Skipulags- og mannvirkjanefnd - 333. fundur - 7. júní 2010
Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Gísli Úlfarsson, Benedikt Bjarnason, Sæmundur Kr. Þorvaldsson, Albertína Elíasdóttir, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritaði fundargerð.
1. Brekka í Fljótavík. - Byggingarleyfi. (2010-06-00xx).
Erindi dagsett 28. maí 2010, frá Jósef H. Vernharðssyni, þar sem óskað er eftir leyfi til að stækka sumarhúsið Brekku í landi Geirmundarstaða í Fljótavík, samkvæmt teikningum unnum af Tækniþjónustu Vestfjarða. Með umsókninni er samþykki allra landeigenda á framkvæmdinni.
Erindið sent Hornstrandanefnd til umsagnar í samræmi við samkomulag varðandi byggingarleyfi í friðlandinu á Hornströndum síðan í apríl 2001. Erindið er í samræmi við deiliskipulag Geirmundarstaða.
2. Skógarbraut 4, Ísafirði. - Fyrirspurn. (2010-06-00xx).
Erindi dagsett 4. júní 2010, frá Einari Halldórssyni fh. Guðmundar Geirs Einarssonar, þar sem óskað er eftir áliti umhverfisnefndar á fyrirhugaðri byggingu bílskúrs að Skógarbraut 4, Kolfinnustöðum, Ísafirði, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða.
Umhverfisnefnd hefur hafið vinnu við deiliskipulag af svæðinu og sendir erindið inn í deiliskipulagsvinnuna.
3. Vaðlar í Önundarfirði. - Byggingarleyfi. (2010-06-00xx).
Erindi dagsett 3. júní 2010, frá Árna Brynjólfssyni, þar sem óskað er eftir leyfi til að byggja sólskála við íbúðarhúsið að Vöðlum í Önundarfirði, samkvæmt meðfylgjandi teikningu.
Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið. Leggja þarf inn byggingarnefndarteikningar og skráningartöflu af sólskálanum áður en byggingarleyfi verður veitt.
4. Mánagata 4, Ísafirði. - Herkastalinn, fyrirspurn. (2010-02-0076).
Á fundi umhverfisnefndar 7. apríl sl., var lögð fram fyrirspurn móttekin 19. febrúar 2010, frá Halli Kristvinssyni byggingafræðingi hjá Arkinn ehf. fh. eigenda hússins að Mánagötu 4, Ísafirði, þar sem spurt var hvort leyft yrði að byggja einnar hæðar byggingu á baklóð hússins. Erindið var sent í grenndarkynningu. Athugasemdarfrestur er runninn út. Tvær athugasemdir bárust, annars vegar frá Birni Davíðssyni, Ísafirði, og hins vegar frá Páli Hólm fh. húsfélagsins að Mjallargötu 1, Ísafirði.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd en bendir á að leggja þarf fram byggingarnefndarteikningar áður en byggingarleyfi verður veitt. Að öðru leiti er byggingarfulltrúa falið að svara bréfriturum.
5. Eyrarhlíð í Skutulsfirði. ? Niðurrif á hjalli. (2010-06-00xx)
Erindi dagsett 27.maí 2010, frá Pálínu Þórarinsdóttur, Ísafirði, þar sem óskað er eftir leyfi til að rífa fiskihjall sem stendur á Eyrarhlíð í Skutulsfirði.
Umhverfisnefnd frestar afgreiðslu á erindinu og felur byggingarfulltrúa að ræða við stjórn Byggðasafns Vestfjarða um nýtingu á mannvirkinu.
6. Dalsorka ehf., Súgandafirði. - Framkvæmdaleyfi. (2010-05-00xx).
Á fundi umhverfisnefndar 26. maí sl., var lagt fram bréf dags. 11. maí sl. frá Birki Friðbertssyni í Botni, Súgandafirði, fh. Dalsorku ehf., þar sem sótt var um framkvæmdarleyfi fyrir jarðvegsstíflu með yfirfalli úr læk í Rjúpnahvilft í Súgandafirði og lagningu á u.þ.b. 600 m plaströri, 110 mm í þvermál, frá stíflusvæði og niður á móts við sjónvarpshús neðan við Hvíldarklett við Búrfell fyrir botni Súgandafjarðar. Umhverfisnefnd óskaði eftir nánari gögnum um málið.
Umhverfisnefnd frestar erindinu og óskar eftir nánari gögnum til að mynda eignarhaldi á landi og upplýsingum um vatnafar á svæðinu .
7. Framkvæmdasjóður Skrúðs í Dýrafirði. - Fundur stjórnar (2010-06-00xx).
Á fundi bæjarráðs 25. maí sl. voru lagðir fram minnispunktar Þóris Arnar Guðmundssonar frá fundi stjórnar Framkvæmdasjóðs Skrúðs í Dýrafirði, er haldinn var þann 15. maí sl. Jafnframt var lagt fram óundirritað samkomulag Framkvæmdasjóðs Skrúðs og Ísafjarðarbæjar er varðar umsjón Skrúðs sumarið 2010, sem og samnings við Huldu B. Albertsdóttur í Bolungarvík, um vinnu í Skrúði á komandi sumri. Einnig var fram lagður ársreikningur Framkvæmdasjóðs Skrúðs fyrir árið 2009.
Erindið var lagt fram til kynningar í bæjarráði og sent umhverfisnefnd til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
8. Deiliskipulag í Hnífsdal. (2008-06-0062).
Auglýsinga- og athugasemdarfrestur vegna deiliskipulagsins í Hnífsdal er liðinn. Engin athugasemd barst. Deiliskipulagið var unnið af Erlu B. Kristjánsdóttur hjá Teiknistofunni Eik ehf., Ísafirði. Erindið var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 7. apríl sl.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt.
9. Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla. - Deiliskipulag. (2008-11-0026).
Auglýsinga og athugasemdarfrestur vegna deiluskipulagsins um ,,Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla? er liðinn. Ein athugasemd barst frá Magdalenu Sigurðardóttur. Deiliskipulagið var unnið af Erlu B. Kristjánsdóttur hjá Teiknistofunni Eik ehf., Ísafirði. Erindið var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 7. apríl sl.
Umhverfisnefnd bendir á að skv. Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 er gert ráð fyrir reiðvegi eftir hlíðinni og tekur deiliskipulagið mið af því. Göngustígur er 1,5 m á breidd með 35 cm vegöxl og því telur nefndin hann hæfilega breiðan. Halli varnargarðsins er u.þ.b. 1:1,5 og þ.a.l. stafar börnum ekki hætta á að ganga um stíginn. Umhverfisnefnd fellst því ekki á athugasemdir bréfritara og leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt óbreytt.
10. Stækkun Mjólkárvirkjunar. ? Deiliskipulag. (2009-03-0002).
Auglýsinga- og athugasemdarfrestur vegna deiluskipulagsins af stækkun Mjólkárvirkjunar er liðinn. Engin athugasemd barst. Deiliskipulagið var unnið af Erlu B. Kristjánsdóttur hjá Teiknistofunni Eik ehf., Ísafirði. Erindið var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 7. apríl sl.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt.
11. Þjóðvegir í þéttbýli. (2010-05-00xx).
Lagt fram tölvubréf dags. 27. maí sl. frá Auðunni Hálfdánarsyni hjá Vegagerðinni, þar sem bent er á að komið er á netið á heimasíðu Vegagerðarinnar ritið ?Þjóðvegir í þéttbýli - Leiðbeiningar 2010?.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:05.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður
Gísli Úlfarsson
Albertína Elíasdóttir
Sæmundur Þorvaldsson
Benedikt Bjarnason
Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi
Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs
Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri