Skipulags- og mannvirkjanefnd - 369. fundur - 14. febrúar 2012
Á fundinn mættu Guðmundur Steinar Björgmundsson og Kristján Einarsson frá Búnaðarfélaginu Bjarma undir 1. lið, Reglur um refa- og minkaveiðar í Ísafjarðarbæ.
Dagskrá:
1. |
2012010027 - Reglur um refa- og minkaveiðar í Ísafjarðarbæ. |
|
||||||||||||||||
Erindi síðast á dagskrá 368. fundar umhverfisnefndar. Fulltrúar Búnaðarfélagsins Bjarma mættu á fundinn undir þessum lið og ræddu málaflokkinn. |
|
|||||||||||||||||
Umræður um fyrirkomulag veiðanna. Tæknideild er falið að vinna áfram að málinu. |
|
|||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||
2. |
2012010064 - Dagverðardalur 1 - Umsókn um lóð |
|
||||||||||||||||
Lögð fram umsókn um sumarhúsalóðina Dagverðardalur 1, Ísafirði, dags.24. janúar sl. frá Marzellíusi Sveinbjörnssyni. |
|
|||||||||||||||||
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Marzellíus Sveinbjörnsson fái lóð Dagverðardalur 1, Ísafirði, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðaumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
|
|
|||||||||||||||||
3. |
2012020011 - Umsókn um lóð |
|
||||||||||||||||
Lögð fram lóðarumsókn dags. 31. janúar sl. frá Lindarfossi ehf. Lóðin þarf að geta staðsett allt að 600 tuttugu feta gáma og til að byggja allt að 1.500 m² áfyllingarstöð fyrir gáma. |
|
|||||||||||||||||
Umhverfisnefnd bendir umsækjanda á lóð nr. 17 að Sindragötu, samkvæmt gildandi deiliskipulagi fyrir Ísafjarðarhöfn dags. 27. september 1995. Gámaaðstöðu er vísað til hafnarstjórnar.
|
|
|||||||||||||||||
4. |
2011070071 - Hraun II Ingjaldssandi - skógrækt Skjólskóga. |
|
||||||||||||||||
Lagt fram bréf dags. 20. janúar sl. frá Umhverfissstofnun þar sem farið er yfir málefni skógræktar á Heiðum á Ingjaldssandi gagnvart Umhverfisstofnun. |
|
|||||||||||||||||
Lagt fram til kynningar.
|
|
|||||||||||||||||
5. |
2012020015 - Tilkynning um skógrækt á Ytri Veðrará Önundarfirði |
|
||||||||||||||||
Lagt fram erindi dags. 2. febrúar sl. þar sem landeigendur Ytri Veðraráar í Önundafirði tilkynna fyrirhugaða skógrækt á grundvelli samnings við Skjólskóga á Vestfjörðum frá 11. ágúst 2010 og ræktunaráætlun frá janúar 2012. |
|
|||||||||||||||||
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við erindið.
|
|
|||||||||||||||||
6. |
2012010062 - Nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Vestfjarða |
|
||||||||||||||||
Lögð fram drög að áætlun um Nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Vestfjarða. Drögin eru unnin af Teiknistofunni Eik ehf. dags. 23. janúar sl. |
|
|||||||||||||||||
Umhverfisnefnd fagnar þeirri vinnu sem hefur verið unnin í Arnarfirði og leggur áherslu á að sambærileg vinna fari í gang fyrir önnur strandsvæði Ísafjarðarbæjar sem fyrst.
|
|
|||||||||||||||||
Gísli Halldór Halldórsson mætti á fundinn.
|
||||||||||||||||||
7. |
2006010069 - Umsókn um afnotarétt til áframeldis í lóni Súgandafirði |
|||||||||||||||||
Á fundi bæjarráðs 20. janúar sl. var lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 27. janúar sl., þar sem gerð er grein fyrir beiðni Jens Daníels Holm, Eyrargötu 9, Suðureyri, um afnot af ,,Lóninu? fyrir innan Suðureyri í Súgandafirði, til fiskeldis í smáum stíl. Jens Daníel hefur óskað eftir rekstrarleyfi hjá Fiskistofu, en svo til þess megi koma þarf hann að hafa samning um afnotarétt af téðu Lóni til allt að tíu ára. |
||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og felur tæknideild að ræða við umsækjanda og aðra hagsmunaaðila.
|
||||||||||||||||||
8. |
2012010004 - Sjókvíaeldi HG í Ísafjarðardjúpi |
|||||||||||||||||
Á fundi bæjarráðs 7. febrúar sl. var lagt fram bréf frá Fiskistofu dagsett 30. janúar sl., þar sem óskað er umsagnar um umsókn Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf., um rekstrarleyfi til fiskeldis á þorski, í Skötufirði, Mjóafirði og undan Bæjarhlíð í Ísafjarðardjúpi, þar sem leyfilegt framleiðslumagn er innan 200 tonna á ári á hverjum fyrrnefndra staða. |
||||||||||||||||||
Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. hefur á undaförnum árum staðið fyrir rannsóknum á umhverfi eldisins og umhverfisáhrifum af því, sem benda til að ekki séu miklar líkur á að fyrirhugað eldi geti valdið umtalsverðum eða óafturkræfum umhverfisáhrifum í Ísafjarðardjúpi. Áhrif og eðli eldisins hafa auk þess við ýmis tækifæri verið kynnt með óformlegum hætti fyrir bæjaryfirvöldum og ýmsum aðilum að nokkru leyti. Því miður fyrir finnst engin stefnumörkun stjórnvalda hvað varðar sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi fremur en annars staðar. Gerð nýtingaráætlunar fyrir Ísafjarðardjúp á vegum sveitarfélaga við Ísafjarðardjúp er enn ekki hafin og því er ekki útlit fyrir að henni verði lokið á allra næstu árum. Slík nýtingaráætlun hefur þar að auki ekkert lögformlegt gildi þó hún sé vissulega stefnumarkandi. Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar vill því ítreka þá skoðun sína að æskilegt sé að sveitarfélög sjái um skipulag strandsjávar út í 1 sjómílu frá grunnlínu. Ef svo væri má jafnvel gera ráð fyrir að nýtingaráætlun fyrir Ísafjarðardjúp væri þegar lokið. Sú skoðun umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar og bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar að sveitarstjórnir skuli hafa ákvörðunarrétt í máli sem þessu hefur margsinnis komið fram, t.d. varðandi leyfisveitingu til fiskeldis í Arnarfirði, en Arnarfjörður er að stórum hluta innan bæjarmarka Ísafjarðarbæjar. Enn sem komið er hefur Alþingi ekki gert breytingar sem tryggja raunhæfa aðkomu sveitarstjórna að slíkum málum. Meðan nýtingaráætlun sveitarfélaga eða ríkisins liggur ekki fyrir í Ísafjarðardjúpi er æskilegt að leyfi séu ekki veitt einu fyrirtæki til of langs tíma til nýtingar svo mikils hluta Ísafjarðardjúps og komið verði í veg fyrir að hefðarréttur geti myndast á fiskeldisleyfum. Í því samhengi má til framtíðar benda á möguleika þessa að stýra eftirspurn í leyfi með leyfisgjöldum.
|
||||||||||||||||||
9. |
2012020021 - Frumvarp til laga um fjögurra ára samgönguáætlun 2011-2014, 392. mál. - umsögn. |
|||||||||||||||||
Lagt fram til umsagnar frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, frumvarp til laga um fjögurra ára samgönguáætlun 2011-2014, 392. mál. |
||||||||||||||||||
Erindi frestað til næsta fundar umhverfisnefndar.
|
||||||||||||||||||
10. |
2012020020 - Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun 2011-2022, 393. mál. |
|||||||||||||||||
Lögð fram til umsagnar frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, tillaga til þingsárlyktunar um samgönguáætlun 2011-2022, 393. mál. |
||||||||||||||||||
Erindi frestað til næsta fundar umhverfisnefndar.
|
||||||||||||||||||
11. |
2011050028 - Deiliskipulag neðan Gleiðarhjalla. |
|||||||||||||||||
Lagt fram bréf dags. 3. febrúar sl. frá Jóhanni Birki Helgasyni sviðsstjóra framkvæmda- og rekstrarsviðs, er varðar deiliskipulag neðan Gleiðarhjalla. |
||||||||||||||||||
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að kafla 3.5 um Vöktun verði bætt inn í umhverfisskýrslu deiliskipulagsins: "Kafli 3.5 Vöktun. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að vöktun eigi sér stað á húsum næst snjóflóðavarnargörðum neðan Gleiðarhjalla. Áður en framkvæmdaleyfi verður veitt fyrir framkvæmdinni skal hæðarmæla allar botnplötur húsa sem standa næst varnargörðunum og hallamálsmæla útveggi húsa. Við lokaúttekt verksins skal framkvæma samskonar mælingar. Í allt að sex árum eftir lokaúttekt mun Ísafjarðarbær framkvæma mælingar annað hvert ár." |
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:55
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, formaður.
Gísli Halldór Halldórsson.
Lína Björg Tryggvadóttir.
Heimir Gestur Hansson.
Jóna Símonía Bjarnadóttir.
Jóhann Birkir Helgason.
Ralf Trylla.
Anna Guðrún Gylfadóttir.