Skipulags- og mannvirkjanefnd - 346. fundur - 31. janúar 2011



Mættir: Albertína Elíasdóttir, formaður, Gísli Halldór Halldórsson, Marzellíus Sveinbjörnsson, Björn Davíðsson, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi, Jóhann Birkir Helgasons, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritaði fundargerð.



Lína Björg Tryggvadóttir mætti ekki og enginn í hennar stað.



  



Dagskrá:



 



1.        2010-12-0003 - Reglur um gáma í Ísafjarðarbæ.



Lagt fram eyðublað byggingarfulltrúa er varðar umsókn um stöðuleyfi fyrir gáma, báta, hjólhýsi, torgsöluhús og þess háttar lausamuni.



Formanni og varaformanni falið að leggja fram áherslupunkta.



 



2.        2011-01-0017 - Verklagsreglur deiliskipulags.



Lagt fram uppkast af verklagsreglum fyrir deiliskipulag, dags. 10. des. 2010. Reglurnar eru unnar af Teiknistofunni Eik ehf.



Umhverfisnefnd samþykkir að verklag við gerð deiliskipulags verði með þeim hætti sem fram kemur í tillögum frá Teiknistofunni Eik ehf.



 



3.        2010-06-0047 - Heimabær, Hesteyri. - Byggingarleyfi.



Lagt fram minnisblað dags. 18. janúar 2011 frá Andra Árnasyni hrl. er varðar viðbrögði vegna framkvæmda án byggingarleyfis.



Umhverfisnefnd bendir húseiganda á að sækja um byggingarleyfi fyrir framkvæmdunum en nefndin telur sér heimilt að afgreiða slíkt mál.  Umsókn skal berast Ísafjarðarbæ fyrir 21. febrúar nk. að öðrum kosti mun erindið sent í vinnuferil mála byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar við beitingu dagsekta.



 



Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:35.



 



Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, formaður



Gísli Halldór Halldórsson, varaformaður.



Marzellíus Sveinbjörnsson.



Björn Davíðsson.                                                 



Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.



        Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.                              



        Jóhann Birkir Helgason, sviðsstj. framkv.- og rekstrarsviðs.



Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.                        



Er hægt að bæta efnið á síðunni?