Skipulags- og mannvirkjanefnd - 339. fundur - 13. október 2010
Mættir: Albertína Elíasdóttir, formaður, Marzellíus Sveinbjörnsson, Gísli Halldór Halldórsson, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Sæmundur Kr. Þorvaldsson, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi, Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritaði fundargerð.
1. Gistiheimilið 66, Austurvegi á Ísafirði. - Rekstrarleyfi. (2010-10-00xx).
Erindi dagsett 1. október 2010, frá sýslumanninum á Ísafirði, þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á umsókn Guðmundar Tryggva Ásbergssonar f.h. Gistingar ehf., um rekstrarleyfi gististaðar fyrir starfstöðina, Gistiheimilið 66, Austurvegi 1, Ísafirði.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstarleyfi verði veitt fyrir Gistiheimilið 66, Austurvegi 1, Ísafirði. Þar sem um nýtt leyfi er að ræða gefur byggingarfulltrúi umsögn sérstaklega.
2. Hjallabraut 8, Arnardal, Skutulsfirði. - Fiskhjallur Arnardal. (2010-09-0029).
Lagt fram erindi dagsett 10. sept. 2010, frá Kára Þór Jóhannessyni, þar sem óskað er eftir leyfi til að byggja fiskhjall að Hjallabraut 8 í Arnardal, Skutulsfirði, skv. meðfylgjandi teikningum.
Umhverfisnefnd samþykkir erindið.
3. Fagraholt 3, Ísafjörður. - Fyrirspurn. (2010-10-0012).
Lögð fram fyrirspurn dags. 4. október sl. frá Friðgerði Ómarsdóttur og Gísla Jón Kristjánssyni, um hugsanlegrar stækkunar á íbúðarhúsinu að Fagraholti 3, Ísafirði, samkvæmt meðfylgjandi rissi. Stækkunin er 31,5 m².
Umhverfisnefnd tekur jákvætt í fyrirspurnina enda er stækkunin innan byggingarreits. Bent er á að leggja þarf fram byggingarnefndarteikningar vegna framkvæmdarinnar í framhaldi verður erindið sent í grenndarkynningu.
4. Aðalstræti 7, Ísafirði. (2010-10-00xx).
Lagt fram erindi dagsett 8. okt. 2010, frá Gísla Gunnlaugssyni fh. eigenda húseignarinnar Aðalstræti 7, þar sem óskað er eftir leyfi umhverfisnefndar á að setja sorpgám á lóðinni neðan við húsið Aðalstræti 8, samkv. meðfylgjandi teikningu.
Umhverfisnefnd samþykkir að veita leyfi fyrir tillögu eitt til aprílloka. Hinsvegar þarf varanleg lausn að vera með öðrum hætti.
5. Úrbætur á skolplögnum á Þingeyri. (2010-10-0014).
Lagt fram bréf dags. 30. sept. sl. frá Valdimar Elíassyni fh. íbúasamtakana Átaks, þar sem óskað er eftir úrbótum í fráveitumálum á Þingeyri.
Umhverfisnefnd óskar eftir upplýsingum og hugsanlegan kostnað frá tæknideild um lausnir á fráveitumálum á Þingeyri.
6. Suðurtangi 2, Ísafirði - lenging grjótgarðs. (2010-09-0079).
Lagt fram erindi dags. 28. sept. sl. frá Erni Torfasyni fh. Sæfara, þar sem óskað er eftir leyfi til að lengja núverandi grjótgarð að Suðurtanga 2, um ca. 5 m samkvæmt meðfylgjandi teikningu.
Umhverfisnefnd vísar erindinu til hafnarstjórnar til umsagnar.
7. Bifreiðastöður í Urðarvegsbrekku. (2010-09-0080).
Lagt fram erindi dags. 28. sept. sl. frá Róberti Rúnari Sigmundssyni, þar sem óskað er eftir að gerð verði breyting á Urðarvegsbrekkunni þannig að bannað verði að leggja bílum.
Umhverfisnefnd frestar erindinu til næsta fundar, þar sem tekið verður sérstaklega á umferðaröryggismálum.
8. Smávirkjanir. (2010-10-00xx).
Lagt fram bréf dags. 30. sept 2010, frá Árna Ísakssyni forstöðumanni Lax- og silungsveiðisviðs Fiskistofu, þar sem veitt er umsögn varðandi smávirkjanir við Skáladalsá á Ingjalssandi og Breiðadalsá í Önundarfirði.
Lagt fram til kynningar.
9. Sæból 2, Ingjaldssandi - byggingarleyfi (2010-09-0062).
Erindið var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 22. september sl. Óskað var umsagnar Fiskistofu á erindinu.
Umhverfisnefnd veitir framkvæmdaleyfi fyrir smávirkjun í Skáladalsá.
10. Breiðadalsvirkjun. (2008-02-0077).
Erindið var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 22. september sl. Óskað var umsagnar Fiskistofu á erindinu.
Umhverfisnefnd samþykkir framkvæmdaleyfi vegna færslu á inntaksþró upp í Nautaskál í 450 m.y.s. en óskar eftir leyfi landeigenda fyrir nýtingu vatns úr Heiðarvatnslæk.
11. Skipulagsreglugerð 2011. (2010-09-00036).
Lagt fram bréf dags. 10. sept. sl., frá Stefáni Thors hjá Skipulagsstofnun, þar sem óskað er eftir samráði við hagsmunaaðila við gerð nýrrar skipulagsreglugerðar sem stefnt er að útgáfu fyrir 1. júlí 2011. Ný skipulagslög voru samþykkt á Alþingi 9. september sl.
Erindinu var frestað á síðasta fundi umhverfisnefndar.
Umhverfisnefnd bendir á að æskilegt sé að sveitarfélag hafi skipulagsvald yfir sínu nánasta umhverfi svo sem firði og flóa t.d. 1 mílu út fyrir grunnlínupunkt.
Bent er á að ákvæði um fjarlægð byggingar frá stofn- og tengivegum, þá ætti að taka tillit til umferðarþunga.
Svarfrestur umsagnaraðila sé skýrt skilgreindur t.d. 4 vikur. Skortur á viðbrögðum frá umsagnaraðilum telst samþykki.
12. Tilkynningarskyldar jarðboranir. (2010-10-0001).
Lagt fram erindi dags. 29. sept. sl. frá Lárusi Ólafssyni hjá Orkustofnun, þar sem óskað er eftir góðu samstarfi við sveitarfélög við að leiðbeina landeigendum um tilkynningarskyldu þeirra til Orkustofnunar skv. meðfylgjandi bréfi.
Lagt fram til kynningar.
13. Sjósetning neðan Aðalstrætis 50, Þingeyri. (2010-09-0016).
Lagður fram tölvupóstur dags. 7. okt. sl. frá Þorvaldi Jóni Ottósyni, þar sem farið er yfir verklag vegna staðsetningu báts neðan Aðalstrætis 50, Þingeyri.
Umhverfisnefnd hafnar erindinu enda svæðið ekki ætlað til skipaviðgerða.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi í Seljalandshverfi dags. sept. 2010. Tillagan er unnin af Teiknistofunni Eik. Erindið var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 22. sept sl.
Umhverfisnefnd felur tæknideild að gera breytingar á drögum að deiliskipulaginu í samræmi við umræður á fundinum.
15. Önnur mál.
Hreinsun í miðbæ Ísafjarðar um helgar.
Tæknideild falið leita lausna.
Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 10:15.
Albertína Elíasdóttir, formaður.
Marzellíus Sveinbjörnsson.
Sæmundur Þorvaldsson.
Jóna Símonía Bjarnadóttir.
Gísli Halldór Halldórsson
Jóhann Birkir Helgason,
sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs.
Ralf Trylla,
umhverfisfulltrúi.
Anna Guðrún Gylfadóttir,
byggingarfulltrúi.
Þorbjörn J. Sveinsson,
slökkviliðsstjóri.