Skipulags- og mannvirkjanefnd - 323. fundur - 16. desember 2009
Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Gísli Úlfarsson, Björn Davíðsson, Albertína Elíasdóttir og Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs, Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritaði fundargerð.
1. Aðalgata 59, Suðureyri. - Klofningur - byggingarleyfi. (2009-12-00xx)
Lagt fram bréf dags. 7. des. sl. frá Guðna Einarssyni fh. Klofnings á Suðureyri, þar sem óskað er álits umhverfisnefndar á viðbyggingu við húsnæði fyrirtækisins að Aðalgötu 59, Suðureyri, samkv. meðfylgjandi rissteikningu.
Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið.
2. Suðurtangi 4 - 6, Ísafirði. ? Umsókn um lóð. (2009-12-0023)
Lagt fram bréf dags. 25. nóvember sl. frá Marzellíusi Sveinbjörnssyni þar sem hann sækir um lóð sem liggur á milli Suðurtanga 4 og Suðurtanga 6 á Ísafirði. Sótt er um lóðina í þeim tilgangi að byggja nokkur heilsárshús til orlofsdvalar samkvæmt teikningu frá Tækniþjónustu Vestfjarða ehf.
Samkvæmt Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008 ? 2020 er umrætt svæði ætlað fyrir safnasvæðið. Umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að ræða við bréfritara varðandi aðra staðsetningu fyrir orlofsbyggðina.
3. Sandaland í Dýrafirði. ? Ósk um kaup á landsspildu. (2009-12-0015).
Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þann 8. desember sl., var lagt fram bréf frá Guðrúnu Steinþórsdóttur, Dýrafirði, dagsett 27. nóvember sl., þar sem hún spyrst fyrir um hvort mögulegt væri að fá keypta landspildu úr Sandalandi í Dýrafirði, til að hefja þar skógrækt. Ástæðan fyrir beiðninni er, að hún hyggst hefja skógrækt í samstarfi við Skjólskóga á eignarjörð sinni Brekku í Dýrafirði og liggur sú jörð að landi Sanda.
Á fundi bæjarráðs 14. Desember sl. var lagt fram bréf frá Svanberg R. Gunnlaugssyni, Þingeyri, dagsett 10. desember sl., þar sem hann gerir grein fyrir því, að uppi er ágreiningur um landamerki á milli jarðanna Bakka, Brekku og Sanda í Dýrafirði. Bréfið er tilkomið í framhaldi af beiðni Guðrúnar Steinþórsdóttur, Brekku, Dýrafirði, um kaup eða leigu á landspildu í landi Sanda í Dýrafirði, en Ísafjarðarbær er skráður eigandi þeirrar jarðar. Í bréfinu er óskað eftir að gengið verði í að leysa þann ágreining er um landamerki þessara jarða ríkir.
Bæjarráð óskaði umsagnar umhverfisnefndar á báðum erindum.
Umhverfisnefnd leggur til að umrædd jörð verði ekki seld. Jafnframt er óskað eftir að landeigandi að Bakka skýri nánar frá ágreiningi um landamerki svo hægt sé að taka afstöðu til málsins.
4. Þjónustuaðstaða í Reykjanesi. (2009-12-0026).
Lagt fram bréf dags. 20. október sl. frá Jóni Heiðari Guðjónssyni fh. Rnes ehf. þar sem hann sækir um leyfi, til Ísafjarðarbæjar sem landeiganda, til að setja upp söluskála, snyrtiaðstöðu og breytta legu á bensínafgreiðslu samkvæmt meðfylgjandi gögnum og teikningum Olgu Guðrúnar Sigfúsdóttur, arkitekts.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við framkomna tillögu, en óskar eftir að núverandi bensínafgreiðsla komi fram á afstöðumyndinni áður en leyfi verður veitt. Byggingarfulltrúa er falið að gera tillögu að lóðablaði.
5. Uppbygging á Torfnesrifi í Pollinum á Ísafirði. (2009-12-0002)
Á fund bæjarráðs Ísafjarðarbæjar 1. des. sl. mættu Úlfar Ágústsson og Hermann Þorsteinsson, í framhaldi af bréfi sem sent var bæjarráði dagsettu 10. nóvember sl. og tekið var fyrir á 635. fundi bæjarráðs. Í bréfinu er fjallað um undirbúning að stofnun fyrirtækis til uppbyggingar byggingarlands á Torfnesrifi í Pollinum á Ísafirði.
Bæjarráð taldi hugmyndir forsvarsmanna verkefnisins djarfar og spennandi framtíðarsýn fyrir sveitarfélagið, en þó er mörgum spurningum ósvarað.
Bæjarráð vísar hugmyndunum til frekari umsagnar í umhverfisnefnd og hafnarstjórn áður en lengra er haldið.
Umhverfisnefnd bendir á að umræddar hugmyndir eru ekki skv. Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, en tekur undir með bæjarráði.
6. Samþykkt um fráveitu í Ísafjarðarbæ. (2009-12-00xx)
Lögð fram endurskoðuð samþykkt um fráveitu Ísafjarðarbæjar.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkt um fráveitu í Ísafjarðarbæ verði staðfest.
7. Samþykkt um verndun trjáa í Ísafjarðarbæ. (2009-12-00xx)
Lögð fram samþykkt um verndun trjáa í Ísafjarðarbæ.
Umhverfisnefnd óskar eftir því að gerðar verði breytingar á samþykktinni samkvæmt umræðum á fundinum og frestar erindinu til næsta fundar.
8. Önnur mál.
-Ólögmætar framkvæmdir.
-Ránargata 10, Flateyri.
Borist hefur kauptilboð í eignina Ránargötu 10, Flateyri, frá Önundi H. Pálssyni, Brimnesvegi 28, Flateyri, að upphæð kr. 5.000.-, en eignin hefur verið auglýst til sölu frá því fyrr í haust.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að húsið verði selt.
Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:40.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður.
Gísli Úlfarsson.
Jóna Símonía Bjarnadóttir.
Björn Davíðsson.
Albertína Elíasdóttir.
Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs.
Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.