Skipulags- og mannvirkjanefnd - 354. fundur - 29. júní 2011
Dagskrá:
1. 2011-06-0030 - Umsókn um lóð í Engidal - Gámaþjónusta Vestfjarða.
Lagt fram bréf dags. 7. júní 2011 frá Gámaþjónustu Vestfjarða þar sem sótt eru um lóð í Engidal, Skutulsfirði, fyrir atvinnustarfsemi í samræmi við gildandi deiliskipulag.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Gámaþjónusta Vestfjarða fái úthlutaðar lóðir í samræmi við deiliskipulag, en ekki með þeirri stækkun eins og fram kemur í umsókn. Lóðirnar eru merktar 01 og 03 á meðfylgjandi uppdrætti. Nefndin leggur jafnframt til að Gámaþjónusta Vestfjarða fái stækkun á núverandi lóð við Kirkjuból 3, eins og fram kemur í umsókninni merkt 02. Umhverfisnefnd leggur einnig til að lóðinni nr. 01 verði úthlutað til aðeins 15 ára þar sem óheimilt er að byggja á henni.
2. 2011-02-0108 - Taka malarefnis af hafsbotni í Álftafirði og Skutulsfirði við Ísafjarðardjúp.
Lagt fram bréf frá Orkustofnun dags. 16. júní 2011, er varðar leyfi til töku malar og sands af hafsbotni norðan við Hattareyri í Álftafirði í Ísafjarðardjúpi.
Lagt fram til kynningar.
3. 2011-06-0045 - Laxeldi í Arnarfirði.
Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneytinu dags. 15. júní 2011, þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar vegna kæru Fjarðarlax ehf. og Íslenska kalkþörungafélaginu ehf. vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar um að fyrirhugað 3.000 tonna framleiðsla á laxi í sjókvíum Arnarlax ehf. í Arnarfirði skuli ekki háð mati á umhvefisáhrifum.
Á 348. fundi umhverfisnefndar þann 2. mars sl. var tekið fyrir erindi frá Skipulagsstofnun, þar sem óskað var eftir umsögn Ísafjarðarbæjar á því hvort og á hvaða forsendum að 3.000 tonna laxeldi Arnarlax ehf. skuli háð mati á umhverfisáhrifum.
Eftirfarandi var bókað:
Á meðan að nýtingaráætlun liggur ekki fyrir og þar sem fjörðurinn er viðkvæmt og óskipulagt svæði, telur umhverfinefnd að þörf sé á mati á umhverfisáhrifum með vísan í lög nr.106/2000 um mat á umhverfisáhrifum, viðauki 3.
Umhverfisnefnd ítrekar fyrri bókun og áréttar enn og aftur að hún telur mikilvægt að Ísafjarðarbær öðlist skipulagsvald yfir strandsvæðum sínum út að einni sjómílu frá grunnlínupunktum.
Þeir árekstrar sem nú stefnir í á milli hagsmunaaðila og þau kærumál sem liggja fyrir, undirstrika mikilvægi þess að grunnvinnan verði unnin á ítarlegan hátt og heildarsýn á nýtingu svæðisins liggi fyrir áður en fleiri leyfi verða veitt.
Sveitarfélög á Vestfjörðum, undir forystu Fjórðungssambands Vestfirðinga, vinna nú að því að nýtingaráætlun fyrir strandsvæði á Vestfjörðum verði hluti af væntanlegu svæðisskipulagi Vestfjarða.
4. 2011-06-0053 - Áhorfendastúka við Torfnesvöll.
Lagt fram bréf dags. 16. júní 2011 frá Jóhanni Torfasyni, Jóni Pál Hreinssyni, Guðmundi Valdimarssyni, Svavari Guðmundssyni og Samúel Samúelssyni fh. óstofnaðs eignarhaldsfélags ST2011 ehf., þar sem óskar er eftir lóð undir áhorfendastúku við Torfnesvöll. Jafnframt lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Íbúum við Seljalandsveg nr. 30-50 og við Engjaveg 27-34 verði kynnt tillagan.
5. 2011-05-0002 - Viðhaldsáætlun Eignasjóðs Ísafjarðarbæjar 2011.
Tekið fyrir að nýju viðhalds- og fjárfestingaáætlun Eingasjóðs Ísafjarðarbæjar.
Jóhann Birkir Helgason kynnti viðhalds- og fjárfestingaráætlun Eignasjóðs Ísafjarðarbæjar, sem tekur til áranna 2006-2018. Umhverfisnefnd þakkar kynninguna.
6. 2011-06-0003 - Gerð nýrrar byggingarreglugerðar.
Tekin fyrir að nýju drög að nýrri byrringarreglugerð. Óskað er eftir að umsögn berist fyrir 15. ágúst 2011.
Umhverfisnefnd fjallaði um reglugerðina en frestar afgreiðslu erindisins til næsta fundar.
7. 2011-02-0059 - Deiliskipulag á Suðurtanga, Ísafirði.
Tekið fyrir að nýju deiliskipulag á Suðurtanga.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn með vísan til umsóknar um lóð undir gistiheimili að svæðið milli Ásgeirsbakka , Ásgeirsgötu og Turnhúss verði tekið út úr skipulagssvæðinu á Suðurtanga og það deiliskipulagt sérstaklega.
8. 2011-02-0060 - Deiliskipulag smáhýsa í Tungudal.
Tekin fyrir að nýju deilikipulag í Tungudal.
Umhverfisnefnd frestar erindinu.
9. Önnur mál.
- Sviðstjóri kynnti nefndarmönnum athugasemd sem gerð var við framkvæmdir á Ingjaldssandi.
Nefndin óskar eftir að minnisblaði frá tæknideild um framkvæmdirnar.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 10:30.
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, formaður.
Gísli Halldór Halldórsson.
Sigurður Jón Hreinsson.
Jóna Símonía Bjarnadóttir.
Magnús Reynir Guðmundsson.
Jóhann Birkir Helgason, sviðsst. umhverfis - og eignasviðs.