Skipulags- og mannvirkjanefnd - 343. fundur - 1. desember 2010
Mættir: Albertína Elíasdóttir, formaður, Gísli Halldór Halldórsson, Marzellíus Sveinbjörnsson, Björn Davíðsson, Lína Björg Tryggvadóttir, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Ralf Trylla umhverfisfulltrúi, Jóhann Birkir Helgasons, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs. og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritaði fundargerð.
Erla Bryndís Kristjánsdóttir var gestur fundarins.
1. Suðurhvoll ehf. - Rekstrarleyfi. (2010-11-0079).
Erindi dagsett 26. nóvember 2010, frá sýslumanninum á Ísafirði, þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á umsókn Antons Viggóssonar f.h. Suðurhvols ehf., um rekstrarleyfi fyrir starfstöðina, Vesturslóð, Aðalstræti 7, Ísafirði.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstarleyfi verði veitt fyrir Suðurhvol ehf., Aðalstræti 7, Ísafirði.
2. Pólgata 2, Ísafirði. - Endurnýjun byggingarleyfis. (2010-11-0060).
Lögð fram fyrirspurn dags. 23. nóvember sl. frá Finnboga Sveinbjörnssyni, formanni Verkalýðsfélags Vestfjarða, fh. Verkalýðsfélags Vestfjarða, þar sem sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi frá apríl 2006, en þó með breyttri útfærslu. Um er að ræða viðbyggingu á anddyri hússins að Pólgötu 2, Ísafirði.
Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið. Erindið verður tekið fyrir að nýju eftir að fullnægjandi byggingarnefndarteikningar liggja fyrir.
3. Aðalgata 26, Suðureyri. - Breytt skráning. (2010-11-0059).
Lagt fram erindi dags. 23. nóvember sl. frá Finnboga Sveinbjörnssyni, formanni Verkalýðsfélags Vestfjarða, fh. Verkalýðsfélags Vestfjarða, þar sem óskað er eftir breyttri skárningu á fasteigninni Aðalgata 26, Suðureyri. Í dag er húsið skráð sem félagsheimili en er notað sem orlofsíbúð og fundarsalur.
Umhverfisnefnd samþykkir erindið.
4. Fjárhagsáætlun 2011. (2010-09-0031).
Á fundi umhverfisnefndir 10. nóvember sl., voru lögð fram drög að fjárhagsáætlun og gjaldskrár. Umhverfisnefnd frestaði erindinu og óskaði eftir tillögum að breytingum á gjaldskrám frá sviðstjóra framkvæmda- og rekstrarsviðs.
Gjaldskrá fyrir Slökkvilið Ísafjarðarbæjar. Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd.
Gjaldskrá fyrir kattahald í Ísafjarðarbæ. Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að fyrsta leyfisveiting hækki úr 5.500 kr. í 7.500 kr.
Gjaldskrá fyrir hundahald í Ísafjarðarbæ. Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd.
Gjaldsrá fyrir búfjáreftirlit í Ísafjarðarbæ. Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd.
Gjaldskrá framkvæmda- og stöðuleyfa í Ísafjarðarbæ. Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd.
Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald vatnsveitu, stofngjald holræsa og byggingarleyfisgjald í Ísafjarðarbæ. Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að gerð verði orðalagsbreyting í gr. 7 lið a. Þar komi " Við lóðarúthlutun, sölu lóðar eða byggingarréttar skv. a-lið 3. gr. eða við útgáfu byggingarleyfis skv. b-lið sömu greinar skal greiða innborgun kr. 1.000.000. "
Gjaldskrá fyrir vatnsgjald, notkunargjald, mælaleigu og heimæðargjald í Ísafjarðarbæ. Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd.
Gjaldskrá fyrir holræsagjald í Ísafjarðarbæ. Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd.
5. Bifreiðastöður í Urðarvegsbrekku, Ísafirði. (2010-09-0080).
Á fundi umhverfisnefndir 13. október sl., var lagt fram erindi dags. 28. sept. sl., frá Róberti Rúnari Sigmundssyni, þar sem óskað er eftir að gerð verði breyting á Urðarvegsbrekkunni, Ísafirði, þannig að bannað verði að leggja bílum. Umhverfisnefnd frestaði erindinu.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að tímabundið verði lagt bann við bifreiðastöðum í Urðarvegsbrekku og samþykkir að farið verði í vinnu við umferðaröryggisáætlun í vetur.
6. Smávirkjanir. (2010-11-0064).
Lagt fram bréf dags. 18. nóvember sl., frá Magnúsi Jóhannessyni hjá Veiðimálastofnun, þar sem óskað er eftir upplýsingum frá sveitarfélaginu um smáar vatnsaflsvirkjanir (<10MW) sem starfandi eru í sveitarfélaginu, staðsetningu, stærð (afl), forsvarsmenn og byggingarár.
Umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að svara erindinu.
7. Lúpína og kerfill í Ísafjarðarbæ. (2010-09-0033).
Lögð fram skýrsla frá Náttúrustofu Vestfjarða, þar sem sýnd er útbreiðsla alaskalúpínu og kerfils á fyrirfram ákveðnum svæðum í kringum bæi innan Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram til kynningar.
8. Umsagnarbeiðni vegna meðhöndlunar úrgangs. (2010-11-0078).
Lagt fram tölvubréf dags. 25. nóvember sl., frá Sigrún Helgu Sigurjónsdóttur, ritara á nefndarsviði Alþingis, þar sem óskað er eftir umsögn á frumvarpi til laga um meðhöndlun úrgangs (skilakerfi fyrir einnota drykkjarvöruumbúðir og EES-reglur), 186. mál.
Umhverfisnefnd vísar erindinu til nefnar um sorpmál.
9. Gámasvæði í Ísafjarðarbæ. (2010-12-0003).
Gámasvæði í Ísafjarðarbæ.
Umhverfisnefnd frestar erindinu og felur tæknideild að koma með drög að reglum um gáma og gámasvæði í Ísafjarðarbæ á næsta fund nefndarinnar.
10. Ísafjarðarhafnir. (2010-11-0055).
Lagt fram bréf dags. 19. nóvember sl., frá Ralf Trylla, umhverfisfulltrúa Ísafjarðarbæjar fh. hafnarstjóra, þar sem óskað er eftir leyfi til að að staðsetja 6 sorpgáma á Hafnarsvæðinu skv. meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisnefnd samþykkir erindið.
Lagt fram bréf dags. 19. nóvember sl., frá Ralf Trylla, umhverfisfulltrúa Ísafjarðarbæjar, þar sem óskað er eftir leyfi til að að gera útsýnispall við Norðurtanga á Ísafirði skv. meðfylgjandi teikningu.
Umhverfisnefnd samþykkir erindið.
12. Bætt umhverfi á Suðureyri. (2010-12-0002).
Lögð fram skýrsla frá Bjarka Gunnari Halldórssyni, arkitekt FAÍ, sem ber nafnið ,,Vettvangsferð til Suðureyrar, ferðamannastaður í sjálfbæru sjávarþorpi?. Skýrslan er samstarfsverkefni Ferðamálastofu og Sjávarþorpsins Suðureyri ehf. Vettvangsferð var farin dagana 13. - 15. september sl.
Umhverfisnefnd vísar erindinu til atvinnumálanefndar og til vinnuhóps deiliskipulags á Suðureyri.
13. Suðurtangi 2, Ísafirði. - Lenging grjótgarðs. (2010-09-0079).
Á fundi umhverfisnefndar 13. október sl., var tekið fyrir erindi frá Erni Torfasyni f.h. Sæfara, Ísafirði, þar sem óskað er eftir leyfi til að lengja núverandi grjótgarð að Suðurtanga 2, Ísafirði, um ca. 5 m samkvæmt meðfylgjandi teikningu. Umhverfisnefnd vísaði erindinu til hafnarstjórnar til umsagnar.
Erindið var tekið fyrir í Hafnarstjórn 9. nóvember sl. Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við að garðurinn verði lengdur, að því gefnu að lengingin nái ekki út fyrir línu dregna samsíða stefnu Ásgeirsbakka miðað við innra horn þekju. Sömuleiðis er mikilvægt að framkvæmdin ná ekki þannig að dráttarbraut, að aðkoma að henni skerðist. Hafnarstjórn óskar eftir því að samráð verði haft við stjórnendur Byggðasafns Vestfjarða, er varðar aðgæslu við dráttarbraut.
Umhverfisnefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki erindið með fyrirvörum hafnarstjórnar, enda skapist Sæfara engin eignarréttur af framkvæmdinni.
14. Smáhýsasvæði í Tungudal, Skutulsfirði. (2010-08-0007).
Á fundi umhverfisnefndar 10. nóvember sl., voru lögð fram drög af tillögu af deiliskipulagi af hluta tjaldstæðis í Tungudal, Skutulsfirði. Drögin voru unnin af Teiknistofunni Eik. Fjórar útgáfur af smáhýsabyggð eru lagðar fram. Umhverfisnefnd óskaði eftir að fulltrúar frá Teiknistofunni Eik kæmu á næsta fund umhverfisnefndar þar sem farið yrði yfir heildar skipulag af Tungudal og nágrenni sem útivistarsvæði Ísafjarðarbæjar.
Erla Bryndís Kristjánsdóttir, arkitekt, hjá Teiknistofunni Eik kom inn á fund undir þessum lið.
Umhverfisnefnd óskar eftir að Teiknistofan Eik komi með drög að vinnuferli við gerð deiliskipulaga í Ísafjarðarbæ.
15. Deiliskipulag í Tungudal, Skutulsfirði. (2009-06-0058).
Erindið var síðast á dagskrá umverfisnefndar 28. október sl. Umhverfisnefnd fól Jóhanni Birki Helgasyni, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs, að óska eftir ráðgjöf frá Skipulagsstofnun með framhald deiliskipulagsins.
Marzellíus Sveinbjörnsson vék af fundi undir þessum lið.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði auglýst.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 10:30.
Albertína Elíasdóttir, formaður.
Marzellíus Sveinbjörnsson.
Gísli Halldór Halldórsson.
Lína Björg Tryggvadóttir.
Björn Davíðsson.
Jóhann Birkir Helgason,sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs.
Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.
Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.
Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.