Skipulags- og mannvirkjanefnd - 361. fundur - 26. október 2011
Dagskrá:
1. |
2011100053 - Skógræktarfélag Ísafjarðar 2011 |
|
Erindi síðast á fundi umhverfisnefndar 14. september sl. þar sem nefndin óskaði eftir fundi með Skógræktarfélagi Ísafjarðar um framvindu skógræktar í Skutulsfirði. |
||
Fulltrúar skógræktarfélags Ísafjarðar mættu til fundarins undir þessum lið. Þröstur Óskarsson fór yfir verkefnastöðu Skógræktarfélags Ísafjarðar í dag og hver framtíðarsýnin er. Rætt var um grisjun skóga, möguleika íbúa Ísafjarðarbæjar að fá sér grenitré fyrir jólin. Almennar umræður voru um samstarf Skórgræktarfélagsins og Ísafjarðarbæjar. Einnig var rætt um umsókn Skógræktarfélagsins varðandi minningarlund um Hjálmar Bárðarson(2011-10-0055). Umhverfisnefnd og Skógræktarfélag Ísafjarðar munu stofna samráðshóp þar sem Gísli Halldór Halldórsson er fulltrúi umhverfisnefndar, Ralf Trylla umhverfisfulltrúi fyrir hönd Tæknideildar og Gísli Eiríksson og Þröstur Óskarsson fyrir hönd Skógræktarfélagsins. |
||
|
||
2. |
2011070030 - Fjallaskilareglugerð fyrir Vestfirði |
|
Erindi síðast á dagskrá umhverfisnefndar 28. september sl. Umhverfisnefnd óskaði eftir fundi með Búnaðarfélaginu Bjarma. |
||
Fulltrúi Búnaðarfélagsins Bjarma mætti á fundinn undir þessum lið. Fyrstu drög að fjallskilareglugerð eru komin fram og eru í vinnslu. Farið var yfir drögin í heild sinni. Umhverfisnefnd óskar eftir að Guðmundur Steinar haldi áfram að vinna að fjallskilareglugerðinni fyrir hönd Ísafjarðarbæjar. Umhverfisnefnd óskar eftir að samvinnu Búnaðarfélalagsins Bjarma að framkvæmd fjallskila í Ísafjarðarbæ. |
||
|
||
3. |
2011100048 - Umsókn um lóð í Engidal |
|
Á fundi bæjarráðs 17. október sl. var lagt fram bréf frá Hringrás hf., Reykjavík, dags. 11. október sl., þar sem óskað var eftir viðræðum við Ísafjarðarbæ, um mögulega úthlutun lóðar fyrir móttöku á málmum og spilliefnum. Óskað var eftir lóð allt að 1.000 m2, sem næst móttöku- og flokkunarstöðinni Funa í Engidal, Skutulsfirði, til allt að 10 ára með mögulegri framlengingu. |
||
Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og felur tæknideild að ræða við bréfritara um hugsanlega lóð. |
||
|
||
4. |
2009070034 - Heimabær II - Hesteyri |
|
Erindi síðast á dagskrá umhverfisnefndar 15. júní sl. |
||
Byggingarfulltrúa falið að senda erindið í grenndarkynningu til eigenda fasteignarinnar að Heimabæ I á Hesteyri. |
||
|
||
5. |
2011100047 - Ársfundur Umhverfisstofnunar 2011 |
|
Lagt fram bréf dags. 11. október sl. þar sem Umhverfisstofnun boðar til 14. fundar Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga sem haldinn verður 27. október nk. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
6. |
2011100076 - Torfnes - fyrirspurn um byggingarleyfi v/ áhorfendastúku |
|
Lögð fram til kynningar drög að teikningum af fyrirhugaðri stúku á Torfnesi. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:10
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir
Gísli Halldór Halldórsson
Lína Björg Tryggvadóttir
Magnús Reynir Guðmundsson
Sigurður Jón Hreinsson
Jóhann Birkir Helgason
Ralf Trylla
Anna Guðrún Gylfadóttir