Skipulags- og mannvirkjanefnd - 315. fundur - 6. ágúst 2009
Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, Albertína Elíasdóttir, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Björn Davíðsson, Kristján Finnbogason, varaslökkviliðsstjóri, Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi, Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritaði fundargerð.
1. Bæir, Snæfjallaströnd. ? Fjarskiptahús. (2009-08-0001)
Erindi dagsett 20. júlí 2009, frá Þórhalli Ólafssyni, framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar, þar sem óskað er eftir leyfi til að setja niður timburhús, sem er 2,2 x 2,2 m að stærð og 2 m að hæð. Upp úr húsinu er 12 m staur fyrir loftnet.
Umhverfisnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leiti enda liggi fyrir samþykki lóðareiganda og nánari afstöðumynd af svæðinu.
2. Fyrirhugað sjókvíaeldi í Dýrafirði. (2009-04-0020)
Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þann 13. júlí sl., var lagt fram bréf frá umhverfisráðuneyti dagsett 9. júlí 2009, þar sem gerð er grein fyrir að borist hafi stjórnsýslukæra frá Landssambandi veiðifélaga vegna fyrirhugaðs sjókvíaeldis í Dýrafirði. Óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar í tilefni af framangreindri kæru og að umsögn berist eigi síðar en 20. júlí n.k.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar. Bæjarráð fól bæjarritara að óska eftir lengri fresti til svara og var óskað eftir fresti til mánudagsins 10. ágúst n.k. Erindið var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 22. júní sl.
Umhverfisnefnd telur ekki ástæðu til að breyta fyrri afstöðu sinni frá 22. apríl sl., er hljóðaði svo: ,, Í samræmi við 3. viðauka laga nr 106/2000 telur umhverfisnefnd að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.?
3. Rannsóknaleyfi á kalkþörungaseti í Ísafjarðardjúpi. (2009-07-0016)
Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þann 13. júlí sl., var lagt fram bréf frá Orkustofnun dagsett 6. júlí sl., er varðar beiðni um umsögn um umsókn franska fyrirtækisins Groupe ROULLIER, um rannsóknarleyfi á kalkþörungaseti á hafsbotni í innanverðu Ísafjarðardjúpi. Bréfinu fylgir afrit af umsókn Groupe ROULLIER, sem undirrituð er af Jóni Höskuldssyni hrl., sem og önnur gögn er varða málið. Svarfrestur vegna umsagnar er þann 21. júlí n.k.
Bæjarráð óskar umsagnar umhverfisnefndar og sendir erindið til Fjórðungssambands Vestfirðinga til kynningar. Bæjarráð fól bæjarritara að óska eftir lengri fresti til svara og var óskað eftir fresti til mánudagsins 10. ágúst n.k., sem ekki var veittur og svaraði Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, því erindinu.
Umhverfisnefnd tekur undir svar bæjarstjóra frá 20. júlí sl.
4. Rafveita á Þingeyri. (2009-06-0034)
Lögð fram umsögn Náttúrustofu Vestfjarða, dags. 30. júlí 2009 frá Böðvari Þórissyni. Erindi síðast á dagskrá umhverfisnefndar 22. júní sl., þar sem lagður var fram tölvupóstur dagsettur 16. júní 2009, frá Halldóri V. Magnússyni, framkvæmdastjóra rafveitusviðs Orkubús Vestfjarða, þar sem óskað er eftir því að fá að leggja háspennustreng í stað línu, sem liggur meðfram þjóðvegi 60 í átt að Þingeyri og síðan ofan íbúðabyggðar við Brekkugötu samkv. meðfylgjandi teikningum frá Orkubúi Vestfjarða.
Umhverfisnefnd óskaði umsagnar Náttúrustofu Vestfjarða á erindinu.
Umhverfisnefnd bendir á að framkvæmdaraðili þarf að gera fornleifakönnun áður en framkvæmdir hefjast.
5. Salthúsið á Þingeyri. ? Stærð lóðar. (2008-11-0053)
Erindi frestað á síðasta fundi umhverfisnefndar 15. júlí sl., þar sem lagt var fram bréf byggingarfulltrúa um tillögu að stærð lóðar undir Salthúsinu á Þingeyri. Um er að ræða 137 m² lóð sem er 1m frá norður, suður og austurhlið húss og 2m frá vesturhlið húss.
Umhverfisnefnd frestar erindinu með tilvísun til afgreiðslu nefndarinnar á 8. lið fundargerðarinnar.
6. Beiðni um upplýsingar. ? Skipulagsmál og lóðarúthlutanir. (2009-07-0006)
Erindi frestað á síðasta fundi umhverfisnefndar 15. júlí sl. Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þann 6. júlí sl., var lagt fram bréf Samkeppniseftirlitsins dagsett 24. júní sl., beiðni um upplýsingar og sjónarmið vegna skipulagsmála og lóðarúthlutana sveitarfélaga. Samkeppniseftirlitið vinnur að athugun á áhrifum skipulagsmála og úthlutun lóða á samkeppni. Eftirlitið óskar eftir að svör berist fyrir 14. ágúst n.k.
Bæjarráð vísaði erindinu til bæjartæknifræðings og til umsagnar umhverfisnefndar.
Umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að svara erindinu.
7. Klofningur, Önundarfirði. (2009-02-0005)
Lagt fram bréf dags. 23. júní sl. frá Skipulagsstofnun, þar sem vísað er í erindi Ísafjarðarbæjar frá 19. júní sl., þar sem tilkynnt er fyrirhuguð stækkun við Klofning í Önundarfirði. Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 m.s.b. og 11. gr. reglugerðar 1123/2005 um mat á umhverfisháhrifum er óskað umsagnar Ísafjarðarbæjar hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 3. viðauka í framangreindum lögum.
Umhverfisnefnd telur að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
8. Vallargata 1, Þingeyri. (2006-07-0008)
Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þann 4. ágúst sl., var lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 29. júlí sl., varðandi kauptilboð er borist hafa í Vallargötu 1, Þingeyri. Á 622. fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þann 6. júlí sl., var lagt fram kauptilboð í húseignina Vallargötu 1, Þingeyri.
Bæjarráð beinir þeirri spurningu til umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar hvort fyrir liggi afstaða nefndarinnar til þess hvar húsið Vallargata 1, Þingeyrir, sé best staðsett til framtíðar. Jafnframt óskaði bæjarráð eftir að könnuð yrði afstaða íbúasamtakanna Átaks á Þingeyri til staðsetningar hússins.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að hafin verði deiliskipulagsvinna í miðbæ Þingeyrar.
9. Tillaga frá Búfjárræktarnefnd. (2009-07-0019)
Lagt fram bréf dags. 13. júlí sl. frá Árna Brynjólfssyni, formanni Búnaðarsambands Vestfjarða, þar sem á aðalfundi Búnaðarsambands Vestfjarða, var samþykkt eftirfarandi tillaga frá búfjárræktarnefnd:
Aðalfundur Búnaðarsambands Vestfjarða haldinn að Birkimel 11. júní 2009 beinir því til sveitarstjórna á Vestfjörðum að samræmdar verði reglur um fjallaskil innan hvers varnarhólfs.
Lagt fram til kynningar.
10. Höfn í Hornvík ? samningur um stöðuleyfi fyrir þjónustuhús. (2009-07-0028)
Lagður fram samningur dags. 22. júní sl. frá Umhverfisstofnun, þar sem Umhverfisstofnun og Hafnarbás gera með sé samning um færanlegt þjónustuhús í Höfn, Hornvík sumarið 2009, leyfið fyrir stöðu hússins stendur til 30. september 2011, eða í 3 ár.
Samningurinn lagður fram til kynningar. Umhverfisnefnd bendir á að sækja þarf um byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni.
11. Deiliskipulag Tunguskógi. (2009-06-0058)
Lögð fram frumdrög að deiliskipulagi í Tunguskógi.
Umhverfisnefnd felur tæknideild að vinna áfram að málinu.
12. Önnur mál.
- Heimabær 2, Hesteyri.
Byggingarfulltrúi hefur óskað eftir skýringum á framkvæmdum á húsinu.
- Borun vinnsluholu fyrir jarðhita í Tunguskógi. (2008-03-0012).
Umhverfisnefnd óskar upplýsinga frá Orkubúi Vestfjarða hvernig þeir hyggjast ganga frá vinnslusvæði þar sem framkvæmdum er nú lokið. Jafnframt er óskað eftir því að framkvæmdum vegna Tungudalsvirkjunar verði lokið. Þar sem frágangi lagnaleiðar er ábótavant.
- Umhverfisverðlaun 2009.
Umhverfisnefnd felur umhverfisfulltrúa að koma með tillögur að því sem vel hefur verið gert í bæjarfélaginu.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 10:10.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður.
Albertína Elíasdóttir.
Sigurður Mar Óskarsson.
Björn Davíðsson.
Jóna Símonía Bjarnadóttir.
Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.
Kristján Finnbogason, varaslökkviliðsstjóri.
Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.
Jóhann Birkir Helgason,sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs.