Skipulags- og mannvirkjanefnd - 370. fundur - 22. febrúar 2012
Dagskrá:
1. |
2012020066 - Grenjavinnsla 2012. |
|
Lagt fram erindi dags. 15. febrúar sl.frá Finnboga J. Jónassyni, þar sem hann leggur inn umsókn um grenjavinnslu og refaveiðar í Auðkúluhreppi, Arnarfirði í Ísafjarðarbæ. Einnig er sótt um veiði á mink í gildrur í Skutulsfirði. |
||
Umhverfisnefnd hefur í samstarfi við Búnaðarfélagið Bjarma verið að vinna að reglum um refa- og minkaveiðar. Nefndin hefur ákveðið að hefja viðræður við óstofnað félag refa- og minkaveiðimanna um að annast þessar veiðar. Sviðstjóra umhverfis- og eignasviðs er falið að koma bréfritara í samband við þá aðila. |
||
|
||
2. |
2011100053 - Skógræktarfélag Ísafjarðar 2011-2012. |
|
Á fundi í bæjarráði 20. febrúar sl., var lagt fram bréf frá Skógræktarfélagi Ísafjarðar dagsett 9. febrúar sl., þar sem gerð er krafa um bætur á trjágróðri vegna fyrirhugaðra framkvæmda ofan Urðarvegar á Ísafirði. |
||
Umhverfisnefnd sendir erindið til úrvinnslu á umhverfissviði. |
||
|
||
3. |
2012020021 - Frumvarp til laga um fjögurra ára samgönguáætlun 2011-2014, 392. mál. - umsögn. |
|
Erindið var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 14. febrúar sl. |
||
Umhverfisnefnd telur nauðsynlegt að byggðum á Vestfjörðum verði komið í heilsársvegasamband nú þegar og leggur áherslu á að Dýrafjarðargöng og vegur yfir Dynjandisheiði verði sett á fjögurra ára samgönguáætlun og í framkvæmd. Væri það í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar Ísafjarðar frá á 18. október 1954 ,sem var eftirfarandi: "Bæjarstjón Ísafjarðar samþykkir að skora á Alþingi að veita þegar á næsta ári það ríflegt fé til að Vestfjarðarvegur um Barðaströnd, að Ísafjörður komist í vegasamband þá leið eigi síðar en á árinu 1956 [...] Bæjarstjórn heitir á alla þingmenn Vestfirðinga að veita þessu máli allt það lið sem þeir mega.“
Jafnframt verði vetrarþjónusta á þjóðvegi 61 færð til fyrri vegar þannig að leiðinni milli Ísafjarðar og Reykjavíkur sé haldið opinni alla daga vikunnar.
Þá telur umhverfisnefnd mikilvægt að gert verði átak í að útrýma einbreiðum brúm, en óásættanlegt er að enn séu einbreiðar brýr í sveitarfélaginu það er í Dýrarfirði, Önundarfirði og Arnarfirði.
Nauðsynlegt er að halda áfram uppbyggingu á Ísafjarðarflugvelli þannig að hægt sé að halda þaðan uppi flugsamgöngum við Grænland auk þess sem enn vantar ljósabúnað til að hægt sé að fljúga næturflug.
Bent er á að fé til hafnarframkvæmda og sjóvarna er ekki í samræmi við fyrirætlanir Ísafjarðarbæjar.
Þá leggur umhverfisnefnd áherslu á að Alþingi beiti sér fyrir því að aðgengi að háhraðatengingum og nútíma fjarkskiptaþjónustu verði tryggð um land allt, en ekki bara sums staðar eins og hefur verið. |
||
|
||
4. |
2012020020 - Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun 2011-2022, 393. mál. |
|
Erindið var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 14. febrúar sl. |
||
Umhverfisnefnd telur nauðsynlegt að byggðum á Vestfjörðum verði komið í heilsársvegasamband nú þegar og leggur áherslu á að Dýrafjarðargöng og vegur yfir Dynjandisheiði verði sett á fjögurra ára samgönguáætlun og í framkvæmd. Væri það í samræmi við samþykkt Bæjarstjórnar Ísafjarðar frá á 18. október 1954 sem var eftirfarandi: "Bæjarstjón Ísafjarðar samþykki að skora á Alþingi að veita þegar á næsta ári það ríflegt fé til að Vestfjarðarvegur um Barðaströnd, að Ísafjörður komist í vegasamband þá leið eigi síðar en á árinu 1956 [...] Bæjarstjórn heitir á alla þingmenn Vestfirðinga að veita þessu máli allt það lið sem þeir mega. Jafnframt verði vetrarþjónusta á þjóðvegi 61 færð til fyrri vegar þannig að leiðinni milli Ísafjarðar og Reykjavíkur sé haldið opinni alla daga vikunnar.
Þá telur umhverfisnefnd mikilvægt að gert verði átak í að útrýma einbreiðum brúm, en óásættanlegt er að enn séu einbreiðar brýr í sveitarfélaginu það er í Dýrarfirði, Önundarfirði og Arnarfirði.
Nauðsynlegt er að halda áfram uppbyggingu á Ísafjarðarflugvelli þannig að hægt sé að halda þaðan uppi flugsamgöngum við Grænland auk þess sem enn vantar ljósabúnað til að hægt sé að fljúga næturflug.
Bent er á að fé til hafnarframkvæmda og sjóvarna er ekki í samræmi við fyrirætlanir Ísafjarðarbæjar.
Þá leggur umhverfisnefnd áherslu á að Alþingi beiti sér fyrir því að aðgengi að háhraðatengingum og nútíma fjarkskiptaþjónustu verði tryggð um land allt, en ekki bara sums staðar eins og hefur verið. |
||
|
||
5. |
2011030164 - Deiliskipulag í Reykjanesi. |
|
Lögð fram frumdrög að deiliskipulagi Reykjaness við Djúp. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
6. |
2011020060 - Deiliskipulag smáhýsa í Tungudal, Skutulsfirði. |
|
Tekið fyrir að nýju deiliskipulag smáhýsa í Tungudal í Skutulsfirði. |
||
Umhverfisnefnd fellur frá því að unnið verði áfram að deiliskipulaginu þar sem nefndin telur að smáhýsi séu ekki ákjósanleg á svæðinu en bendir á að önnur svæði væru ákjósanlegri fyrir slíka byggð svo sem við Seljalandshverfi og Dagverðardal. |
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, formaður.
Gísli Halldór Halldórsson.
Lína Björg Tryggvadóttir.
Magnús Reynir Guðmundsson.
Heimir Gestur Hansson.
Jóhann Birkir Helgason.
Ralf Trylla.
Anna Guðrún Gylfadóttir.