Skipulags- og mannvirkjanefnd - 312. fundur - 26. maí 2009

Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Magdalena Sigurðardóttir, Sigurður Mar Óskarsson, Björn Davísson, Sæmundur Kr. Þorvaldsson, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi, Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritaði fundargerð.



1. Rekstrarleyfi, kaffihús ? Garn og gaman ehf. (2009-04-0032)


Erindi dagsett 28. apríl 2009, frá sýslumanninum á Ísafirði, þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á umsókn Gerðar Eðvarsdóttur f.h. Garns og gamans ehf, Ísafirði, um rekstrarleyfi fyrir starfstöðina, Garn og gaman, Silfurgötu 1, Ísafirði.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstarleyfi verði veitt fyrir Garn og Gaman.



2. Rekstrarleyfi, búð ? Bót, Hafnarstræti Flateyri. (2009-04-0033)


Erindi dagsett 28. apríl 2009, frá sýslumanninum á Ísafirði, þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á umsókn Vigdísar Erlingsdóttur f.h. Bakkabúðarinnar ehf, Flateyri, um rekstrarleyfi fyrir starfstöðina, Bót Hafnarstræti (bensínstöðin), Flateyri.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstarleyfi verði veitt fyrir Bót Hafnarstræti (bensínstöðin), Flateyri.



3. Rekstrarleyfi, kaffihús og krá? Simbahöllin. (2009-04-0034)


Erindi dagsett 28. apríl 2009, frá sýslumanninum á Ísafirði, þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á umsókn Wouter Van Hoeymissen f.h. Simbahallarinnar ehf, Þingeyri, um rekstrarleyfi fyrir starfstöðina, Simbahöllin, Fjarðargötu 5 Þingeyri.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstarleyfi verði veitt fyrir Simbahöllina, Fjarðargötu 5 Þingeyri enda skilgreint sem iðnaðarsvæði, atvinnurekstur, verslunar- og þjónustusvæði í gildandi Aðalskipulagi fyrir Þingeyri.



4. Rekstrarleyfi, gistiheimili ? Alviðra. (2009-04-0039)


Erindi dagsett 29. apríl 2009, frá sýslumanninum á Ísafirði, þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á umsókn Jónu Bjarkar Kristjánsdóttir, um rekstrarleyfi fyrir starfstöðina, Gistiheimilið Alviðra, 471 Þingeyri.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstarleyfi verði veitt fyrir Gistiheimilið Alviðra, 471 Þingeyri.



5. Rekstrarleyfi, kaffihús ? Burstabærinn Hrafnseyri. (2009-04-0037)


Erindi dagsett 29. apríl 2009, frá sýslumanninum á Ísafirði, þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á umsókn Valdimars J. Halldórssonar f.h. Hrafnseyrarnefndar, um rekstrarleyfi fyrir starfstöðina, Burstabærinn Hrafnseyri, Þingeyri.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstarleyfi verði veitt fyrir Burstabæinn Hrafnseyri, Þingeyri.



6. Rekstrarleyfi, gistiheimili ? Litla gistihúsið. (2009-05-0052)


Erindi dagsett 15. maí 2009, frá sýslumanninum á Ísafirði, þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á umsókn Halldórs Þorvaldssonar, um rekstrarleyfi fyrir starfstöðina, Litla gistihúsið, Sundstræti 42, Ísafirði.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstarleyfi verði veitt fyrir Litla gistihúsið, Sundstræti 42, Ísafirði.



7. Rekstrarleyfi, gistiheimili ? Við Fjörðinn. (2009-04-0038)


Erindi dagsett 29. apríl 2009, frá sýslumanninum á Ísafirði, þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á umsókn Sigríðar Helgadóttur f.h. F&S Hópferðabílar ehf, Þingeyri, um rekstrarleyfi fyrir starfstöðina, Gistiheimilið Við Fjörðinn, Þingeyri.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstarleyfi verði veitt fyrir Gistiheimilið Við Fjörðinn, Þingeyri.



8. Rekstrarleyfi, gistiheimili ? Faktorshúsið og Gisting Áslaugar. (2009-05-0054)


Erindi dagsett 15. maí 2009, frá sýslumanninum á Ísafirði, þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á umsókn Áslaugar Jensdóttur, um rekstrarleyfi fyrir starfstöðvarnar, Faktorshúsið, Aðalstræti 42 og Gisting Áslaugar, Austurvegi 7, Ísafirði.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstarleyfi verði veitt fyrir Faktorshúsið, Aðalstræti 42 og Gistingu Áslaugar, Austurvegi 7, Ísafirði.



9. Rekstrarleyfi, veitingasala og greiðasala ? Hamraborg. (2009-05-0055)


Erindi dagsett 15. maí 2009, frá sýslumanninum á Ísafirði, þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á umsókn Gísla Úlfarssonar, um rekstrarleyfi fyrir starfstöðina, Hamraborg, Hafnarstræti 7, Ísafirði.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstarleyfi verði veitt fyrir Hamraborg, Hafnarstræti 7, Ísafirði.



10. Bárubær - byggingarleyfi. (2007-04-0014)


Lagt fram bréf, dags. 13. maí sl., frá  Umhverfisstofnun, þar sem vísað er í erindi byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar vegna byggingar á sumarhúsi Sævars Óla Hjörvarssonar og Báru Vernharðsdóttur að Geirmundarstöðum í Fljótavík. Umhverfisstofnun leggst ekki gegn byggingu sumarhússins, enda uppfylli byggingin skilmála væntanlegs aðalskipulags Ísafjarðarbæjar. Erindið var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 15. maí 2007.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið enda í samræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins.



11. Skógar og Horn ? byggingarleyfi. (2008-08-0013)


Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dags. 18. maí sl., frá Víði B. Birgissyni, þar sem sótt er um leyfi til að byggja sumarhús samkvæmt teikningum frá Arkís og Almennu Verkfræðistofunni. Með umsókn er samþykki allra lóðareigenda í landi Skóga og Horns. Erindið var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 27. ágúst 2008


Umhverfisnefnd samþykkir erindið enda gert ráð fyrir byggingu í drögum að nýju aðalskipulagi fyrir Ísafjarðarbæ. Umrætt svæði er ekki á náttúruminjaskrá.



12. Tunguskógur 41 ? endurnýjun. (2008-08-0012).


Lagður fram tölvupóstur, dags. 13. maí sl., frá Halldóri Þórólfssyni, þar sem óskað er álits umhverfisnefndar á fyrirhugaðri framkvæmd á sumarhúsinu að Tunguskógi 41. Um er að ræða hækkun á þaki. Einnig stendur til að endurnýja allt húsið.


Umhverfisnefnd leggur til að erindið verði sent í grenndarkynningu og sumarbústaðareigendum lóða nr. 29/39, og 50 boðið að gera athugasemdir.



13. Tjaldstæði, Þingeyri - stækkun. (2009-05-00xx)


Lagt fram bréf, frá Einari Birgissyni fh. Þróunarfélags Þingeyrar, þar sem sótt er um leyfi umhverfisnefndar til að stækka tjaldsvæðið við íþróttahúsið á Þingeyri samkvæmt tillögu frá Landmótun sf, teiknistofu landslagsarkitekta.


Umhverfisnefnd frestar erindinu. Tæknideild er falið að ræða við umsækjanda.



14. Utanvegaakstur. (2009-05-0057)


Lagt fram tölvubréf dags. 19. maí sl., frá Jóhannesi B. Jónssyni og Björk Harðardóttur hjá Héraðssetri Landgræðslu ríkisins Vesturlandi og Vestfjörðum, þar sem lagðar eru fram 3 spurningar vegna aksturs utan vega.


Umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að svara erindinu.



15. Hreinsunarátak 2009. (2009-05-0049)


Lagður fram tölvupóstur frá sviðstjóra framkvæmda og rekstrarsviðs þar sem kynnt er hreinsunarátak í Ísafjarðarbæ 2009.


Hreinsunarátak í Ísafjarðarbæ hefst þriðjudaginn 2. júní nk.  Starfsmenn Ísafjarðarbæjar verða á ferðinni og hirða upp rusl sem íbúar skilja eftir utan við húseignir sínar.


Umhverfisnefnd hvetur íbúa til að taka þátt í fegrun bæjarins með því að hreinsa til í sínu nánasta umhverfi.



16. Umhverfisstyrkir 2009. (2009-05-0036)


Umsóknarfrestur vegna Umhverfisstyrkja Ísafjarðarbæjar 2009 er liðinn. Tvær umsóknir bárust. Annasvegar frá Súgfirðingafélaginu og hinsvegar frá Skógræktarfélagi Ísafjarðar.


Umhverfisnefnd samþykkir að veita Skógræktarfélagi Ísafjarðar 200.000,- kr. styrk en hafnar umsókn Súgfirðingarfélagsins.



17. Refa- og minkaeyðing sumarið 2009. (2009-04-0028)


Lögð fram skýrsla Fjórðungssambands Vestfjarða um Refa- og minkaveiðar á Vestfjörðum ? tillögur vinnuhóps Fjórðungssambands Vestfirðinga að aðgerðum og reglum (2007).


Umhverfisnefnd felur tæknideild að ræða við umsækjendur um úthlutun svæða.



18. Deiliskipulag í landi Efstahvamms í Dýrafirði. (2008-07-0024). 


Lagt fram bréf dags. 4. maí sl., frá Ragnari Edvardssyni, minjaverði Vestfjarða, vegna fornleifakönnunar í landi Efstahvamms í Dýrafirði.


Auglýsinga og athugasemdafresti er lokið, engin athugasemd barst og skoðast tillagan því samþykkt. Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt óbreytt.



19. Minnisvarði á Harðarskálaflöt. (2009-04-0026). 


Lagt fram bréf, dags. 8.maí sl., frá Kristjáni Þór Kristjánssyni fh. Knattspyrnufélagsins Harðar, vegna minnisvarða að Harðarskálaflöt í tilefni 90 ára afmælis knattspyrnufélagsins um mánaðamótin maí ? júní 2009.  Tæknideild var falið að afla nánari upplýsinga á framkvæmdinni á síðasta fundi umhverfisnefndar.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.



20. Dagverðardalur 4 - viðbygging. (2009-04-0014). 


Lagt fram bréf, dags. 7. apríl sl., frá Arnþóri Þorkeli Gunnarssyni, þar sem sótt er um leyfi til að stækka við húsið í Dagverðardal 4 samkvæmt teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða. 


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.



21. Aðalskipulag Árneshrepps 2005-2025. (2008-05-0021). 


Lagt fram bréf, dags. 11. maí 2009 frá Benedikt Björnssyni, skipulagsráðgjafa, þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á aðalskipulagsdrögum Árneshrepps 2005-2025.


Aðalskipulag Árneshrepps fellur vel að Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008 ? 2020 með tilliti til gönguleiða og umhverfisverndar. Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við Aðalskipulag Árneshrepps 2005 ? 2025.



22. Breyting á Aðalskipulagi Ísafjarðar 1989-2009. (2007-02-0142). 


Lagt fram bréf, dags. 20. apríl sl., frá Guðmundi Páli Óskarssyni þar sem hann leggur fram tvær spurningar til umhverfisnefndar.  1. Hafði umhverfisnefnd aðrar teikningar en voru unnar af teiknistofunni Eik?  2.  Hefur vegagerðin heimild til að breyta legu vegar sem er sýndur á aðalskipulagsteikningum frá teiknistofunni Eik? 


Umhverfisnefnd vísar erindinu til fundar sem haldinn verður með fulltrúum Vegagerðarinnar, Ísafjarðarbæjar og Guðmundi Páli Óskarssyni, um hönnun og legu þjóðvegar um Hnífsdal.



23. Ákvörðun um breytingu á varnarlínum milli sóttvarnarsvæða. (2009-05-0015). 


Lagt fram bréf, dags. 28. apríl sl., frá MAST, Matvælastofnun, þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarstjórnar hvort sveitarfélagið geri athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar og / eða óski eftir að eignast eftirfarandi varnarlínu í því ástandi sem hún er nú. 


Umhverfisnefnd óskar eftir umsögn Fjórðungssambands Vestfirðinga á erindinu.



24. Fundur um vegaskrá . (2009-05-0003). 


Lagt fram bréf, minnisblað dags. 3. apríl 2009 , frá Guðjóni Bragasyni  hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, varðandi afmörkun á þeim þjóðvegum í þéttbýli sem færast til sveitarfélaga skv. nýrri vegaskrá.


Lagt fram til kynningar.



25. Önnur mál.


?Fundur í fundarsal Þróunarseturs Vestfjarða þann 3. júní nk. kl 10:30, ath. Breyttan fundartíma frá fundarboði. Fundarefni ?Verkefnisstjórn á sviði umhverfismála.?


?Lagður fram tölvupóstur frá Arnheiði Elísu Ingjaldsdóttur, þar sem bent er á að umsóknarfrestur hjá Samkeppnis- og nýsköpunaráætluninni vegna verkefna um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja eða ?National platforms for the promotion of CSR? er til kl 17:00 að staðartíma í Brussel þann 17. júlí 2009.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 10:40.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Magdalena Sigurðardóttir.


Sigurður Mar Óskarsson.


Sæmundur Kr. Þorvaldsson.


Þorbjörn Sveinsson, slökkviliðsstjóri.


Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.


Björn Davíðsson.


Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?