Skipulags- og mannvirkjanefnd - 373. fundur - 18. apríl 2012
Dagskrá:
Gísli Halldór Halldórsson vék af fundi undir þessum lið. |
|||||||||||||||||||
1. |
2012040010 - Tungudalur 6 - Umsókn um lóð |
||||||||||||||||||
Lagt fram bréf dags. 4. apríl sl. frá Hjalta Einarssyni þar sem sótt er um lóð nr. 6 í Tunguskógi fyrir sumarhús. |
|||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Hjalti Einarsson fái lóð nr. 6 í Tungudal með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun. Bent er á að eftir snjóflóðið 1994 úrskurðaði Umhverfisráðuneytið um heimild til uppbyggingar og búsetu í hverfinu. Skv. því var endurbygging hverfisins heimil, en búseta takmörkuð við tímabilið frá 16. apríl til 15. desember ár hvert. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
2. |
2012040018 - Tungudalur 68 - umsókn um lóð |
||||||||||||||||||
Lagt fram bréf dags. 10. apríl sl. frá Herdísi Önnu Jónasdóttur þar sem sótt er um lóð nr. 68 í Tunguskógi fyrir sumarhús. |
|||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Herdís Anna Jónasdóttir fái lóð nr. 68 í Tungudal með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun. Bent er á að eftir snjóflóðið 1994 úrskurðaði Umhverfisráðuneytið um heimild til uppbyggingar og búsetu í hverfinu. Skv. því var endurbygging hverfisins heimil, en búseta takmörkuð við tímabilið frá 16. apríl til 15. desember ár hvert. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
3. |
2012040017 - Bræðratunga 2-10 - umsókn um lóð |
||||||||||||||||||
Lagt fram bréf dags. 10. apríl sl. frá Hermanni Þorsteinssyni fh. Vestfirskra Verktaka þar sem sótt er um raðhúsalóðir við Bræðratungu 2 - 10 samkvæmt skipulagi í Tunguhverfi. |
|||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Vestfirskum Verktökum ehf. verði úthlutað lóðum nr. 2, 4 og 6 í Tunguhverfi með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun. Ekki er hægt úthluta lóðum nr. 7 - 10 fyrr en gengið hefur verið frá samkomulagi við landeigendur Efri-Tungu. Sviðstjóra falið að ganga frá samkomulagi vegna þessara lóða. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
4. |
2012040027 - Reykjanes - umsókn um lóð fyrir atvinnustarfsemi. |
||||||||||||||||||
Á fundi bæjarráðs 16. apríl sl. var lagt fram erindi dags. 11. apríl sl. frá Sigurði Péturssyni fh. Dýrfisks ehf. þar sem óskað er eftir atvinnulóð í landi Ísafjarðar í Reykjanesi við Djúp. |
|||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd felur sviðsstjóra að ræða við umsækjanda. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
5. |
2009070034 - Heimabær II - Hesteyri |
||||||||||||||||||
Á fundi í bæjarráði 5. mars sl. var lagt fram bréf frá Landeigendafélagi Sléttu- og Grunnavíkurhrepps dagsett þann 24. febrúar sl., er fjallar m.a. um bókun stjórnar félagsins vegna byggingarframkvæmda við heimabæ II á Hesteyri í Jökulfjörðum. Bréfinu fylgja nokkur rituð gögn, sem og fjöldi ljósmynda. |
|||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd harmar sem fyrr þann farveg sem málið fór í en stendur við fyrri afgreiðslu sína frá 4. janúar 2012. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
6. |
2009070034 - Heimabær II - Hesteyri |
||||||||||||||||||
Lagt fram bréf dags. 23. febrúar sl. frá Lex lögmannsstofu þar sem lagðar eru fram fullgildar byggingarnefndarteikningar samkvæmt byggingarreglugerð nr. 441/1998. |
|||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd gerir eftirfarandi athugasemdir við framkomnar teikningar:
Umhverfisnefnd óskar eftir að fá nýjar teikningar í samræmi við ofanritaðar athugasemdir. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
7. |
2012030100 - Sumarhúsabyggð Dagverðardal - heiti á götum. |
||||||||||||||||||
Lagt fram bréf dags. 28. mars sl. frá byggingarfulltrúanum á Ísafirði þar sem óskað er eftir að umhverfisnefnd komi með nöfn á götur við sumarhúsalóðir í Dagverðardal samkvæmt deiliskipulagi. |
|||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að sumarhúsagöturnar fái eftirfarandi nöfn: A-gata (austan Vegagerðar): Lægritröð E-gata: Miðtröð F-gata: Efritröð Lægri-, Mið- og Efrihnífar eru örnefni í Hnífafjalli sem að rís yfir byggðinni. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
8. |
2010100040 - Aðalstræti 7, Ísafjörður |
||||||||||||||||||
Lagt fram bréf dags. 12. mars sl. frá Tækniþjónustu Vestfjarða ehf. fh. eigenda Edinborgarhússins, þar sem sótt er um leyfi að nýju til að staðsetja sorpgám á lóðinni fyrir neðan Aðalstræti 8 til reynslu í eitt ár. |
|||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd hafnar tillögu um gám á svæðinu en óskar eftir tillögu að snyrtilegri lausn Pollgötu megin við húsið eða Aðalstrætis megin við húsið. |
|||||||||||||||||||
|
|
||||||||||||||||||
9. |
2012030005 - Ósk um að fóstra Lónið á Suðureyri. |
||||||||||||||||||
Á fundi bæjarráðs 5. mars sl. var lagt fram bréf frá Mansavinum á Suðureyri dagsett 1. mars sl. og undirritað af Ævari Einarssyni. Í bréfinu óska Mansavinir eftir að taka Lónið í fóstur. Hugmyndin gengur út á að nýta Lónið sem útivistarsvæði, eins og það er og verður samkvæmt aðalskipulagi. |
|||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd óskar eftir upplýsingum frá bréfritara um hvernig hugmyndir hans samræmist núverandi fiskeldi í lóninu. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
10. |
2012030105 - Stefna um lagningu raflína í jörð - umsagnarbeiðni |
||||||||||||||||||
Á fundi bæjarráðs 02.apríl sl. var lagt fram bréf frá innanríkisráðuneytinu dagsett 23. mars sl., ásamt tillögu til þingsályktunar um lagningu raflína í jörð. Óskað var eftir umsögnum og eða athugasemdum og er frestur til að skila þeim til 18. maí n.k. |
|||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
11. |
2011110042 - Snjómokstursreglur og mokstursleiðir í Ísafjarðarbæ |
||||||||||||||||||
Á fundi bæjarráðs 2. apríl sl var lagt fram bréf frá Jóhanni Birki Helgasyni, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar dagsett 29. mars sl., þar sem hann gerir grein fyrir drögum að snjómokstursreglum og mokstursleiðum í Ísafjarðarbæ. Reglurnar eru að nokkru settar upp í samræmi við athugasemdir, sem fram komu í fyrri kynningu. |
|||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd samþykkir snjómokstursreglurnar með breytingum sem fram komu á fundinum er lúta að mokstri Hafnarstrætis/Aðalstrætis, að sjúkrahúsi og leikskólum á Ísafirði. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
12. |
2012030012 - Sjókvíaeldi Dýrfisks ehf í Önundarfirði - umsagnarbeiðni |
||||||||||||||||||
Á fundi bæjarráðs 26. mars sl. var lagt fram bréf frá Fiskistofu dagsett 20. mars sl., þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á umsókn Dýrfisks ehf., um rekstrarleyfi til fiskeldis á laxi og regnbogasilungi í Ísafjarðardjúpi, þar sem leyfilegt framleiðslumagn er allt að 200 tonn á ári. |
|||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd áréttar enn og aftur að hún telur mikilvægt að Ísafjarðarbær öðlist skipulagsvald yfir strandsvæðum sínum út að einni sjómílu frá grunnlínupunktum. Á meðan að nýtingaráætlun fyrir Önundafjörð liggur ekki fyrir og þar sem fjörðurinn er viðkvæmt og óskipulagt svæði, telur umhverfisnefnd að sýna verði varúð við úthlutun leyfa. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
13. |
2011060045 - Laxeldi í Arnarfirði |
||||||||||||||||||
Á fundi bæjarráðs 2. apríl sl. var lagt fram bréf frá Fiskistofu dagsett 27. mars sl., þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á umsókn Jens H. Valdimarssonar, um rekstrarleyfi til fiskeldis á laxi og barra í Arnarfirði, þar sem leyfilegt framleiðslumagn er allt að 200 tonn á ári. |
|||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd bendir á að Fossfjörður tilheyrir ekki Ísafjarðarbæ en áréttar enn og aftur að hún telur mikilvægt að Ísafjarðarbær öðlist skipulagsvald yfir strandsvæðum sínum út að einni sjómílu frá grunnlínupunktum. Umhverfisnefnd bendir Fiskistofu á að skoða tillögu að nýtingaráætlun fyrir Arnarfjörð sem Fjórðungssamband Vestfirðinga er með í vinnslu og er á lokastigum. Á meðan formleg nýtingaráætlun fyrir Arnarfjörð liggur ekki fyrir og þar sem fjörðurinn er viðkvæmt og óskipulagt svæði, telur umhverfinefnd óskynsamlegt að starfsleyfi fyrir kvíaeldisstöðina verði veitt. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
14. |
2011060045 - Laxeldi í Arnarfirði |
||||||||||||||||||
Á fundi bæjarráðs 2. apríl sl. var lagt fram bréf frá Fiskistofu dagsett 28. mars sl., þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á umsókn Víkings Gunnarssonar, um rekstrarleyfi til fiskeldis á laxi og barra í Arnarfirði, þar sem leyfilegt framleiðslumagn er allt að 200 tonn á ári. |
|||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd bendir á að Fossfjörður tilheyrir ekki Ísafjarðarbæ en áréttar enn og aftur að hún telur mikilvægt að Ísafjarðarbær öðlist skipulagsvald yfir strandsvæðum sínum út að einni sjómílu frá grunnlínupunktum. Umhverfisnefnd bendir Fiskistofu á að skoða tillögu að nýtingaráætlun fyrir Arnarfjörð sem Fjórðungssamband Vestfirðinga er með í vinnslu og er á lokastigum. Á meðan formleg nýtingaráætlun fyrir Arnarfjörð liggur ekki fyrir og þar sem fjörðurinn er viðkvæmt og óskipulagt svæði, telur umhverfinefnd óskynsamlegt að starfsleyfi fyrir kvíaeldisstöðina verði veitt. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
15. |
2011060045 - Laxeldi í Arnarfirði |
||||||||||||||||||
Á fundi bæjarráðs 10. apríl sl. var lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun dagsett 2. apríl sl., er varðar beiðni Arnarlax ehf., um endurupptöku á útgáfu starfsleyfis til að framleiða allt að 3.000 tonn af laxi á ári í sjókvíum í Arnarfirði. Umhverfisstofnun óskaði umsagnar Ísafjarðarbæjar og að umsögn bærist fyrir 23. apríl 2012. |
|||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd áréttar enn og aftur að hún telur mikilvægt að Ísafjarðarbær öðlist skipulagsvald yfir strandsvæðum sínum út að einni sjómílu frá grunnlínupunktum. Umhverfisnefnd bendir Fiskistofu á að skoða tillögu að nýtingaráætlun fyrir Arnarfjörð sem Fjórðungssamband Vestfirðinga er með í vinnslu og er á lokastigum. Á meðan formleg nýtingaráætlun fyrir Arnarfjörð liggur ekki fyrir og þar sem fjörðurinn er viðkvæmt og óskipulagt svæði, telur umhverfinefnd óskynsamlegt að starfsleyfi fyrir kvíaeldisstöðina verði veitt. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
16. |
2010040047 - Deiliskipulag á Suðureyri - miðsvæði |
||||||||||||||||||
Auglýsinga- og athugasemdafrestur vegna deiliskipulags vegna miðsvæðis á Suðureyri er liðinn. Tvær athugasemdir bárust. Annars vegar frá Þorsteini H. Guðbjörnssyni og hins vegar frá Guðmundi Karvel Pálssyni. |
|||||||||||||||||||
Erindinu frestað til næsta fundar. |
|||||||||||||||||||
|
|
||||||||||||||||||
17. |
2012040028 - Vatnasvæðisnefnd á vatnasvæði 1. |
||||||||||||||||||
Lögð fram fundargerð "Kynningarfundur Umhverfisstofnunar fyrir vatnasvæðisnefnd á vatnasvæði 1" sem haldinn var á Hólmavík 11. apríl sl. |
|||||||||||||||||||
Lagt fram til kynningar. |
|||||||||||||||||||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30
Lína Björg Tryggvadóttir.
Björn Davíðsson.
Maron Pétursson.
Heimir Gestur Hansson.
Gísli Halldór Halldórsson.
Jóhann Birkir Helgason.
Ralf Trylla.