Skipulags- og mannvirkjanefnd - 348. fundur - 2. mars 2011

Mættir: Albertína Elíasdóttir, formaður, Gísli Halldór Halldórsson, Marzellíus Sveinbjörnsson, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Lína Björg Tryggvadóttir, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi, Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritaði fundargerð.

  

Dagskrá:

 

1.      2011020106 - GentleSpace gistiíbúðir. - Rekstrarleyfi.

Erindi frá Sýslumanninum á Ísafirði dags. 27. janúar sl., þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á umsókn Guðríðar Guðmundsdóttur, um rekstrarleyfi gististaðar í flokki II, Mjallargötu 1 og Fjarðarstræti 6, Ísafirði.

Um er að ræða nýtt leyfi.

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstarleyfi verði veitt fyrir GentleSpace gistiíbúðir. Þar sem um nýtt leyfi er að ræða, gefur byggingarfulltrúi sérstaka umsögn.

 

2.      2011-02-0107 - Sölvahús, Flateyri. - Rekstrarleyfi.

Erindi frá Sýslumanninum á Ísafirði dags. 27. janúar sl., þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á umsókn Úlfs Þórs Úlfarssonar, um rekstrarleyfi gististaðar í flokki II, Sölvahús, Hafnarstræti 13, Flateyri.

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstarleyfi verði veitt fyrir Sölvahús á Flateyri. Þar sem um nýtt leyfi er að ræða, gefur byggingarfulltrúi sérstaka umsögn.

 

3.      2011-02-0080 - Hafraholt 36, Ísafirði. - Fyrirspurn.

Lagt fram erindi dags. 21. febrúar sl. frá Friðbirni Óskarssyni, Ísafirði, þar sem lögð er fyrir fyrirspurn um leyfi til að stækka bílskúr að Hafraholti 36, Ísafirði.

Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið.

 

4.      2011-02-0072 - Sandafell, Dýrafirði. - Umsókn um byggingarleyfi.

Lögð fram byggingarleyfisumsókn dags. 10. febrúar sl. frá Þórhalli Óskarssyni fh. Neyðarlínunnar ohf., þar sem sótt er um leyfi til að setja fjarskiptahús og mastur á núverandi svæði á Sandafelli í Dýrafirði, skv. meðfylgjandi teikningu.

Umhverfisnefnd frestar erindinu þar til nánari gögn liggja fyrir.

 

5.      2009-05-0011 - Leira í Leirufirði. - Bygging áhaldahúss, breytingar.

Lagt fram erindi dags. 20. febrúar sl. frá Sveini D. K. Lyngmó fh. Sólbergs Jónssonar, Bolungarvík, þar sem óskað er eftir leyfi til að byggja áhaldageymslu við austurhlið núverandi sjávarhúss að Leiru í Jökulfjörðum skv. teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða hf.

Miðað við umfang framkvæmda undanfarna ára óskar umhverfisnefnd eftir að jörðin verði deiliskipulögð áður en tekið verði tillit til umsóknar um framkvæmdir.

6.      2011-02-0108 - Taka malarefnis af hafsbotni í Álftafirði og Skutulsfirði við Ísafjarðardjúp.

Lagt fram bréf dags. 23. febrúar sl. frá Orkustofnun þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins vegna umsóknar Kubbs ehf. um leyfi til töku malarefnis af hafsbotni í Skutulsfirði við Ísafjarðardjúp.

Umhverfisnefnd óskar umsagnar Hafnarstjórnar Ísafjarðarbæjar á erindinu.

 

7.      2010-11-0007 - Frumvarp til laga um mannvirki, 78. mál og frumvarp til laga um brunavarnir, 79. mál.

Lagt fram bréf umhverfisráðuneytis dagsett 31. janúar sl., þar sem vakin eru athygli á því að ný lög, lög um mannvirki nr. 160/2010, sem fjalla um byggingar og önnur mannvirki tóku gildi um síðustu áramót.

Erindið var lagt fram til kynningar í bæjarráði 14. febrúar sl., sem vísað því til umhverfisnefndar til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

 

8.      2011-02-0029 - Slökkvilið Ísafjarðarbæjar. - Ársskýrsla 2010.

Lögð fram ársskýrsla Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2010. Skýrslan er unnin af Þorbirni J. Sveinssyni, slökkviliðsstjóra Ísafjarðarbæjar.

Lagt fram til kynningar.

Þorbjörn J. Sveinsson vék af fundi.

 

9.      2011-02-0094 - Grenjavinnsla 2011.

Lagt fram bréf dags. 23. febrúar sl. frá Kristjáni Einarssyni fh. óformlegs ,,Félags refaveiðimanna“, þar sem farið er yfir grenjavinnslu fyrir komandi sumar.

Umhverfisnefnd óskar eftir afstöðu bæjarstjórnar til spurningar bréfritara.

 

10.  2011-02-0012 – Laxeldi Arnarlax ehf. í Arnarfirði. - Umsögn.

Lagt fram erindi dags. 3. febrúar sl. frá Sigmari Arnari Steingrímssyni hjá Skipulagsstofnun, þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á hvort og á hvaða forsendum að 3.000 tonna laxeldi Arnarlax ehf. skuli háð mati á umhverfisáhrifum..

Á meðan að nýtingaráætlun liggur ekki fyrir og þar sem fjörðurinn er viðkvæmt og óskipulagt svæði,  telur umhverfinefnd að þörf sé á  mati  á umhverfisáhrifum með vísan í  lög nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum, viðauki 3. 

 

11.  2011-03-0001 – Losunarstaðir fyrir möl og annan jarðveg.

Á fundi nefndar um sorpmál 16. febrúar sl., var rætt um mögulega staðsetningu losunarstaða (uppfyllinga), þar sem hægt væri að losa möl og annan jarðveg, sem fellur til við ýmiskonar jarðvinnu.

Nefndin lagði til að umhverfisnefnd fyndi staðsetningu fyrir slíka staði.

Umhverfisnefnd óskar eftir tillögum frá  tæknideild um mögulegar staðsetningar á losunarstöðum, fyrir sameiginlegan fund hafnarstjórnar, umhverfisnefndar og nefndar um sorpmál sem haldinn verður 8. mars nk.

 

12.  2011-02-0027 - Deiliskipulag í Seljalandshverfi.

Auglýsinga- og athugasemdarfresti vegna deiliskipulagsins í Seljalandshverfi er lokið. Ein athugasemd barst frá Magdalenu Sigurðardóttur.

Umhverfisnefnd óskar eftir áliti Teiknistofunnar Eikar vegna athugasemdarinnar.

 

13.  2009-12-0009 - Þingeyri. - Deiliskipulag miðbæjar.

Lagðar fram deiliskipulagstillögur að miðbæ Þingeyrar.

Umhverfisnefnd leggur til að tillögurnar verði kynntar á heimasíðu Ísafjarðarbæjar og í framhaldi verði  haldinn íbúafundur á Þingeyri.

 

14.  2009-06-0058 - Deiliskipulag í Tungudal, Skutulsfirði.

Á fundi bæjarráðs 14. febrúar sl., var skipulagið sent til umhverfisnefndar áður en að deiliskipulagið er sent bæjarstjórn.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verð samþykkt með þeim breytingum þó að færa byggingarreiti lóðanna nr. 63 og 64, 1,8 m  að lóðamörkum lóðanna nr. 61 og 62 með vísan í athugasemd Sigurðar Mar Óskarssonar  frá 18. janúar 2011.

 

Marsellíus Sveinbjörnsson vék af fundi undir þessum lið.

 

15.  Önnur mál.

  • Opið svæði í Tungudal. – Deiliskipulagsbreyting.

Lögð fram lýsing á vinnuferli vegna deiliskipulagsbreytingarinnar á opna svæðinu í Tungudal.

Umhverfisnefnd samþykkir vinnuferlið og að skipulagssvæðið afmarkist af golfvelli, þjóðvegi 60, skíðasvæði og ytri mörkum skógræktar.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:45.

 

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, formaður

Gísli Halldór Halldórsson

Marzellíus Sveinbjörnsson

Jóna Símonía Bjarnadóttir

Lína Björg Tryggvadóttir

Jóhann Birkir Helgason, sviðsstj. framkv.- og rekstrarsviðs
Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi

Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi
Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri

Er hægt að bæta efnið á síðunni?