Skipulags- og mannvirkjanefnd - 372. fundur - 21. mars 2012

Dagskrá:
Við útdrátt lóða þar sem fleiri en ein umsókn var um eina lóð í Tungudal var varpað hlutkesti og var niðurstaða þess eins og kemur fram í dagskrárliðum hér að neðan.

 

1.  2012020084 - Tungudalur 38 - umsókn um lóð.                 
 Lögð fram umsókn um lóð fyrir sumarhús dags. 24. febrúar sl. frá Ragnheiði Hákonardóttur, þar sem sótt er um lóð nr. 38 í Tungudal samkvæmt deiliskipulagi.                 
 Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Ragnheiður Hákonardóttir fái lóð nr. 38 í Tungudal með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Bent er á að eftir snjóflóðið 1994 úrskurðaði Umhverfisráðuneytið um heimild til uppbyggingar og búsetu í hverfinu. Skv. því var endurbygging hverfisins heimil, en búseta takmörkuð við tímabilið frá 16. apríl til 15. desember ár hvert.                 
                    
2.  2012020086 - Tungudalur 49 - umsókn um lóð.                 
 Lögð fram umsókn um lóð fyrir sumarhús dags. 24. febrúar sl. frá Hermanni Þorsteinssyni, þar sem sótt er um lóð nr. 49 í Tungudal samkvæmt deiliskipulagi.                 
 Umhverfisnefnd hafnar erindinu en bendir á að lóð nr. 6 við Greniskóg, lóð nr. 40 við Birkibraut og lóð nr. 68. við Víðiskóg eru enn lausar til umsóknar.                 
                    
3.  2012020087 - Tungudalur 49 - umsókn um lóð.                 
 Lögð fram umsókn um lóð fyrir sumarhús dags. 24. febrúar sl. frá Vestfirskum Verktökum ehf., þar sem sótt er um lóð nr. 49 í Tungudal samkvæmt deiliskipulagi.                 
 Umhverfisnefnd hafnar erindinu en bendir á að lóð nr. 6 við Greniskóg, lóð nr. 40 við Birkibraut og lóð nr. 68. við Víðiskóg eru enn lausar til umsóknar.                 
                    
4.  2012030035 - Tungudalur 49 - umsókn um lóð.                 
 Lögð fram umsókn um lóð fyrir sumarhús dags. 9. mars sl. frá Sigríði Hrönn Jörundsdóttur, þar sem sótt er um lóð nr. 49 í Tungudal samkvæmt deiliskipulagi.                 
 Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Sigríður Hrönn Jörundsdóttir fái lóð nr. 49 í Tungudal með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Bent er á eftir snjóflóðið 1994 úrskurðaði Umhverfisráðuneytið um heimild til uppbyggingar og búsetu í hverfinu. Skv. því var endurbygging hverfisins heimil, en búseta takmörkuð við tímabilið frá 16. apríl til 15. desember ár hvert.                 
                    
5.  2012030034 - Tungudalur 49 - umsókn um lóð.                 
 Lögð fram umsókn um lóð fyrir sumarhús dags. 9. mars sl. frá Mörthu Jörundsdóttur, þar sem sótt er um lóð nr. 49 í Tungudal samkvæmt deiliskipulagi.                 
 Umhverfisnefnd hafnar erindinu en bendir á að lóð nr. 6 við Greniskóg, lóð nr. 40 við Birkibraut og lóð nr. 68. við Víðiskóg eru enn lausar til umsóknar.                 
                    
6.  2012030033 - Tungudalur 49 - umsókn um lóð.                 
 Lögð fram umsókn um lóð fyrir sumarhús dags. 9. mars sl. frá Helgu Sigurgeirsdóttur, þar sem sótt er um lóð nr. 49 í Tungudal samkvæmt deiliskipulagi.                 
 Umhverfisnefnd hafnar erindinu en bendir á að lóð nr. 6 við Greniskóg, lóð nr. 40 við Birkibraut og lóð nr. 68. við Víðiskóg eru enn lausar til umsóknar.                 
                    
7.  2012020081 - Tillögur að sumarhúsum í Skutulsfirði.                 
 Lögð fram drög að tillögum um sumarhúsabyggð í Dagverðardal og Seljalandi. Drögin eru unnin af Teiknistofunni Eik ehf. dags. 25. febrúar 2012.                 
 Umhverfisnefnd lýst vel á framkomnar hugmyndir en bendir bæjarstjórn á að tillögurnar eru ekki í samræmi við Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020.  Þar sem ekki er gert ráð fyrir breytingu á aðalskipulagi í fjárhagsáætlun leggur nefndin til gert verði ráð fyrir fjármagni á næsta fjárhagsári.                 
                    
8.  2012030070 - Fræðsluskilti við Dynjanda í Arnarfirði.                 
 Lagt fram bréf dags. 8. mars sl. frá Umhverfisstofnun þar sem óskað er eftir leyfi til uppsetningar á aðkomu- og fræðsluskilti fyrir náttúruvættið Dynjanda í Arnarfirði.                 
 Umhverfisnefnd samþykkir erindið en bendir á að samráð skuli haft við umhverfisfulltrúa Ísafjarðarbæjar um val á staðsetningu fræðsluskiltisins.                 
                    
9.  2008020077 - Veðrárá 2, Breiðadal - vatnsvirkjun                 
 Lagt fram erindi dags. 15. mars sl. frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á hvort og á hvaða forsendum framkvæmd við Breiðadalsvirkjun skuli háð mati á umhverfisáhrifum.                 
 Með vísan í 3. viðauka laga nr. 106/2000 telur umhverfisnefnd ekki þörf á mati á umhverfisáhrifum fyrir framkvæmd af þessari stærðargráðu. Þá telur nefndin ekki þörf á breytingu á deiliskipulagi þar sem leyfisskylda framkvæmdin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda.
                  
10 2012030029 - Lækur í Dýrafirði - umsögn um landskipti.                 
 Á fundi í bæjarráði 12. mars sl. var lagt fram bréf frá Sæmundi Kr. Þorvaldssyni, Lyngholti í Dýrafirði, dagsett 8. mars sl., f.h. landeigenda Lækjar í Dýrafirði, þar sem leitað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á skiptingu jarðarinnar Lækjar, þannig að til verði nýbýlið Lyngholt. 
Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfis- og eignasviðs og umhverfisnefndar.                 
 Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við erindið.                 
                    
11 2012030020 - Meðhöndlun úrgangs, frumvarp til breytinga á lögum nr. 55/2003.                 
 Á fundi bæjarráðs 12. mars sl. var lagt fram bréf frá umhverfisráðuneytinu dagsett 2. mars sl., þar sem fram kemur að á vegum umhverfisráðuneytis hefur farið fram vinna við gerð frumvarps til breytinga á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, vegna innleiðingar á úrgangstilskipun 2008/98/EB. Ráðuneytið óskar eftir athugasemdum við frumvarpsdrögin og að þær berist eigi síðar en 16. mars n.k.
Erindi var sent umhverfisnefnd og nefnd um sorpmál í Ísafjarðarbæ.                 
 Umhverfisnefnd felur sviðstjóra umhverfis- og eignasviðs að gera athugasemdir í samræmi við umræður á fundinum.                 
                    
12 2012030055 - Endurskoðun á ofanflóðahættumati fyrir innanverðan Gleiðarhjalla.                 
 Lögð fram drög að skýrslu um endurskoðað hættumat fyrir innanverðan Gleiðarhjalla. Drögin eru unnin af Veðurstofu Íslands í mars 2012.                 
 Lagt fram til kynningar. Umhverfisnefnd óskar eftir því að þegar að nýtt hættumat liggur fyrir að það verð kynnt íbúum.                 
                    
13 2011040052 - Deiliskipulag hjúkrunarheimilis.                 
 Auglýsinga- og athugasemdafrestur vegna deiliskipulags hjúkrunarheimilis er liðinn.
Engin athugasemd barst.                 
 Þar sem engin athugasemd barst þá telst deiliskipulagið samþykkt.                 
                    
14 2010040047 - Deiliskipulag á Suðureyri – miðsvæði.                 
 Auglýsinga- og athugasemdafrestur vegna deiliskipulags á Suðureyri - miðsvæði er liðinn.
Tvær athugasemdir bárust. Annarsvegar frá Þorsteini H. Guðbjörnssyni og hins vegar frá Guðmundi Karvel Pálssyni.                 
 Erindinu frestað til næsta fundar umhverfisnefndar.                 
                    

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:59


Albertína Friðbjörg Elíasdóttir
Gísli Halldór Halldórsson  

Lína Björg Tryggvadóttir
Heimir Gestur Hansson  

Björn Davíðsson
Jóhann Birkir Helgason  

Ralf Trylla
Anna Guðrún Gylfadóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?