Skipulags- og mannvirkjanefnd - 351. fundur - 11. maí 2011

Mættir: Albertína Elíasdóttir, formaður, Gísli Halldór Halldórsson, Marsellíus Sveinbjörnsson, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi, Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritaði fundargerð.

Björn Davíðsson mætti ekki á fundinn og enginn í hans stað.

Gestir fundarins voru Jón Björnsson og Ólafur Jónsson hjá Umhverfisstofnun.

 

Dagskrá:

 

1.      2011050013 - Hornstrandir 2011.

Farið yfir málefni Hornstranda og Dynjanda. Gestir fundarins eru Ólafur Jónsson og Jón Björnsson hjá Umhverfisstofnun.

Lögð var fram ársskýrsla Umhverfisstofnunar um Hornstrandafriðlandið 2010. Farið var yfir stöðu mála í Hornstrandafriðlandinu og Dynjanda fyrir vorið 2011, framtíð svæðanna og horfur.  Rætt var um skiltamál innan friðlandsins og leiðbeiningar. Einnig voru rædd önnur svæði eins og Látrabjarg, Vatnsfjörður og Surtarbrandsgil.

 

2.      2010060042 - Langi Mangi. - Rekstrarleyfi.

Erindi frá Sýslumanninum á Ísafirði dags. 9. maí sl., þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á umsókn Karenar Elísabetar S. Ingvadóttur, um rekstrarleyfi í flokki III fyrir Langa Manga, Aðalstræti 22b, Ísafirði.

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstarleyfi verði veitt fyrir Langa Manga enda á skilgreindu miðsvæði í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020. Gerðar eru alvarlegar athugasemdir við umgengni og snyrtimennsku í kringum staðinn.

 

3.      2011040074 - Reglur um úthlutun lóða.

Erindið var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 20. apríl sl.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar í samræmi við umræður á fundinum.

 

4.      2011020012 - Rekstrarleyfi til laxeldis í Arnarfirði.

Lagt fram bréf dags. 27. apríl sl. frá Rut Kristinsdóttur hjá Skipulagsstofnun, þar sem tilkynnt er ákvörðun Skipulagsstofnunar á matsskyldu vegna fyrirhugaðs 3.000 tonna sjókvíeldis á laxi í Arnarfirði skv. lögum 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.

Lagt fram til kynningar.

 

5.      2010020028 - Dýpkun Súgandafjörður.

Lagt fram bréf dags. 6. maí sl. frá Guðmundi M. Kristjánssyni, hafnarstjóra Ísafjarðarbæjar, þar sem sótt er um leyfi til að að losa efni, sem verið er að dæla úr innsiglingarrennu í Súgandafirði, í haug utan við brjótinn um er að ræða allt að 10.000 m³. Fyrirhugað var að dæla uppdældu efni í Lónið innan við kauptúnið.

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við erindið, en bendir bréfritara á að hafa samráð við tæknideild Ísafjarðarbæjar og Vegagerðina  vegna framkvæmdarinnar.

 

6.      2010120028 - Fráveituútrás í Mávagarði, Ísafirði.

Farið yfir málefni fráveituútrásar við Mávagarð, Ísafirði.

Umhverfisnefnd ræddi málefni frárennslis í Ísafjarðarbæ ásamt verkstöðu á framkvæmdum við Mávagarð.

 

7.      2011050016 - Vorfundur Samtaka tæknimanna sveitarfélaga.

Dagana 5. og 6. maí sl. var haldinn vorfundur SATS eða Samtaka tæknimanna sveitarfélaga. Á fundinum var meðal annars rætt um mannvirkjalögin og nýja byggingarreglugerð. Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi, mættu á fundinn.

Lagt fram til kynningar.

 

8.      2009060058 - Deiliskipulag Tungudal, Skutulsfirði.

Erindið var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 20. apríl sl. Umhverfisnefnd fól tæknideild að greina hagsmunaaðila.

Umhverfisnefnd samþykkir að breyta lýsingu vegna skipulagsins þannig að fjallað sé um svæðið í víðara samhengi.  Jafnframt verði eftirfarandi hagsmunaaðilum gefin kostur á að sitja í skipulagshóp Tungudals.  Skógræktarfélag Ísafjarðar, Félag skógarbúa í Tungudal, Golfklúbbur Ísafjarðar, Skíðafélag Ísfirðinga, Mýrarboltafélag Íslands og Ferðamálasamtök Vestfjarða.

 

9.      2011030164 - Deiliskipulag í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp.

Erindið var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 20. apríl sl. Umhverfisnefnd fól tæknideild að greina hagsmunaaðila.

Umhverfisnefnd samþykkir að eftirfarandi hagsmunaaðilar verði boðaðir í skipulagshóp. Vatnavinir, Ferðamálasamtök Vestfjarða, Súðavíkurhreppur, Sæfari  og Orkubú Vestfjarða.

 

10.  2011020059 - Deiliskipulag á Suðurtanga, Ísafirði.

Farið yfir drög að deiliskipulagi á Suðurtanga.

Umhverfisnefnd samþykkir að eftirfarandi hagsmunaaðilar verði boðaðir í skipulagshóp. Hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar, Byggðarsafn Vestfjarða, Ferðamálasamtök Vestfjarða, Sæfari og Sjávarútvegsklasi Vestfjarða.

 

11.  Önnur mál.

ü  2009120009 - Þingeyri - Deiliskipulag.

Umhverfisnefnd felur tæknideild að boða til íbúafundar vegna deiliskipulagsins í samráði við íbúasamtökin Átak sem eru formlegt hverfisráð á Þingeyri.

 

ü  Í tilefni sumars vill umhverfisnefnd hvetja íbúa,  fyrirtæki og stofnanir í sveitarfélaginu til að taka þátt í hreinsunarátaki sem hófst í síðustu viku.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 10:15.

 

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, formaður

Gísli Halldór Halldórsson

Marsellíus Sveinbjörnsson

Jóna Símonía Bjarnadóttir

Jóhann Birkir Helgason, sviðsst. framkv.- og rekstrarsviðs

Ralf Trylla, umhverfisf.

Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarf.

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?