Skipulags- og mannvirkjanefnd - 347. fundur - 9. febrúar 2011


Mættir: Albertína Elíasdóttir, formaður, Gísli Halldór Halldórsson, Marzellíus Sveinbjörnsson, Björn Davíðsson, Lína Björg Tryggvadóttir, Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi, Jóhann Birkir Helgasons, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritaði fundargerð.



  



Dagskrá:



 



1.        2011-02-0002 - Fjarðargata 64, Þingeyri. - Fyrirspurn.



Lögð fram fyrirspurn dags. 15. janúar sl. frá PK. Arkitektum fh. húseigenda að Fjarðargötu 64, Þingeyri, þar sem óskað er eftir leyfi til að byggja sérstæða bílageymslu á lóðinni Fjarðargata 64, Þingeyri samkæmt meðfylgjandi teikningu frá PK Arkitektum.



Umhverfisnefnd tekur jákvætt í fyrirspurnina en bendir á að þak bílskúrsins verði í samræmi við þak íbúðarhússins.



 



2.        2010-12-0065 - Freyjugata 5, Suðureyri. - Byggingarleyfi.



Erindið var síðast á fundi umhverfisnefndar 29. desember sl. er varðar fyrirspurn dags. 21. desember sl. frá Þórði Emil Sigurvinssyni fh. Flugöldu ehf., þar sem hann óskaði eftir umsögn umhverfisnefndar á leyfi til að reisa hjall við fasteignina Freyjugötu 5, Suðureyri. Umhverfisnefnd fól byggingarfulltrúa að afla nánari gagna vegna málsins.



Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið en vísar því inn í deiliskipulagsvinnu af svæðinu sem er i vinnslu.



 



3.        2011-01-0061 - Breiðadalur Neðri, Önundarfirði. - Leyfi fyrir vatnslögn.



Lagt fram erindi dags. 25. janúar sl. frá Halldóri Mikkaelssyni í Breiðadal Neðri, Önundarfirði, þar sem sótt er um leyfi til að leggja ca. 250 m vatnslögn út frá eldri lögn sem gerð var 1992 samkvæmt meðfylgjandi teikningu. Meðfylgjandi umsókn er staðfesting frá Þóri Steinarssyni fyrir leyfi að fara með lögnina yfir á hans land.



Umhverfisnefnd samþykkir erindið.



 



4.        2011-01-0031 - Sláttur opinna svæða í Ísafjarðarbæ 2011.



Lagt fram þjónustuútboð fyrir slátt opinna svæða í Ísafjarðarbæ. Útboðið er unnið af Tæknideild Ísafjarðarbæjar 2011.



Umhverfisnefnd samþykkir útboðsgögnin með þeim ábendingum sem fram komu á fundinum.



 



5.        2011-01-0062 - Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, 113. mál.



Lagt fram tölvubréf dags. 25. janúar sl. frá Kristjönu Benediktsdóttur, skjalaverði á nefndarsviði Alþingis, þar sem óskað er eftir umsögn á frumvarpi til laga um breytingu á skipulagslögum (skilvirkari afgreiðsla aðalskipulags), 113. mál.



Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við frumvarpið.



 



 



6.        2011-01-0085 - Frumvarp til laga um fjöleignarhús, 377. mál.



Lagt fram tölvubréf dags. 31. janúar sl. frá Kristjönu Benediktsdóttur, skjalaverði á nefndarsviði Alþingis, þar sem óskað er eftir umsögn á frumvarpi til laga um fjöleignarhús (leiðsöguhundar o.fl.), 377. mál.



Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við frumvarpið.



 



7.        2011-02-0012 - Rekstrarleyfi til laxeldis í Arnarfirði.



Lagt fram erindi dags. 28. janúar sl. frá Fiskistofu vegna beiðni um umsagnir vegna þriggja aðila um rekstarleyfi til laxeldis í Arnarfirði.



Umhverfisnefnd bendir á að í vinnslu er nýtingaráætlun fyrir Arnarfjörð og mælir með að leyfi verði ekki veitt nema með fyrirvara um niðurstöður úr þeirri vinnu.



 



8.        2011-02-0010 - Æfingasvæði. - Samningur.



Lagður fram samningur dags. 28. janúar sl. á milli Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar, Félags slökkviliðsmanna í Ísafjarðarbæ og Ísafjarðarbæjar. Þar sem Ísafjarðarbær veitir Slökkviliði Ísafjarðar og Félagi slökkviliðsmanna í Ísafjarðarbæ afnot af geymslusvæði, sunnan megin við sorpbrennsluna Funa.



Lagt fram til kynningar.



 



9.        2009-06-0058 - Deiliskipulag í Tungudal, Skutulsfirði.



Auglýsinga og athugasemdarfrestur vegna deiliskipulagsins í Tungudal, Skutulsfirði, er runninn út. Þrjár athugasemdir bárust. Þær eru frá Magdalenu Sigurðardóttur, Sigurði Mar Óskarssyni og Marzellíusi Sveinbjörnssyni.



Umhverfisnefnd þakkar ábendingu Magdalenu Sigurðardóttur, en telur hana ekki hafa áhrif á deiliskipulagið.



 Varðandi athugasemd Sigurðar Mars Óskarssonar. Þá er ekki mögulegt að færa byggingarreiti nær lóðamörkum en gert er ráð fyrir í deiliskipulagstillögunni með tillit til hagsmuna annarra lóðarhafa.



 Varðandi athugasemd Marzellíusar Sveinbjörnssonar. Þá var afstaða til hússins á lóð nr. 62 í Tunguskógi ekki tekin við gerð deiliskipulagstillögunnar. Afstaða verður tekin til þess þegar sótt verður um byggingarleyfi fyrir húsinu. Bent er á að byggingarreitur lóðar nr. 62 er síst nær lóðamörkum en aðrar lóðir í Tunguskógi. Ekki verður tekin afstaða til mænisstefnu á bústöðunum.



 Með vísan í ofnagreint,  leggur umhverfisnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt óbreytt.



Marzellíus Sveinbjörnsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.



 



10.    2008-06-0063 - Deiliskipulag í Dagverðardal, Skutulsfirði.



Auglýsinga og athugasemdarfrestur vegna deiluskipulags í Dagverðardal, Skutulsfirði, er liðinn. Þrjár athugasemdir bárust. Frá Bæring Gunnari Jónssyni fh. núverandi sumarhúsaeigenda í Dagverðardal og Magdalenu Sigurðardóttur.



Varðandi athugasemd sumarhúsaeigenda tertu elur umhverfisnefnd að með kvöð um byggingarstíl og stærð húsa þá sé komið til móts við þær kröfur sem fram koma í athugasemdunum.



Er varðar athugasemd Magdalenu Sigurðardóttur, þá eru reiðstígar staðsettir í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020 og tekur deiliskipulagstillagan mið af því.



Með vísan í ofangreint þá leggur umhverfisnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt óbreytt.



 



11.    2011-02-0023 - Silfurtorg 2, Ísafirði. - Umsókn um byggingarleyfi.



Lagt fram erindi dags. 4. janúar sl. frá NOVA ehf., þar sem sótt eru um leyfi til að setja loftnet á þak hússins að Silfurtorg 2, Ísafirði, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Verkís. Fyrir liggur samþykki eiganda hússins fyrir framkvæmdinni.



Umhverfisnefnd samþykkir erindið.



 



12.    Önnur mál.



  • Skipulagsstofnun boðar til fundar 24. febrúar nk. kl. 13.00 - 16.00 hjá Fjórðungssambandi Vestfjarða í Vestrahúsi. Nefndarmenn eru hvattir til að mæta. Umræðuefnið er framkvæmd nýrra laga um skipulag og mannvirki.
  • Umhverfisnefnd leggur til, að í samræmi við nýjar verklagsreglur um deiliskipulag að eftirtalin skipulög fari í vinnu í skipulagshópum.


Um er að ræða Tunguskógur, Suðureyri og Suðurtanga.



 



Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 10:20.



 



 A    Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, formaður.



        Gísli Halldór Halldórsson,                                   



        Marzellíus Sveinbjörnsson.



        Björn Davíðsson.                                                 



        Lína Björg Tryggvadóttir.                               



        Jóhann Birkir Helgason, sviðsstj. framkv.- og rekstrarsviðs.                         



        Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.        



        Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.



                             



Er hægt að bæta efnið á síðunni?