Skipulags- og mannvirkjanefnd - 362. fundur - 9. nóvember 2011
Dagskrá:
1. 2009090043 - Skógarbraut 4 - fyrirspurn um byggingarleyfi.
Á fundi umhverfisnefndar 22. sep. 2010 var lagt fram erindi dagsett 17. sept. 2010, frá Guðmundi Geir Einarssyni, þar sem óskað er eftir leyfi til breytinga á húseigninni Kolfinnustöðum, samkvæmt teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða. Erindið var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 1. október 2010.
Umhverfisnefnd frestaði erindinu þar til deiliskipulag af svæðinu væri samþykkt.
Umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að afgreiða málið.
2. 2011100078 - Kirkjuból í Korpudal, gistihús - fyrirspurn um byggingarleyfi.
Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 4. nóv. sl. vegna fyrirspurnar Páls Á. R. Pálssonar um byggingu á 36 m² gistirými að Kirkjubóli í Korpudal.
Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið en bendir á að deiliskipuleggja þarf svæðið ef fyrirhugaðar eru fleiri framkvæmdir á svæðinu.
3. 2011100072 - Umsókn um lóð í Dagverðardal.
Á fundi bæjarráðs 31. okt. sl. var lagt fram afrit af bréfi Framfarar styrktarsjóðs skíðamanna á Ísafirði, dagsett 17. október sl., stílað á umhverfis- og eignasvið Ísafjarðarbæjar. Í bréfinu er sótt um lóðir í Dagverðardal í Skutulsfirði fyrir heilsárshús. Um er að ræða sumarhúsalóð nr. 3, til vara lóð nr. 11 og lóð nr. 11 og til vara lóð nr. 7.
Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfisnefndar til meðferðar.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Framför fái úthlutaða lóð nr. 3 og Einar Ólafsson fái lóð nr. 11 í Dagverðardal.
4. 2009080018 - Sumarbústaðarlóð í Dagverðardal/Tungudal - umsókn.
Á fundi umhverfisnefndar 26. ágúst 2009 var lagt fram erindi dags. 12. ágúst 2009 frá Sigurði Hólm Jóhannssyni þar sem óskað er eftir lóð fyrir sumarhús í Dagverðardal. Umhverfisnefnd frestaði erindinu þar til deiliskipulag af svæðinu lægi fyrir.
Erindið var síðast á dagskrá umhvefisnefndar 20. apríl sl.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Sigurður Hólm fái úthlutaða lóð nr. 7 í Dagverðardal.
5. 2006100052 - Dagverðardalur : lóð fyrir frístundahús.
Á fundi umhverfisnefndar 11. október 2006 var lögð fram umsókn dags. 9. október 2006 frá Hjálmari Guðmundssyni, Hafnarfirði, þar sem sótt var um lóð fyrir frístundarhús í Dagverðardal, Ísafirði.
Umhverfisnefnd frestaði erindinu þar sem ekkert deiliskipulag var af svæðinu.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Hjálmar fái úthlutaða lóð nr. 1 eða 17 í Dagverðardal.
6. 2011110020 - Dagverðardalur 6 - Umsókn um lóð.
Lögð fram umsókn um lóð í Dagverðardal 6 dags. 7. nóvember sl. frá Arnóri Þorkel Gunnarssyni.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Arnór fái úthlutaða lóð nr. 6 í Dagverðardal.
7. 2011100020 - Umsókn um lóð í Engidal.
Erindi síðast á dagskrá umhverfisnefndar 11. október sl.
Óskað var eftir frekari gögnum í málinu og málinu frestað til næsta fundar.
8. 2009070034 - Heimabær II - Hesteyri.
Erindi síðast á dagskrá umhverfisnefndar 26. október sl.
Umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa víkka út grenndarkynninguna til allra eigenda sumarhúsa á Hesteyri.
Þorbjörn J. Sveinsson vék af fundi.
9. 2011090072 - Reiðvegur í Engidal.
Á fundi bæjarráðs 31. október sl. var lagt fram bréf Kristjáns Ólafssonar, Ísafirði, dagsett 20. október sl., er varðar fyrirhugaðar framkvæmdir á reiðvegi í Engidal, Skutulsfirði og rökstudd mótmæli hans við framkvæmdinni.
Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfisnefndar til meðferðar.
Umhverfisnefnd samþykkir reiðstíginn þannig að lega hans spilli ekki innkeyrslu og verði ekki inni á lóð Kirkjubóls IV. Framkvæmdir og lega reiðstígsins verða ákveðnar í samráði við tæknideild Ísafjarðarbæjar. Umhverfisnefnd felur tæknideild að gera nýtingarsamning um tún á svæðinu.
10. 2010090016 - Sjósetning í fjöru á Þingeyri.
Lagt fram erindi dags. 2. nóvember sl. frá Þorvaldi Jóni Ottóssyni þar sem óskað er eftir leyfi til að setja bát upp í fjöruna fyrir innan bryggjurnar á Þingeyri til skoðunar og viðgerðar á botni.
Umhverfisnefnd vísar erindinu til hafnarstjórnar.
11. 2011100065 - Landsfundur búfjáreftirlitsmanna 2011.
Lagt fram bréf dags. 18. október sl. frá Matvælstofnun þar sem kynntur er landsfundur búfjáreftirlitsmanna sem haldinn var í Rúgbrauðsgerðinni 7. nóvember sl.
Lagt fram til kynningar.
12. 2011100066 - Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðisnefnd.
Á fundi bæjarráðs 31. október sl. var lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun dagsett 21. október sl., er varðar tilnefningar fulltrúa í vatnasvæðanefnd. Í bréfinu er óskað tilnefningar fulltrúa Ísafjarðarbæjar í vatnasvæðisnefnd á vatnasvæði 1 og vísað er í 6. gr. reglugerðar um stjórn vatnamála. Tilnefning þarf að berast Umhverfisstofnun eigi síðar en 1. desember 2011.
Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfisnefndar til afgreiðslu
Erindinu frestað til næsta fundar.
13. 2011100071 - Mat á umhverfisáhrifum - umsagnarbeiðni um breytingu á lögum nr. 106/2000.
Á fundi bæjarráðs 31. október sl. var lagt fram bréf frá umhverfisráðuneyti dagsett 20. október sl., er varðar frumvarp til breytinga á lögum nr. 106/2000, um mat á umhverfisáhrifum. Ráðuneytið óskar eftir athugasemdum við frumvarpsdrögin og að þær berist ráðuneytinu eigi síðar en 9. nóvember n.k. Drögin að frumvarpinu má nálgast á heimasíðu ráðuneytisins.
Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfisnefndar til meðferðar.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við drögin.
Maron Pétursson vék af fundi.
14. 2010080057 - Stefnumótum í atvinnumálum Ísafjarðarbæjar.
Lögð fram skýrsla dags. sept. 2001 frá Neil Shiran Þórissyni hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða þar sem finna má tillögur sem nýtast geta í Ísafjarðarbæ við stefnumótun í atvinnumálum.
Erindinu frestað til næsta fundar umhverfisnefndar.
15. 2011070023 - Reglugerð um landsskipulagsstefnu.
Lagt fram bréf dags. 25. okt. sl. frá Skipulagsstofnun þar sem umhverfisráðherra hefur falið Skipulagsstofnun að vinna að tillögu að landsskipulagsstefnu 2012 - 2024. Markmið landsskipulagsstefnunnar er að setja fram leiðarljós um landnotkun, nýtingu lands og landgæða sem tryggir öryggi og heildarhagsmuni við gerð skipulagsáætlana sem stuðlar að sjálfbærri þróun og skilvirkari áætlanagerð. Einnig stuðla að samræmingu í stefnumótun ríkis og sveitarfélaga um landnotkun og nýtingu lands.
Þátttöku þarf að kynna fyrir 15. nóv. nk.
Umhverfisnefnd telur að Ísafjarðarbær ætti að eiga amk. tvo fulltrúa í samráðshópnum og óskar eftir að bæjarráð tilnefni fulltrúa á næsta fundi sínum.
16. 2011080013 - Fjárhagsáætlun 2012 og þriggja ára áætlun.
Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 og þriggja ára áætlun.
Erindinu frestað til næsta fundar umhverfisnefndar.
17. 2010040047 - Deiliskipulag á Suðureyri - miðsvæði.
Lögð fram drög að deiliskipulagi fyrir Suðureyri - miðsvæði ásamt greinargerð. Gögnin eru unnin af Teiknistofunni Eik.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:35
Gísli Halldór Halldórsson
Sigurður Jón Hreinsson
Lína Björg Tryggvadóttir
Magnús Reynir Guðmundsson
Maron Pétursson
Þorbjörn Jóhann Sveinsson, slökkviliðsstjóri.
Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri rekstrar- og eignasviðs.
Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.
Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi