Skipulags- og mannvirkjanefnd - 310. fundur - 25. mars 2009
Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, Albertína Elíasdóttir, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Sæmundur Kr. Þorvaldsson, Þorbjörn J. Sveinsson slökkviliðsstjóri, Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi, Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þórir Örn Guðmundsson fyrrum nefndarmaður landbúnaðarnefndar kom inn á fundinn.
1. Sameining nefnda hjá Ísafjarðarbæ. (2009-02-0024)
Á fundi bæjarstjórnar 19. mars sl. var samþykkt að landbúnaðarnefnd og staðardagskrárnefnd yrðu sameinaðar umhverfisnefnd undir heitinu umhverfisnefnd.
Lagt fram til kynningar.
2. Suðurgata 12, Ísafirði, Vestrahús ? bygging á kvist. (2009-03-0046)
Lagt fram bréf, dags. 15. mars sl., frá Magnúsi H. Jónssyni hjá Spýtunni ehf. fh. Vestra ehf., þar sem lögð er fram fyrirspurn um byggingu kvistar á Vestrahúsinu að Suðurgötu 12, Ísafirði samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Kanon Arkitektum ehf.
Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið en óskar eftir reyndarteikningum af húsinu eins og það er í dag.
3. Flateyraroddi 141106 ? uppsögn á lóð. (2008-01-0015)
Lagt fram bréf, dags. 12. mars sl., frá Einari Guðbjartssyni, þar sem skilað er inn lóð sem Einar var með á leigu hjá Ísafjarðarbæ. Hjallur sem stóð á lóðinni fauk í desember 2007.
Umhverfisnefnd samþykkir erindið og leggur til við bæjarstjórn að lóðaleigusamningur verði felldur úr gildi.
4. Breiðadalur Fremri ? breytt skráning. (2009-03-0049)
Lagt fram bréf, dags. 9. mars sl., frá Birni Birkissyni, þar sem óskað er eftir breyttri skráningu á fasteign Breiðadals Fremri sem er í dag skráð sem svepparækt. Óskað er eftir því að breyta skráningu úr svepparækt og í vélageymslu.
Umhverfisnefnd samþykkir breytta skráningu á fasteigninni úr svepparækt og í vélageymslu en liðum 2 og 3 er vísað til fjármálastjóra.
5. Sindragata 13A, Ísafirði ? umsókn um lóð undir atvinnuhúsnæði. (2009-02-0094)
Lagður fram tölvupóstur dags. 17. mars sl. frá Birgittu Baldursdóttur rekstrarstjóra Spýtunnar ehf. þar sem sótt er um að breyta lóðarumsókn sem lögð var fram á fundi umhverfisnefndar 4. mars sl. Sótt var um lóðina Sindragata 13 a. Óskað er nú eftir að fá lóðina Sindragötu 15 þar sem sú lóð er stærri. Umhverfisnefnd óskaði umsagnar hafnarstjórnar á erindi vegna Sindragötu 13a. Hafnarstjórn gerði ekki athugasemdir við að lóðinni yrði úthlutað á fundi sínum 10. mars sl.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Spýtan ehf. fái umrædda lóð til úthlutunar með þeim skilmálum sem í gildi eru og settir kunna að verða. Lóðarúthlutun falli úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist á lóðinni innan eins árs frá úthlutun hennar.
6. Brekkustígur 7 - byggingarleyfi. (2009-03-0054)
Lagður fram tölvupóstur dags. 24. febrúar sl. frá Einari Ólafssyni arkítekt hjá Arkiteó ehf. þar sem óskað er umsagnar á fyrirhugaðri breytingu á húsinu að Brekkustíg 7, Suðureyri.
Umhverfisnefnd óskar umsagnar Húsafriðunarnefndar á erindinu þar sem húsið er byggt árið 1909.
7. Stækkun Mjólkárvirkjunar. (2009-03-0002)
Lögð fram fyrirspurn, dags. 28. febrúar sl., frá Sölva R. Sólbergssyni framkvæmdastjóra Orkusviðs fh. Orkubús Vestfjarða ohf., þar sem kynntar eru hugsanlegar framkvæmdir við stækkun Mjólkárvirkjunar og óskað er eftir áliti nefndarinnar á framkvæmdinni.
Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið en bendir á að fyrirhugaðar framkvæmdir eru hugsanlega tilkynningarskyldar. Stækkunin er í samræmi við drög að Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008 ? 2020.
8. Samþykkt um gatnagerðargjöld. (2009-03-0055)
Lögð fram breyting á 6. og 7. lið samþykktar um gatnagerðargjald, stofngjald vatnsveitu, stofngjald holræsa og byggingarleyfisgjald í Ísafjarðarbæ. Samþykktin var lögð fram í umhverfisnefnd 14. janúar sl. og í bæjarstjórn 22. janúar sl.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.
9. Lög um uppbyggingu og rekstur fráveitna. (2009-03-0076)
Lögð fram til kynningar lög nr. 9/2009 um uppbyggingu og rekstur fráveitna sem samþykkt voru á Alþingi 2. mars 2009.
Lagt fram til kynningar.
10. Snjóflóðavarnir í Kubba. (2004-02-0154)
Lögð fram deiliskipulagstillaga og umhverfisskýrsla dags. 23. febrúar 2009 vegna snjóflóðavarnargarðs í hlíðum Kubba ofan Holtahverfis á Ísafirði. Arkiteó vann að gerð skýrslunnar.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan og umhverfisskýrslan verði auglýst.
11. Aðalskipulag Árneshrepps 2005 - 2025. (2008-05-0021).
Erindi dagsett 6. maí sl., frá Oddnýju Snjólaugu Þórðardóttur oddvita Árneshrepps, þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar vegna Aðalskipulags Árneshrepps 2005 ? 2025, ásamt umhverfisskýrslu. Erindið var á dagskrá umhverfisnefndar 14. maí 2008 og var vísað til umsagnar í skipulagshóp Norðan Djúps.
Umhverfisnefnd felur tæknideild að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.
12. Sólgata 6, Ísafirði. (2009-02-0093).
Erindi á dagskrá umhverfisnefndar 4. mars sl. Bæjarstjórn vísaði erindinu aftur til umhverfisnefndar á fundi sínum 19. mars sl. Lagðir fram undirskriftarlistar frá íbúum í Hrannargötu og Sólgötu og öðrum íbúum Ísafjarðarbæjar.
Samkvæmt deiliskipulagi fyrir Eyrina á Ísafirði, frá nóvember 1997, sem samþykkt var af bæjarstjórn eru meginatriði skipulagsins m.a. eftirfarandi: ná fram samstæðri byggð og aðlaðandi heildarsvip, fjölga byggingarlóðum fyrir íbúðir og auka verslunar og þjónusturými miðsvæðis. Samkvæmt deiliskipulaginu er ráðgert að fjölga bílastæðum á Eyrinni um 3-400. Þessu markmiði á að ná með því að fjölga bílastæðum á lóðum, götum og safnsvæðum. Þar með talið við Pollgötu. Ísafjarðarbær hefur unnið samkvæmt þessu. Umhverfisnefnd er sammála stefnu sveitarfélagsins í gildandi deiliskipulagi og telur ekki þörf á að breyta henni. Með bygginu hússins á lóðinni verður komið í veg fyrir gegnumakstur á bílastæðinu og dregur þar með úr slysahættu.
Svör við athugasemdum:
Umferðarþungi mun ekki aukast með byggingu á lóðinni.
Þrátt fyrir byggingu er gert ráð fyrir 6 ? 8 bílastæðum á umræddu svæði Hrannargötu megin.
Samkvæmt skipulags og byggingarlögum nr. 73/1997 er grenndarkynningu einungis beitt þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag í þegar byggðum hverfum eða við óverulegar breytingar á einstöku lóðum þar sem fyrir liggur samþykkt deiliskipulag.
13. Aðalskipulag Ísafjarðar 2008 - 2020. (2006-03-0038).
Farið yfir stöðu Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagið verði auglýst.
14. Önnur mál.
?Umhverfisfulltrúi kynnti matjurtagarða, yndisgróður og svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.
?Á fundi bæjarstjórnar 19. mars sl. var samþykkt að landbúnaðarnefnd og staðardagskrárnefnd yrðu sameinaðar umhverfisnefnd undir heitinu umhverfisnefnd. Þórir Örn Guðmundsson kom inn á fund umhverfisnefndar og skýrði frá starfi landbúnaðarnefndar. (2009-02-0024)
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:50.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður.
Albertína Elíasdóttir.
Sigurður Mar Óskarsson.
Sæmundur Kr. Þorvaldsson.
Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.
Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.
Jóna Símonía Bjarnadóttir.
Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.
Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda og rekstrarsviðs.