Skipulags- og mannvirkjanefnd - 308. fundur - 9. febrúar 2009
Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, Albertína Elíasdóttir, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Sæmundur Þorvaldsson, Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi, Kristján Finnbogason, varaslökkviliðsstjóri, Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritaði fundargerð.
Gestir fundarins voru Gunnar Páll Eydal og Erla Kristjánsdóttir frá Teiknistofunni Eik ehf.
1. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020. (2006-03-0038)
Farið yfir stöðu Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2008 ? 2020. Gunnar Páll Eydal og Erla Kristjánsdóttir hjá Teiknistofunni Eik ehf mættu á fundinn og skýrðu frá stöðu skipulagsins í dag. Umsagnir hafa borist frá: Súðavíkurhreppi, Flugmálastjórn Íslands, Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, Landsneti, Reykhólahreppi, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Siglingastofnun, Bolungarvíkurkaupstað, Veðurstofu Íslands, Orkubúi Vestfjarða, Kirkjugarðaráði og Fornleifavernd ríkisins.
Farið yfir umsagnir umsagnaraðila og einnig yfir stöðu mála í aðalskipulaginu eins og það er í dag.
2. Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2009. (2008-09-0008)
Farið yfir fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2009.
Farið yfir stöðu fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2009. Umhverfisnefnd samþykkir framkomnar tillögur. Sviðsstjóra er falið að fylgja þeim eftir.
3. Önnur mál.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 13:05.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður.
Albertína Elíasdóttir.
Sigurður Mar Óskarsson.
Sæmundur Þorvaldsson.
Jóna Símonía Bjarnadóttir.
Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.
Kristján Finnbogason, varaslökkviliðsstjóri.
Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.
Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs.