Skipulags- og mannvirkjanefnd - 336. fundur - 11. ágúst 2010
Mættir: Albertína Elíasdóttir, formaður, Marzellíus Sveinbjörnsson, Gísli Halldór Halldórsson, Lína Björg Tryggvadóttir, Sæmundur Þorvaldsson, Ralf Trylla umhverfisfulltrúi og Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs, sem jafnframt ritaði fundargerð.
1. Smáhýsi í Tungudal. (2010-08-0007).
Lagt fram erindi dagsett 16. júlí 2010, frá Guðmundi Tryggva Ásbergssyni, þar sem sótt er um leyfi til að reisa 20 smáhýsi á svæði sem er innan og vestan við tjaldsvæðið í Tungudal í samræmi við teikningu unna af Tækniþjónustu Vestfjarða.
Á fundinn mætti Guðmundur Tryggvi Ásbergsson og kynnti hugmynd sína.
Umhverfisnefnd bendir á að hugmyndin fellur ekki að Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Nefndin telur hugmyndina spennandi og felur tæknideild að skoða kostnað við uppbyggingu vegar inn að svæðinu og útfærslur á skipulagi.
2. Umsókn um lóðir fyrir endurbyggingu fyrsta byggðakjarna Suðureyrar. (2010-07-0062).
Lagt fram erindi dagsett 20. júlí 2010, frá Elíasi Guðmundssyni þar sem hann sækir f.h. óstofnaðs áhugamannafélags um lóðir við Rómarstíg á Suðureyri til að endurbyggja fyrsta byggðakjarnan á Suðureyri eins og hann var við upphaf byggðar á Suðureyri.
Umhverfisnefnd bendir bréfritara á að verið er að vinna deiliskipulag af Suðureyri. Erindinu vísað til deiliskipulagsvinnunar.
3. Mat á náttúrulegum staðháttum til þess að draga úr tjóni af völdum minka með minkasíum. (2010-08-0006).
Lagt fram erindi dags. 30. júlí sl. frá Reyni Bergsveinssyni f.h. Vaskur á Bakka ehf. er varðar minkaveiðar og hvernig best er að draga úr tjóni af völdum minka.
Umhverfisnefnd telur hugmyndirnar áhugaverðar og felur tæknideild að kanna reynslu af slíkum síum á vesturlandi og rannsóknir á hugsanlegum áhrifum á vistkerfið.
4. Vinnumarkaðsráð Vestfjarða. ? Starfsþjálfun ? vinnustaðanám. (2010-07-0013).
Lagt fram erindi dags. 30. júní og 20. júlí sl. frá Kristni H. Gunnarssyni, verkefnisstjóra f.h. Vinnumarkaðsráðs Vestfjarða er varðar könnun meðal fyrirtækja og stofnana á Vestfjörðum um þessar mundir, um áhuga þeirra á samstarfi við Vinnumálastofnun um ný úrræði fyrir atvinnulaust fólk, svo sem starfsþjálfun og eða vinnustaðanám.
Erindið lagt fram til kynningar.
5. Deiliskipulag í Seljalandi og Suðurtanga.
Erla Bryndís Kristjánsdóttir frá Teiknistofunni Eik kom til fundar undir þessum lið.
6. Önnur mál.
· Lúpína og Kerfill
Umhverfisfulltrúi lagði fram kostnaðaráætlun frá Náttúrustofu Vestfjarða við kortlagningu Lúpínu og Kerfils á svæðum innan Ísafjarðarbæjar. Áætlaður kostnaður er kr. 212.000,-
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að fjármagni verði veitt í verkefnið.
· Aðgengi að leikvelli við Skipagötu.
Ábending frá Marzellíusi Sveinbjörnssyni um að kannað verði aðgengi að leikvellinum við Skipagötu m.t.t. bílaumferðar.
Umhverfisnefnd felur tæknideild að kanna málið.
· Leikvöllur í Holtahverfi.
Ábending frá Línu Björk Tryggvadóttur um rennibraut á leikvellinum í Holtahverfi.
Umhverfisnefnd felur tæknideild að kanna málið.
Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 10:05.
Albertína Elíasdóttir, formaður
Marzellíus Sveinbjörnsson
Lína Björg Tryggvadóttir
Sæmundur Þorvaldsson
Gísli Halldór Halldórsson
Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs
Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi