Skipulags- og mannvirkjanefnd - 366. fundur - 11. janúar 2012
Fundinn sátu:
Albertína Friðbjörg Elíasdótti, formaður.
Gísli Halldór Halldórsson, varaformaður.
Lína Björg Tryggvadóttir, aðalmaður.
Magnús Reynir Guðmundsson, aðalmaður.
Heimir Gestur Hansson, aðalmaður.
Jóhann Birkir Helgason, starfsmaður Ísafjarðarbæjar.
Ralf Trylla, starfsmaður Ísafjarðarbæjar.
Anna Guðrún Gylfadóttir, starfsmaður Ísafjarðarbæjar.
Fundargerð ritaði: Anna Guðrún Gylfadóttir.
Dagskrá:
1. 2012010009 - Þjónustuhús við tjaldsvæði á Suðurtanga, Ísafirði.-Byggingarleyfi.
Lagt fram bréf dags. 5. janúar sl. frá Elíasi Oddssyni fh. Kagrafells ehf. þar sem sótt er um leyfi til að setja upp salernisaðstöðu við svæðið á Suðurtanga, sem félagið er með afnot af og nýtir fyrir tjaldvagna og hjólhýsi. Einnig er óskað eftir að tengjast vatnsveitu og frárennslislögn bæjarins, sem staðsett er í Ásgeirsgötu.
Umhverfisnefnd veitir stöðuleyfi fyrir salernisaðstöðu og rafmagnskúr til 21. desember 2012. Jafnframt framlengir umhverfisnefnd áður veitta heimild til að nýta svæðið undir tjaldsvæðið til sama tíma með sömu fyrirvörum og áður, um skipulag svæðisins.
Albertína Elíasdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
2. 2012010004 - Sjókvíaeldi HG í Ísafjarðardjúpi.
Á fundi í bæjarráði 9. janúar sl. var lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dagsett 2. janúar sl., þar sem leitað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á fyrirhugaðri 7.000 tonna framleiðslu á eldisfiski í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi. Hraðfrystihúsið Gunnvör hf., hefur sent Skipulagsstofnun tilkynningu dagsetta 28. desember 2011, um ofangreint skv. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.b. Skilafrestur á umsögn er til 19. janúar n.k.
Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfisnefndar til umsagnar.
Umhverfisnefnd frestar erindinu.
3. 2011110002 - Hesthúsabyggð í Engidal, Skutulsfirði. - Samkomulag.
Rætt um málefni frístundabænda í Engidal, Skutulsfirði.
Á fundinn mættu Kristján Andri Guðjónsson, Guðmundur Sigurbjörn Einarsson, Skarphéðinn Gíslason og Kristján Ólafsson fyrir hönd frístundabænda í Engidal.
Tæknideild falið að teikna upp núverandi notkun á dalnum.
4. 2011090100 - Deiliskipulag á Ingjaldssandi.
Lagt fram bréf dags. 3. janúar sl. frá Bjarna Maríusi Jónssyni fh. landeigenda Álfadals, Hrauns og Sæbóls, þar sem gerð er grein fyrir þeim athugasemdum sem gerðar voru við lýsingu vegna deiliskipulags jarðanna Álfadals, Hrauns og Sæbóls á Ingjaldssandi.
Lagt fram til kynningar.
5. 2010040047 - Deiliskipulag á Suðureyri. - Miðsvæði.
Erindi var síðast tekið fyrir á 364. fundi umhverfisnefndar 30. nóvember sl.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan ásamt greinargerð verði auglýst. Samhliða verði auglýst breyting á deiliskipulagi neðan Aðalgötu á Suðureyri, af sama svæði.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00.
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir
Gísli Halldór Halldórsson
Lína Björg Tryggvadóttir
Magnús Reynir Guðmundsson
Heimir Gestur Hansson
Jóhann Birkir Helgason
Ralf Trylla
Anna Guðrún Gylfadóttir