Skipulags- og mannvirkjanefnd - 367. fundur - 17. janúar 2012
Dagskrá:
1. |
2012010004 - Sjókvíaeldi HG í Ísafjarðardjúpi |
|
||
Á fundi í bæjarráði 9. janúar sl. var lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dagsett 2. janúar sl., þar sem leitað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á fyrirhugaðri 7.000 tonna framleiðslu á eldisfiski í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi. Hraðfrystihúsið Gunnvör hf., hefur sent Skipulagsstofnun tilkynningu dagsetta 28. desember 2011, um ofangreint skv. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.b. Skilafrestur á umsögn er til 19. janúar n.k. |
||||
Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. hefur staðið fyrir tilraunaeldi á þorski í Álftafirði og Seyðisfirði um nokkurra ára skeið. Þá hafa nokkrir aðilar staðið fyrir fiskeldi í Skutulsfirði, m.a. fyrirtækið Álfsfell á Ísafirði, Ketill Elíasson og Gísli Jón Kristjánsson. Í Önundarfirði og Dýrafirði er einnig fiskeldi, þorskur í Önundarfirði og regnbogasilungur í Dýrafirði. Hér er um merkilegt framtak að ræða til eflingar fjölbreytni og stöðugleika í atvinnumálum í Ísafjarðabæ. Sú skýrsla sem unnin hefur verið fyrir Hraðfrystihúsið Gunnvöru h.f. og lögð er til grundvallar afgreiðslu þessa máls er lofsvert framtak sem ber að þakka. Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. hefur á undaförnum árum staðið fyrir rannsóknum á umhverfi eldisins og umhverfisáhrifum af því, sem benda til að ekki séu miklar líkur á að fyrirhugað eldi geti valdi umtalsverðum eða óafturkræfum umhverfisáhrifum í Ísafjarðardjúpi. Áhrif og eðli eldisins hafa auk þess við ýmis tækifæri verið kynnt með óformlegum hætti fyrir bæjaryfirvöldum og ýmsum aðilum að nokkru leyti. Því miður fyrirfinnst engin stefnumörkun stjórnvalda hvað varðar sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi fremur en annarsstaðar. Gerð nýtingaráætlunar fyrir Ísafjarðardjúp á vegum sveitarfélaga við Ísafjarðardjúp er enn ekki hafin og því er ekki útlit fyrir að henni verði lokið á allra næstu árum. Slík nýtingaráætlun hefur þar að auki ekkert lögformlegt gildi þó hún sé vissulega stefnumarkandi. Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar vill því ítreka þá skoðun sína að æskilegt sé að sveitarfélög sjái um skipulag strandsjávar út í 1 sjómílu frá grunnlínu. Ef svo væri má jafnvel gera ráð fyrir að nýtingaráætlun fyrir Ísafjarðardjúp væri þegar lokið. Sú skoðun umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar og bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar að sveitarstjórnir skuli hafa ákvörðunarrétt í máli sem þessu hefur margsinnis komið fram, t.d. varðandi leyfisveitingu til fiskeldis í Arnarfirði, en Arnarfjörður er að stórum hluta innan bæjarmarka Ísafjarðarbæjar. Enn sem komið er hefur Alþingi ekki gert breytingar sem tryggja raunhæfa aðkomu sveitarstjórna að slíkum málum. Í ljósi þess hve greiðlega hefur gengið fyrir ýmis fyrirtæki að fá leyfi fyrir sjókvíaeldi á Vestfjörðum undanfarin misseri gerir umhverfisnefnd varla ráð fyrir að farið verði fram á umhverfismat vegna núverandi fyrirætlana H.G. um aukna framleiðslu á eldisfiski. Þrátt fyrir að hámarks magn eldisins sé talsvert, eða 7.000 tonn, þá er fyrirhugað starfssvæði mjög víðfeðmt og eldið því e.t.v. ekki svo mikið í því samhengi. Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar telur sig ekki hafa forsendur til að krefjast þess að fyrirhugað eldi sæti mati á umhverfisáhrifum m.t.t. 3ja viðauka laga númer 106/2000. Þó er mikilvægt í ljósi greinar 1.v. í 3ja viðauka laganna, m.a. með tilliti til ofangreinds ágalla á íslenskri stjórnsýslu að því er varðar stefnumörkun á strandsvæðum utan netlaga, að gerð verði ítarleg grein fyrir áhrifum þeim sem eldið kann að hafa á hefðbundna nýtingu svæðisins s.s. fiskveiðar, rækjuveiðar og ýmsa hlunnindanýtingu og að haft verði samráð við þá nýtingaraðila um tilhögun eldisins. Jafnframt er nauðsynlegt að gerðar verði viðbragðsáætlanir um viðbrögð við slysasleppingum laxfiska vegna laxveiðiánna við Ísafjarðardjúp. Hagnýting fjarða og flóa við strendur Íslands er mjög vandasamt og flókið mál sem þarfnast víðtæks undirbúnigs og samstarfs áður en til ákvarðana kemur. Verkefni Fjórðungssambands Vestfirðinga, sem nú er unnið að og lýtur að hagnýtingu strandsvæða á Vestfjörðum, er enn á könnunar- og viðræðustigi, en við verkefnið eru bundnar miklar vonir, sem auðvelda munu ákvarðanatöku í slíkum málum í framtíðinni. Meðan nýtingaráætlun sveitarfélaga eða ríkisins liggur ekki fyrir í Ísafjarðardjúpi er æskilegt að leyfi séu ekki veitt einu fyrirtæki til of langs tíma til nýtingar svo mikils hluta Ísafjarðardjúps og komið verði í veg fyrir að hefðarréttur geti myndast á fiskeldisleyfum. Í því samhengi má til framtíðar benda á möguleika þessa að stýra eftirspurn í leyfi með leyfisgjöldum. |
||||
|
||||
2. |
2011040052 - Deiliskipulag hjúkrunarheimilis. |
|||
Lögð fram drög að deiliskipulagi hjúkrunarheimilis að Torfnesi. Drögin eru dagsett í janúar 2012. Þau eru unnin af Teiknistofunni Eik ehf. |
||||
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði auglýst með þeim breytingum að lokið verði við kafla 1.6.8. |
||||
|
||||