Skipulags- og mannvirkjanefnd - 368. fundur - 25. janúar 2012
Neil Shiran K. Þórisson, framkvæmdastjóri Vaxtarsamnings Vestfjarða, hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða var gestur fundarins undir liðnum Stefnumótun í atvinnumálum Ísafjarðarbæjar.
Dagskrá:
1. |
2010080057 - Stefnumótun í atvinnumálum Ísafjarðarbæjar. |
|
Erindi var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 4. janúar sl. |
||
Shiran fór vel yfir niðurstöður er varðaði umhverfisnefnd úr skýrslunni, Tillögur að stefnumótun í atvinnumálum, sem unnin var í september 2011. Umhverfisnefnd felur tæknideild að útfæra tillögur til úrbóta eftir því sem við á og leggja fyrir nefndina. |
||
|
||
2. |
2012010022 - Húsnæðismál Björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri. |
|
Á fundi bæjarráðs 17. jan. sl. var lagt fram bréf frá Björgunarsveitinni Sæbjörgu, Flateyri, dagsett 9. janúar sl., þar sem viðraðar eru þær hugmyndir að sveitin og Ísafjarðarbær hafi makaskipti á húsnæði á Flateyri. Um er að ræða núverandi húsnæði Sæbjargar í ,,Hafnarhúsinu" á Flateyri og húsnæði áhaldahúss Ísafjarðarbæjar á Flateyri. |
||
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að orðið verði við erindinu og bendir jafnframt á að áhaldahús Ísafjarðarbæjar á Flateyri er ekki samkvæmt deiliskipulagi og því telur nefndin að í makaskiptasamning skuli sett inn ákvæði um forkaupsrétt á áhaldahúsinu. |
||
|
||
3. |
2011070053 - Siglingastofnun - ýmis erindi 2011. |
|
Á fundi í bæjarráði 17. jan. sl. var lagt fram bréf frá Siglingastofnun dagsett 9. janúar sl., ásamt yfirlitsskýrslu um sjóvarnir árið 2011, það er þann hluta skýrslunnar er fjallar um stöðu sjóvarna í Ísafjarðarbæ. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
4. |
2012010046 - Bændur græða landið - styrkbeiðni 2012 |
|
Á fundi bæjarráðs 23. janúar sl. var lagt fram bréf frá Landgræðslu ríkisins dagsett 12. janúar sl., þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ í samstarfsverkefnið ,,Bændur græða landið". Í verkefninu eru nú skráðir 12 þátttakendur í Ísafjarðarbæ og er farið fram á að Ísafjarðarbær styrki verkefnið um kr. 5.000.- fyrir hvern þátttakanda eða samtals kr. 60.000.- |
||
Umhverfisnefnd telur sé ekki fært að verða við beiðninni. |
||
|
||
5. |
2012010027 - Reglur um refa- og minkaveiðar í Ísafjarðarbæ. |
|
Á fundi í bæjarráði 17. jan. sl. var lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 13. janúar sl., ásamt drögum að reglum um refa- og minkaveiðar í Ísafjarðarbæ. Bréfinu fylgja jafnframt tillögur vinnuhóps á vegum Fjórðungssambands Vestfirðinga að aðgerðum og reglum, um refa- og minkaveiðar á Vestfjörðum. |
||
Umhverfisnefnd óskar eftir viðræðum við Búnaðarfélagið Bjarma. |
||
|
||
6. |
2011050032 - Gleiðarhjalli - umhverfismat framkvæmda. |
|
Lagt fram bréf dags. 28. desember 2011 frá Skipulagsstofnun þar sem Náttúrustofa fh. Ísafjarðarbæjar hefur tilkynnt til athugunar frummatsskýrslu um Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla, Ísafirði. |
||
Umhverfisnefnd telur að fjallað sé á fullnægjandi hátt um þá liði sem um getur í 22. gr. reglugerðarnr. 1123/2005 og gerir því ekki athugasemd við frummatsskýrsluna. Umhverfisnefnd vísar í athugasemdir Ragnheiðar Hákonardóttur frá 27. nóvember 2011 og leggur áherslu á að tryggt verði að vatnsrásir frá varnargörðum verði leiddar í lokaðri rás í sjó fram. |
||
|
||
7. |
2011090100 - Deiliskipulag á Ingjaldssandi. |
|
Tekið fyrir að nýju erindi frá 366. fundi umhverfisnefndar. |
||
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að farið verði í deiliskipulagsvinnu í samræmi við lýsingu deiliskipulags á Ingjaldssandi. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:55
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, formaður.
Gísli Halldór Halldórsson, varaformaður.
Lína Björg Tryggvadóttir.
Magnús Reynir Guðmundsson.
Heimir Gestur Hansson.
Jóhann Birkir Helgason.
Ralf Trylla.
Anna Guðrún Gylfadóttir.