Skipulags- og mannvirkjanefnd - 360. fundur - 11. október 2011

Dagskrá:

 

1.      2011-10-0012 - Heimabær I og II, Hesteyri - ósk um gögn.

Á fundi bæjarráðs 7. október sl. var lagt fram bréf frá Verkfræðistofunni Hamraborg, Kópavogi, dagsett 26. september sl., þar sem óskað er eftir öllum gögnum er varða afgreiðslur, samþykktir og umfjöllun nefnda, ráða og fagsviða Ísafjarðarbæjar, vegna framangreindra jarða á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996.

Bæjarráð óskar eftir að sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs svari erindinu.

Lagt fram til kynningar.

 

2.      2011-09-0087 - Stækkun á golfvelli - umsókn um landsvæði handan Tunguár.

Á fundi bæjarráðs 3. október sl. var lagt fram erindi dags. 21. september sl. frá Tryggva Sigtryggssyni fh. stjórnar Golfklúbbs Ísafjarðar, þar sem sótt er um aukið landsvæði handan Tunguár í Tungudal, Skutulsfirði, undir stækkun og breytingar á 4. braut golfvallarins.

Bæjarráð vísaði erindi Golfklúbbsins til umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.

Umhverfisnefnd getur ekki úthlutað svæðinu til Golfklúbbs Ísafjarðar, þar sem svæðinu var úthlutað til Skógræktarfélags Ísafjarðar í október 2006. Umhverfisnefnd bendir umsækjanda á að leita samstarfs við Skógræktarfélagið um samnýtingu á svæðinu.

 

3.      2011-10-0020 - Umsókn um lóð í Engidal, Skutulsfirði.

Lagt fram erindi dags. 6. október sl. frá Kristjáni Andra Guðjónssyni, þar sem sótt er um lóð undir frístundabússkap í Engidal, Skutulsfirði, samkvæmt meðfylgjandi teikningu.

Erindinu frestað til næsta fundar umhverfisnefndar.

 

4.      2011-10-0006 - Látrar í Aðalvík - lendingaraðstaða, sorpmál ofl.

Lagt fram erindi mótt. 5. október sl. frá Sigríði Gunnarsdóttur, Kópavogi, þar sem óskað er eftir styrk vegna framkvæmda við lendingaraðstöðu að Látrum í Aðalvík, ásamt því eru vangaveltur um sorpmál í friðlandinu.

Lagt fram til kynningar.

           

5.      2011-09-0086 - Umhverfisstefna Ísafjarðarbæjar.

Erindið var síðast á fundi umhverfisnefnar 28. september sl.

Umhverfisfulltrúi kynnti stöðu mála og vinnur áfram að málinu.

 

6.      2011-09-0088 - Auglýsing um umhverfismat tillögu að samgönguáætlun 2011-2022.

Lögð fram auglýsing um umhverfismat tillögu samgönguráðs að samgönguáætlun 2011 - 2022 dags. 23. september sl.

Erindið var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 28. sept. sl.

 

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við umhverfismat að tillögu að samgönguáætlun 2011 -2022. Nefndin vill þó  ítreka  mikilvægi Reykjavíkurflugvallar fyrir landsbyggðina og leggur jafnframt áherslu á gerð Dýrafjarðarganga og heilsársvegar yfir Dynjandisheiði.

 

7.      2011-08-0024 - Áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða - tillaga til þingsályktunar.

Lagt fram erindi dags. 19. ágúst sl. frá iðnaðarráðuneytinu þar sem lögð er fram þingsályktunartillaga um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Erindið var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 14. september sl.

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við þingsályktunartillöguna enda er ekki fjallað um virkjunarkost í sveitarfélaginu.

 

8.      2011-09-0072 - Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2012-2023.

Á fundi  bæjarráðs 3. október sl. var lagt fram bréf frá umhverfisráðuneyti dagsett 26. september sl., er varðar undirbúning að útgáfu landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs 2012-2023 og innleiðingu á rammatilskipun Evrópusambandsins um úrgang í íslenskan rétt. Ráðuneytið gefur Ísafjarðarbæ kost á að koma að vinnu við útgáfu landsáætlunar og innleiðingu á rammatilskipun um úrgang. Boðið er upp á fundi um málefnið á tímabilinu 26. september til 2. desember n.k.

Bæjarráð vísaði bréfi umhverfisráðuneytis til umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.

Umhverfisnefnd bendir á að málið eigi heima í sorpnefnd.

 

9.      2011-05-0032 - Gleiðarhjalli - umhverfismat framkvæmda.

Lagt fram afrit af bréfi Skipulagsstofnunar til Náttúrustofu Vestfjarða, dagsett þann 19. september sl. er varðar ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla á Ísafirði, með niðurstöðum Skipulagsstofnunar um tillögur Náttúrustofu Vestfjarða f.h. Ísafjarðarbæjar, að matsáætlun um ofanflóðavarnir undir Gleiðarhjalla á Ísafirði.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði og sent umhverfisnefnd til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:15.

 

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, formaður.

Magnús Reynir Guðmundsson.                                 

Gísli Halldór Halldórsson.

Björn Davíðsson.                                                       

Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.                   

Jóhann Birkir Helgason, sviðsstj. umhverfis- og eignasv.                                             

Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?