Skipulags- og mannvirkjanefnd - 371. fundur - 7. mars 2012

Dagskrá:

1.

2009070034 - Heimabær II - Hesteyri, Jökulfjörðum.

 

Lagt fram bréf dags. 23. febrúar sl. frá Lex lögmannsstofu, þar sem lagðar eru fram fullgildar byggingarnefndarteikningar varðandi Heimabæ II, Hesteyri í Jökulfjörðum, samkvæmt byggingarreglugerð nr. 441/1998.

 

Erindi frestað til næsta fundar vegna fyrirhugaðrar ferðar umhverfisnefndar á Hesteyri,  þar sem næsti fundur nefndarinnar verður haldinn.

 

   

2.

2009070034 - Heimabær II - Hesteyri, Jökulfjörðum.

 

Á fundi í bæjarráði 5. mars sl. var lagt fram bréf frá Landeigendafélagi Sléttu- og Grunnavíkurhrepps dagsett þann 24. febrúar sl., er fjallar m.a. um bókun stjórnar félagsins vegna byggingarframkvæmda við heimabæ II á Hesteyri í Jökulfjörðum. Bréfinu fylgja nokkur rituð gögn, sem og fjöldi ljósmynda.
Bæjarráð vísaði bréfinu til frekari vinnslu hjá umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar.

 

Erindi frestað til næsta fundar vegna fyrirhugaðrar ferðar umhverfisnefndar á Hesteyri þar sem næsti fundur nefndarinnar verður haldinn.

 

   

3.

2012030008 - Rokkinn, Hamborgarabíll. - Stöðuleyfi.

 

Lögð fram umsókn um stöðuleyfi frá Prikinu ehf., Bankastræti 12, Reykjavík, þar sem óskað er eftir leyfi til að staðsetja hamborgarabíl á svæðinu fyrir framan Upplýsingamiðstöðina í Edinborgarhúsinu á Ísafirði, yfir páskahelgina.

 

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við erindið.

 

   

4.

2012030005 - Ósk um að fóstra Lónið á Suðureyri.

 

Á fundi bæjarráðs 5. mars sl. var lagt fram bréf frá Mansavinum á Suðureyri dagsett 1. mars sl. og undirritað af Ævari Einarssyni. Í bréfinu óska Mansavinir eftir að taka Lónið í fóstur. Hugmyndin gengur út á að nýta Lónið sem útivistarsvæði, eins og það er og verður samkvæmt aðalskipulagi.
Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfisnefndar.

 

Umhverfisnefnd áætlar að hafa þarnæsta fund nefndarinnar á Suðureyri. Tæknideild er falið að hafa samband við bréfritara og boða á fund nefndarinnar.

 

   

5.

2011120030 - Bréf Skógræktarfélags Ísafjarðar. - Varnargarðar neðan Gleiðarhjalla, Ísafirði. - Verkfræðihönnun.

 

Lagt fram erindi dags. 25. febrúar sl. frá Gísla Eiríkssyni fh. Skógræktarfélags Ísafjarðar þar sem tiltekin eru fimm atriði sem taka þarf tillit til við hönnun garða ofan Urðarvegar.

 

Umhverfisnefnd þakkar fyrir framkomnar athugasemdir og vísar þeim áfram í hönnunarvinnu.

Umhverfisnefnd tekur sérstaklega undir mikilvægi þess að takmarka framkvæmda-svæðið eins og kostur er og vandað verði til frágangs í verklok.

 

   

6.

2011100055 - Minningarlundur um Hjálmar Bárðarson. - Umsókn Skógræktarfélags Ísafjarðar um land.

 

Lagt fram erindi dags. 25. febrúar sl. frá Gísla Eiríkssyni fh. Skógræktarfélags Ísafjarðar þar sem óskað er eftir svari við fyrirspurn frá 26. október 2011 er varðar land undir minningarskóg Hjálmars Bárðarsonar í Dagverðardal.

 

Umhverfisnefnd fer þess á leit að Skógræktarfélagið nýti þau svæði sem félagið hefur fengið úthlutað nú þegar frá Ísafjarðarbæ og minnir jafnframt á að í gangi er starfshópur aðila, sem er að vinna þessi mál.

 

   

7.

2012020069 - Evrópsk viðurkenning til strandbæja.

 

Á fundi í bæjarráði 27. febrúar sl. var lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. móttekið 20. febrúar sl., þar sem fjallað er um að Evrópuráðið ætlar að veita strandbæjum, sem hafa staðið sig vel í uppbyggingu, sérstaka viðurkenningu. Hjálagt er bréf frá The Congress of the Council of Europe, dagsett 6. febrúar 2012.
Bæjarráð vísaði erindinu til hafnarstjórnar og umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

8.

2012030012 - Bréf Fiskistofu - Sjókvíaeldi Dýrfisks ehf. í Önundarfirði, umsagnarbeiðni.

 

Lagt fram bréf dags. 1. mars sl. frá Fiskistofu þar sm óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á umsókn Dýrfisks efh. vegna rekstrarleyfis á fiskeldi á laxi og silungi þar sem leyfilegt framleiðslumagn er um 200 tonn á ári. Sótt er um heilsárseldi í sjókvíum.

 

Umhverfisnefnd áréttar enn og aftur að hún telur mikilvægt að Ísafjarðarbær öðlist skipulagsvald yfir strandsvæðum sínum út að einni sjómílu frá grunnlínupunktum.

Á meðan að nýtingaráætlun fyrir Önundafjörð liggur ekki fyrir og þar sem fjörðurinn er viðkvæmt og óskipulagt svæði, telur umhverfisnefnd að sýna verði varúð við úthlutun leyfa.

 

   

9.

2011050028 - Bréf Skipulagsstofnunar. - Deiliskipulag neðan Gleiðarhjalla.

 

Á fundi bæjarráðs 5. mars sl. var lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dagsett 29. febrúar sl., er varðar deiliskipulag neðan Gleiðarhjalla, innri hluti, Ísafjarðarbæ. Skipulagsstofnun hefur farið yfir framlögð gögn og gerir ekki athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarráð vísar bréfinu til umhverfisnefndar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:10.

 

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, formaður.

Kristín Hálfdánsdóttir.

Heimir Gestur Hansson.

Björn Davíðsson.

Jóhann Birkir Helgason.

Ralf Trylla.

Anna Guðrún Gylfadóttir.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?