Skipulags- og mannvirkjanefnd - 306. fundur - 14. janúar 2009
Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, Geir Sigurðsson, Sæmundur Þorvaldsson, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi, Þorbjörn J. Sveinsson slökkviliðsstjóri, Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritaði fundargerð.
1. Leira í Leirufirði ? bygging stöðvarhúss. (2008-10-0019)
Lagt fram bréf, dagsett 1. október sl. frá Sólberg Jónssyni, þar sem óskað er eftir leyfi til að byggja stöðvarhús fyrir vatn og rafmagn í Leiru í Leirufirði samkvæmt teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða ehf.
Umhverfisnefnd samþykkir erindið en átelur framkvæmdaraðila fyrir að hefja framkvæmdir án leyfis.
2. Geirmundarstaðir, Fljótavík. ? byggingarleyfi. (2007-04-0010)
Lagt fram bréf dagsett 9. janúar 2009 frá Sigrúnu Vernharðsdóttur, þar sem óskað er eftir byggingarleyfi fyrir sumarhúsi að Geirmundarstöðum Fljótavík samkvæmt teikningum frá Teiknivang.
Sigurður Mar Óskarsson vék af fundi undir þessum lið.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við teikningarnar en sendir erindið til Hornstrandarnefndar til umsagnar.
3. Efnistaka úr Skutulsfirði og Álftafirði - umsögn. (2008-11-0075)
Síðast á dagskrá umhverfisnefndar 17. desember sl. Bæjarstjórn vísaði erindinu aftur til umhverfisnefndar á fundi sínum 8. janúar sl.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að ekki verði gerðar athugasemdir við efnistökuna enda er umrætt svæði utan lögsögu Ísafjarðarbæjar.
4. Bygging fjarskiptastöðvar á Dynjandisheiði. (2008-07-0036)
Lagt fram bréf dagsett 30. desember sl. frá Skipulagsstofnun, þar sem stofnunin gerir ekki athugasemd við að sveitarstjórn veiti leyfi fyrir staðsetningu fjarskiptastöðvar í landi Kirkjubóls á Dynjandisheiði..
Umhverfisnefnd samþykkir erindi Vodafone um leyfi fyrir byggingu fjarskiptastöðvar í landi Kirkjubóls á Dynjandisheiði .
5. Sindragata 12c, Ísafirði ? bygging skýlis. (2008-10-0074)
Erindi síðast á dagskrá 11. nóvember sl. þar sem óskað var álits umhverfisnefndar á fyrirhugaðri byggingu opins skýlis við suðausturhlið húseignarinnar að Sindragötu 12c. Erindið var sent í grenndarkynningu og rann athugasemdafrestur út 12. janúar sl. engar athugasemdir bárust.
Umhverfisnefnd óskar eftir byggingarnefndarteikningum af skýlinu.
6. Könnun á stöðu byggingareftirlits á Íslandi. (2008-12-0035)
Lagt fram bréf dagsett 10. desember sl. frá Skipulagsstofnun, þar sem hjálögð er skýrsla þar sem kynntar eru niðurstöður úr könnun á stöðu byggingareftirlits á Íslandi sem gerð var á árinu 2008. Benedikt Jónsson vann skýrsluna fyrir Skipulagsstofnun og Brunamálastofnun í samráði við byggingarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.
7. Ábendingar Yrkjusjóðs. (2008-12-0013)
Á fundi bæjarráðs 16. desember sl. var lagt fram bréf frá Yrkjusjóði til sveitarfélaga, móttekið þann 8. desember sl., þar sem kynnt er starf sjóðsins og komið á framfæri óskum og ábendingum Yrkjusjóðs. Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.
Umhverfisnefnd vísar erindinu til umhverfisfulltrúa.
8. Fell og Höfði í Dýrafirði. (2009-01-0025)
Lagt fram bréf dagsett 5. janúar sl. frá Sæmundi Kr. Þorvaldssyni framkv.stj. Skjólskóga á Vestfjörðum, þar sem lagðir eru fram til kynningar þinglýstir samningar um skógrækt á lögbýlum innan marka Ísafjarðarbæjar á grundvelli 14. gr. laga um landshlutaverkefni í skógrækt nr. 95/2006.
Lagt fram til kynningar.
9. Sindragata 10 ? breytt skráning. (2008-12-0011)
Lagt fram bréf dagsett 5. janúar sl. frá Erni Ingólfssyni fh. POLS Engineering ehf., þar sem óskað er heimildar til að breyta skráningu á skrifstofuhluta húsnæðisins að Sindragötu 10 í íbúðarhúsnæði.
Umrætt húsnæði uppfyllir ekki kröfur byggingarreglugerðar nr. 441//1998 um íbúðarhúsnæði, að auki segir í skipulagsreglugerð nr. 400/1998, gr. 4.7 að íbúðir séu ekki heimilar á iðnaðarsvæðum. Með vísan í framangreint þá hafnar umhverfisnefnd erindinu.
10. Önnur mál.
?Gjaldskrár umhverfissviðs Ísafjarðarbæjar.
-Vinnuferill mála hjá byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar til beitingar dagsekta.
Umhverfisnefnd samþykkir gjaldskrá.
-Gjaldskrá fyrir vatnsgjald, notkunargjald, mælaleigu og heimæðargjald.
Umhverfisnefnd samþykkir gjaldskrá.
-Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu.
Umhverfisnefnd samþykkir gjaldskrá.
-Gjaldskrá þjónustumiðstöðvar.
Umhverfisnefnd samþykkir gjaldskrá.
-Gjaldskrá gatnagerðargjalda og framkvæmdaleyfa.
Umhverfisnefnd samþykkir gjaldskrá.
-Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald vatnsveitu, stofngjald holræsa og byggingarleyfisgjald.
Umhverfisnefnd samþykkir gjaldskrá.
-Gjaldskrá fyrir holræsagjald.
Umhverfisnefnd samþykkir gjaldskrá.
?Suðurgata 12, Vestrahúsið.
Slökkvistjóri hefur yfirfarið teikningar af Vestrahúsi og hefur gert athugasemdir. Byggingarfulltrúa er falið að fylgja málinu eftir og ræða við arkitekt um úrbætur teikninga.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:00.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður.
Geir Sigurðsson.
Sigurður Mar Óskarsson.
Sæmundur Þorvaldsson.
Jóna Símonía Bjarnadóttir.
Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.
Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.
Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.
Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs.