita viðbótarvatni í stöðina frá Hreiðarvatnslæk og Langá. |
||
Erindi frestað þar til niðurstaða um landaskipti liggur fyrir. |
||
|
||
5. |
2011050032 - Gleiðarhjalli. - Umhverfismat framkvæmda. |
|
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dagsett 11. apríl sl., er varðar ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla á Ísafirði, Ísafjarðarbæ og álit Skipulagsstofnunar. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
6. |
2011120009 - Hjúkrunarheimili á Ísafirði. |
|
Lagt fram bréf dags. 30. apríl sl. frá Jóhanni Birki Helgasyni, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, þar sem óskað er eftir heimild til að hefja undirbúning lóðar á Torfnesi, Ísafirði í samræmi við deiliskipulag svæðisins. |
||
Umhverfisnefnd samþykkir erindið. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00.
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir.
Gísli Halldór Halldórsson.
Magnús Reynir Guðmundsson.
Lína Björg Tryggvadóttir,.
Heimir Gestur Hansson.
Jóhann Birkir Helgason.
Ralf Trylla.
Anna Guðrún Gylfadóttir.