Skipulags- og mannvirkjanefnd - 338. fundur - 22. september 2010
Mættir: Albertína Elíasdóttir, formaður, Marzellíus Sveinbjörnsson, Gísli Halldór Halldórsson, Lína Björg Tryggvadóttir, Sæmundur Þorvaldsson, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi, Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritaði fundargerð. Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, var gestur fundarins.
1. Skógarbraut 4, Ísafirði. (2009-09-0043).
Lagt fram erindi dagsett 17. sept. 2010, frá Guðmundi Geir Einarssyni, þar sem óskað er eftir leyfi til breytinga á húseigninni Kolfinnustöðum, samkvæmt teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða. Erindið var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 1. október 2009.
Umhverfisnefnd frestar erindinu þar til deiliskipulag á svæðinu hefur verið samþykkt.
2. Sæból 2, Ingjaldssandi, Önundarfirði. - Byggingarleyfi. (2010-09-0062).
Lagt fram erindi dagsett 17. september sl., frá Bjarna M. Jónssyni, þar sem sótt er um bygginga- og framkvæmdaleyfi til að byggja 9 m² stöðvarhús, lagningu á fallpípu og gerð stíflu á landi Sæbóls á Ingjaldssandi, Önundarfirði, samkvæmt meðfylgjandi teikningu.
Umhverfisnefnd veitir byggingarleyfi fyrir stöðvarhúsinu og framkvæmdaleyfi fyrir fallpípu. Óskað er eftir teikningum af stíflunni. Óskað er umsagnar Fiskistofu á erindinu með vísan í 33. gr. laga um lax- og silungsveiði.
3. Fjarðargata 72, Þingeyri. - Byggingarleyfi. (2010-09-0057).
Lögð fram byggingarleyfisumsókn dags. 17. september sl. frá Matthíasi Ottóssyni, þar sem sótt er um leyfi til að stækka fasteignina að Fjarðargötu 72, Þingeyri, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Umhverfisnefnd samþykkir erindið með því skilyrði að skráningu hússis verði breytt í íbúðarhúsnæði.
4. Heimabær II, Hesteyri. (2009-07-0034).
Erindið var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 10. febrúar sl.
Umhverfisnefnd óskar eftir að bréfritarar eða fulltrúi þeirra mæti á næsta fund umhverfisnefndar og skýri mál sitt.
5. Rafstöð í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp. (2010-09-0043).
Lagt fram erindi dags. 16. sept. sl. frá Sölva R. Sólbergssyni fh. Orkubús Vestfjarða ohf., þar sem óskað er eftir að Ísafjarðarbær staðfesti lóðamörk undir rafstöð í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp, samkv. meðfylgjandi teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða.
Umhverfisnefnd frestar afgreiðslu erindisins og vísar því til deiliskipulagsvinnu af svæðinu.
6. Borholuskýli í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp. - Umsókn um lóð. (2010-09-0041).
Lagt fram erindi dags. 16. sept. sl. frá Sölva R. Sólbergssyni fh. Orkubús Vestfjarða ohf., þar sem óskað er eftir að Ísafjarðarbær úthluti OV lóð fyrir borholuskýli í landi Ísafjarðarbæjar í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp, samkv. meðfylgjandi teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða.
Umhverfisnefnd frestar afgreiðslu erindisins og vísar því til deiliskipulagsvinnu af svæðinu.
7. Breiðadalsvirkjun í Önundarfirði. (2008-02-0077).
Lagt fram erindi dags. 17. sept. sl. frá Aðalsteini Bjarnasyni fh. Orkuvinnslunnar ehf., þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir þrýstipípu, inntaksþró og aðveitulögn frá Langá í Breiðadal samkv. meðfylgjandi teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða.
Umhverfisnefnd óskar eftir nánari upplýsingum um erindið og umsagnar Fiskistofu með vísan í 33. gr. laga um lax- og silungsveiði.
8. Tillaga á aðalfundi Búnaðarsambands Vestfjarða 2010. (2010-09-0023).
Lagt fram bréf dags. 3. sept 2010, frá Árna Brynjólfssyni, formanni Búnaðarsambands Vestfjarða, fh. stjórna þar sem lögð er fram tillaga frá Búfjárræktarnefnd sem samþykkt var samhljóða. "Aðalfundur B.S.V. haldinn í Heydal 14. júní 2010 hvetur sveitarfélög á Vestfjörðum til sameiginlegs átaks í refa- og minkaveiðum og að þau samræmi reglur sínar um veiðarnar."
Lagt fram til kynningar.
9. Skipulagsreglugerð 2011. (2010-09-00036).
Lagt fram bréf dags. 10. sept. sl., frá Stefáni Thors hjá Skipulagsstofnun, þar sem óskað er eftir samráði við hagsmunaaðila við gerð nýrrar skipulagsreglugerðar, sem stefnt er að útgágu á fyrir 1. júlí 2011. Ný skipulagslög voru samþykkt á Alþingi 9. september sl.
Erindinu frestað til næsta fundar umhverfisnefndar.
10. Frágangur á efnistökunámu. (2010-09-0038,).
Lagt fram erindi dags. 13.sept. sl. frá Geir Sigurðssyni f.h. Vegagerðarinnar, þar sem kynntur er frágangur á gömlu malarefnisnámunni í skarðinu á Breiðadalsheið.
Lagt fram til kynningar.
11. Deiliskipulag í Seljalandshverfi, Ísafirði. (2010-09-00xx).
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi í Seljalandshverfi á Ísafirði, dags. sept. 2010. Tillagan er unnin af Teiknistofunni Eik.
Lagt fram til kynningar.
12. Gangna- og réttarstjórar haustið 2010. (2010-09-0034).
Eftirfarandi aðilar hafa verið tilnefndir gangna- og réttarstjórar í Ísafjarðarbæ haustið 2010.
Í Skutulsfirði:
Hraunsrétt: Hjálmar Sigurðsson.
Kirkjubólsrétt: Steingrímur Jónsson og Kristján Jónsson.
Arnardalsrétt: Halldór Matthíasson.
Í Súgandafirði.
Keflavík að Seli: Svavar Birkisson.
Frá Seli að Sunddal: Karl Guðmundsson.
Sunddalur fyrir Sauðanes að Flateyri: Þorvaldur H. Þórðarson.
Í Önundarfirði:
Svæði 1. Frá Flateyri að Breiðadalsá: Ásvaldur Magnússon.
Svæði 2. Frá Breiðadalsá að Vífilsmýrum: Magnús H. Guðmundsson.
Svæði 3. Vífilsmýrar að Þórustöðum: Ásvaldur Magnússon.
Svæði 4. Þórustaðir að Ingjaldsandi: Jón Jens Kristjánsson
og Guðmundur St. Björgmundsson.
Í Dýrafirði, Mýrahreppi hinum forna:
Svæði 1. Ingjaldssandur: Elísabet Pétursdóttir.
Svæði 2. Frá Fjallaskaga um Ytri- Hlíðar, Nesdal og Barða: Elísabet Pétursdóttir.
Svæði 3. Frá Fjallaskaga að Alviðru: Hermann Drengsson.
Svæði 4. Alviðrufjall og Núpsdalur: Guðmundur Ásvaldsson og Jón Skúlason.
Svæði 5. Frá Hvassahrygg að Glórugili: Jón Skúlason og Karl A. Bjarnason.
Svæði 6. Frá Glórugili að Höfða: Hermann Drengsson
og Steinþór A. Ólafsson.
Svæði 7. Höfði að Botnsá: Sighvatur Jón Þórarinsson
og Guðmundur Steinþórsson.
Í Dýrafirði, Þingeyrarhreppi hinum forna:
Svæði 1. Frá Botnsá að Þingeyri: Ómar Dýri Sigurðsson.
Svæði 2. Brekkudalur að Kirkjubólsdal: Guðrún Steinþórsdóttir.
Svæði 3. Kirkjubólsdalur að Hólum: Sigrún Guðmundsdóttir.
Svæði 4. Hólar að Lokinhömrum: Friðbert Jón Kristjánsson
og Kristján Gunnarsson.
Í Arnarfirði, Auðkúluhreppi hinum forna:
Svæði 1. Lokinhamradalur: Friðbert Jón Kristjánsson.
Svæði 2. Stapadalur og Álftamýri: Guðmundur G. Guðmundsson.
Svæði 3. Bauluhús að Hjallkárseyri: Hreinn Þórðarson.
Svæði 4. Hjallkárseyri að varnarg. á Mjólkárhl: Steinar R. Jónasson.
Svæði 5. Frá Mjólkárhlíð að Laugabóli: Þorbjörn Pétursson.
Svæði 6. Laugaból og Hokinsdalur: Árni Erlingsson.
Húsráðendur, þar sem aðkomufé er rekið til réttar eða húsa, skulu tilkynna eigendum þess um það svo fljótt sem auðið er.
· Hnífsdalsvegur 10, Ísafirði. (2009-06-0038).
Lagt fram bréf dags. 13. september frá Nikulási Úlfari Mássyni, forstöðumanni Húsafriðunarnefndar, þar sem ekki er gerð athugasemd við að fasteignin Hnífsdalsvegur 10, Ísafirði, sé rifin og nýtt hús reist í staðinn.
Lagt fram til kynningar.
·