Skipulags- og mannvirkjanefnd - 340. fundur - 20. október 2010
Mættir: Albertína Elíasdóttir, formaður, Marzellíus Sveinbjörnsson, Gísli Halldór Halldórsson, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Björn Davíðsson, Ralf Trylla umhverfisfulltrúi, Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritaði fundargerð.
Gestir fundarins voru: Sigurður Mar Óskarsson frá Vegagerðinni, Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn, Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum og Jón Björnsson frá Umhverfisstofnun.
1. Umferðaröryggismál.
Á 339. fundi umhverfisnefndar 13. október sl. var farið yfir umferðaröryggismál í sveitarfélaginu. Fulltrúi Vegagerðarinnar og fulltrúar Lögreglustjórans á Vestfjörðum voru mættir á fund umhverfisnefndar.
Rætt var um almennar umferðarmerkingar, hvar helstu vandamál eru í umferðaröryggi ofl.
2. Hornstrandir 2010.
Jón Björnsson hjá Umhverfisstofnun mætti undir þessum lið dagskrár og fór yfir stöðu á landssvæðinu Norðan Ísafjarðardjúps.
Jón Björnsson fór yfir áætlaðan ferðamannafjölda, sem heimsækir landsvæðið Norðan Ísafjarðardjúps, ferðamannaleiðir, gróðurfar og almennt um stöðu svæðisins í dag og framtíðarsýn.
Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 9:45 .
Albertína Elíasdóttir, formaður.
Marzellíus Sveinbjörnsson.
Björn Davíðsson.
Jóna Símonía Bjarnadóttir.
Gísli Halldór Halldórsson.
Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs
Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.
Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.