Skipulags- og mannvirkjanefnd - 307. fundur - 28. janúar 2009

Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, Albertína Elíasdóttir, Benedikt Bjarnason,  Björn Davíðsson, Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritaði fundargerð.



1. Hafnarstræti 9 ? 13, Ísafirði. (2009-01-0029)


Lagt fram bréf, dagsett 9. janúar sl. frá Hákoni Hermannssyni fh. Húsfélagsins Hafnarstræti 9 ? 13, þar sem óskað er eftir leyfi til að byggja vindfang við vesturgafl hússins að Hafnarstræti 9 ? 13 og um leið að færa þau bílastæði sem næst eru viðbyggingunni til vesturs, samkvæmt teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða ehf.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið.



2. Hornbjargsviti ? umsögn um endurbætur. (2009-01-0063)


Lagt fram tölvubréf dagsett 21. janúar 2009 frá Ævari Sigdórssyni hjá Óvissuferðum ehf., þar sem óskað er eftir áliti umhverfisnefndar á fyrirhugaðri viðgerð og endurnýjun á hluta vatnslagnar sem flytur vatn að túrbínu við Hornbjargsvita.


Umhverfisnefnd sendir erindið til umhverfisstofnunar til umsagnar .



3. Yndisgróður ? ósk um samstarf. (2009-01-0053)


Lagt fram bréf, dagsett 15. janúar sl. frá Áslaugu Helgadóttur, formanni stýrihóps Yndisgróðurs LbhÍ og Samson B. Harðarsyni , verkefnisstjóra Yndisgróðurs LbhÍ, þar sem óskað er eftir samstarfi sveitarfélagsins um 1.000 ? 5.000 m² tilraunareit fyrir plöntur. Verkefni Yndisgróðurs er að bera saman mismunandi plöntur á mismunandi landshlutum þar sem veðurfar er breytilegt.


Umhverfisnefnd vísar erindinu til umhverfisfulltrúa til afgreiðslu.



4. Efsti Hvammur í Dýrafirði. (2008-07-0024)


Lagt fram bréf dagsett 16. janúar sl. frá Umhverfisráðuneytinu, þar sem ráðuneytið veitir undanþágu vegna deiliskipulagstillögu fyrir hluta af landi Hæðsta Hvamms í Dýrafirði á grundvelli 2. tl. bráðabirgðaákvæðis skipulags og byggingarlaga nr. 73/1997. Erindið var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 26. nóvember sl.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.



5. Bótaréttur vegna framkvæmda í almannaþágu og framkvæmd eignarnáms. (2009-01-0047)


Lagt fram bréf dagsett 21. janúar sl. frá Eiríki Blöndal, framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands, þar sem boðað er til kynningarfundar á vegum BÍ  um; ?Bótarétt vegna framkvæmda í almannaþágu og framkvæmd eignarnáms.? Fundurinn verður haldinn 9. febrúar nk. kl. 13.30 í Bændahöllinni


Lagt fram til kynningar.



6. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020. (2006-03-0038)


Lögð fram ný drög af greinargerð dags. 19. janúar, vegna Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2008 ? 2020.


Umhverfisnefnd samþykkir að skilmálum á landbúnaðarsvæðum innan hverfisnefndar verði breytt . Umhverfisnefnd samþykkir að Keldudalur í Dýrafirði verði landbúnaðarsvæði samkvæmt framkomnum athugasemdum. Umhverfisnefnd samþykkir að endurskrifa kaflann um hverfisvernd.


Umhverfisnefnd boðar til fundar  með Teiknistofunni Eik.



7. Önnur mál.


Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2009.  (2008-09-0008)



Farið yfir fjárhagsáætlun og hún kynnt.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 10:00.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Albertína Elíasdóttir.


Sigurður Mar Óskarsson.


Björn Davíðsson.


Benedikt Bjarnason.


Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.


Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.


Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?