Skipulags- og mannvirkjanefnd - 352. fundur - 25. maí 2011
Mættir: Albertína Elíasdóttir, formaður, Gísli Halldór Halldórsson, Marsellíus Sveinbjörnsson, Björn Davíðsson, Lína Björg Tryggvadóttir, Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1. 2011-05-0029 - Hlíðarvegur 6, Ísafirði.
Erindi dagsett 20. maí 2011, frá Elvari Reynissyni, þar sem óskað er eftir byggingarleyfi fyrir að hækka þak á húseigninni að Hlíðarvegi 6, Ísafirði, í samræmi við teikningar frá tækniþjónustu Vestfjarða.
Umhverfisnefnd samþykkir erindið, með fyrirvara um samþykki eigenda fasteigna á Hlíðarvegi 3, 5, 6, 7 og 8 og Túngötu 3 og 5, Ísafirði.
2. 2011-02-0059 - Deiliskipulag á Suðurtanga, Ísafirði.
Tekin fyrir lýsing deiliskipulags á Suðurtanga, Ísafirði.
Umhverfisnefnd samþykkir lýsingu deiliskipulags.
Lína Björg Tryggvadóttir verður fulltrúi umhverfisnefndar í skipulagshópi.
3. 2009-06-0058 - Deiliskipulag Tungudal, Skutulsfirði.
Tekin fyrir lýsing deiliskipulags í Tungudal.
Umhverfisnefnd samþykkir lýsingu deiliskipulagsins, en að bæta inn í kaflann um lýsingu, að áhersla skuli lögð á gerð áningarstaða og göngustíga um dalinn og sett verði inn mynd af skipulagssvæðinu. Einnig verði tekin afstaða til mýrarboltans á svæðinu.
Gísli Halldór Halldórsson verður fulltrúi umhverfisnefndar í skipulagshópi.
4. 2011-03-0164 - Deiliskipulag í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp.
Tekin fyrir lýsing deiliskipulags í Reykjanesi.
Umhverfisnefnd samþykkir lýsingu deiliskipulagsins.
Björn Davíðsson verður fulltrúi umhverfisnefndar í skipulagshópi.
5. 2010-04-0047 - Deiliskipulag á Suðureyri, Suðureyrarmalir.
Tekin fyrir lýsing deiliskipulags - Suðureyrarmalir í Súgandafirði.
Umhverfisnefnd samþykkir lýsingu deiliskipulagsins.
Albertína Elíasdóttir verður fulltrúi umhverfisnefndar í skipulagshópi.
6. 2009-12-0009 - Þingeyri. - Deiliskipulag.
Fundur verður haldinn með íbúum Þingeyrar vegna deiliskipulags í miðbæ Þingeyrar þann 7. júní 2011.
Umhverfisnefnd ásamt íbúasamtökunum Átak, sem er formlegt hverfisráð Þingeyrar, boða til fundar með íbúum Ísafjarðarbæjar þriðjudaginn 7. júní nk. kl. 20.00 í Félagsheimilinu á Þingeyri.
7. 2011-04-0052 - Deiliskipulag hjúkrunarheimilis á Torfnesi, Ísafirði.
Farið yfir stöðu mála við deiliskipulag vegna hjúkrunarheimilis á Ísafirði.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að farið verði í deiliskipulagsvinnu vegna hjúkrunarheimilis á Torfnesi, Ísafirði.
8. 2011-05-0028 - Deiliskipulag vegna snjóflóðavarna undir Gleiðarhjalla, Skutulsfirði.
Erindi Jóhanns Birkir Helgasonar, sviðstjóra umhverfis - og eignasviðs er varðar deiliskipulagsvinnu vegna fyrirhugaðra framkvæmda við snjóflóða- og aurvarnargarða neðan Gleiðarhjalla, Skutulsfirði.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að farið verði í deiliskipulagsvinnu vegna snjóflóðavarnargarða undir Gleiðarhjalla.
9. Önnur mál.
Rædd voru umferðaröryggismál í Ísafjarðarbæ.
Tæknideild falið að útfæra framkvæmdir í samræmi við umræður á fundinum.
Rædd garðyrkjumál í Ísafjarðarbæ.
Rætt um umhirðu garða í eigu Ísafjarðarbæjar. Fram kom að vinna er hafin í Jónsgarði og á Austurvelli.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 9:40.
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, formaður.
Gísli Halldór Halldórsson.
Marsellíus Sveinbjörnsson.
Björn Davíðsson.
Jóhann Birkir Helgason, sviðsst. umhverfis - og eignasviðs.
Lína Björg Tryggvadóttir.
Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.