Skipulags- og mannvirkjanefnd - 342. fundur - 10. nóvember 2010


Mættir: Albertína Elíasdóttir, formaður, Marzellíus Sveinbjörnsson, Gísli Halldór Halldórsson, Björn Davíðsson, Lína Björg Tryggvadóttir, Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritaði fundargerð.



1.             Deiliskipulag Tungudal í Skutulsfirði. (2009-060058).



Lögð fram drög af tillögu að deiliskipulagi á hluta tjaldstæðis í Tungudal í Skutulsfirði. Drögin eru unnin af Teiknistofunni Eik. Fjórar útgáfur af smáhýsabyggð eru lagðar fram.



Umhverfisnefnd óskar eftir að fulltrúar frá Teiknistofunni Eik komi á næsta fund umhverfisnefndar, þar sem farið verði yfir heildar skipulag af Tungudal og nágrenni,  sem útivistarsvæði Ísafjarðarbæjar.



2.             Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2011. (2010-09-0031).



Farið yfir drög að fjárhagsáætlun og lagðar fram gjaldskrár.



Umhverfisnefnd óskar eftir tillögum að breytingum á gjaldskrám frá sviðstjóra framkvæmda- og rekstrarsviðs.



3.             Skipulagsverðlaun 2010.



Skipulagsfræðingafélag Íslands veitti Ísafjarðarbæ Skipulagsverðlaunin 2010, fyrir Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020, á fundi sínum 8. nóvember sl. Viðurkenningin var veitt fyrir víðtæka þátttöku almennings í skipulagsferlinu.



Umhverfisnefnd þakkar viðurkenninguna og gott samstarf við íbúa og stofnanir undir forystu Teiknistofunnar Eikar, Ísafirði.  Umhverfisnefnd þakkar sérstaklega Teiknistofunni Eik fyrir gott starf við gerð aðalskipulagsins.



 



 



Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:08.



 



 



Albertína Elíasdóttir, formaður.



Marzellíus Sveinbjörnsson.                                                    



Björn Davíðsson.



Lína Björg Tryggvadóttir.                                                      



Gísli Halldór Halldórsson



Ralf Trylla,  umhverfisfulltrúi.                                                                  



Anna Guðrún Gylfadóttir,  byggingarfulltrúi.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?