Skipulags- og mannvirkjanefnd - 305. fundur - 17. desember 2008
Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, Albertína Elíasdóttir, Sæmundur Þorvaldsson, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi, Kristján Finnbogason, varaslökkviliðsstjóri, Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi, sem jafnframt ritaði fundargerð.
1. Sundstræti 35b, Ísafirði ? breytt skráning. (2008-11-0076)
Lagt fram bréf, dagsett 27. nóvember sl. frá Heiðari Sigurðssyni fh. Hrings sf., þar sem óskað er eftir að breyta skáningu á húsnæðinu Sundstræti 35b úr verslunarhúsnæði í íbúðarhúsnæði.
Umhverfisnefnd samþykkir erindið.
2. Sindragata 10, Ísafirði. - breytt skráning. (2008-12-0011)
Lagt fram bréf, dagsett 1. desember sl. frá Erni Ingólfssyni fh. Pols Engineering ehf., þar sem óskað er eftir áliti umhverfisnefndar á að breyta skráningu á húsnæðinu Sindragata 10 úr skrifstofuhúsnæði í íbúðarhúsnæði.
Umhverfisnefnd bendir á að í aðalskipulagi er ekki gert ráð fyrir íbúðabyggð á þessum stað.
3. Hafnarstræti 6, Ísafirði. ? lokun á göngum. (2008-12-0022)
Lagt fram bréf dagsett 8. desember sl. frá Einari Gunnlaugssyni. f.h. eigenda íbúðarhússins í Hafnarstræti, þar sem óskað er eftir leyfi til að loka göngum sem liggja undir húseigninni í Hafnarstræti 6, Ísafirði.
Umhverfisnefnd óskar eftir nánari útfærslu á framkvæmdinni.
4. Atlastaðir Fljótavík, Júlíusarhús - endurbygging. (2007-02-0017)
Lagt fram bréf dagsett 12. desember sl. frá Magnúsi Geir Helgasyni, þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi á grunni gamla Júlíusarhúss í Fljótavík samkvæmt teikningum frá Teiknivangi.
Jóhann Birkir Helgason vék af fundi undir þessum lið.
Umhverfisnefnd samþykkir erindið.
5. Stofnun lögbýla á Jökulfjörðum. (2006-04-0054)
Lagt fram bréf dagsett 5. desember sl. frá Halldóri Halldórssyni bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, til Arnórs Snæbjörnssonar hjá Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, þar sem bréfritari leggur fram þrjár spurningar til ráðuneytissins vegna veitingu lögbýlisréttinda á jörðunum Leiru og Kjós í Jökulfjörðum.
Lagt fram til kynningar.
6. Efnistaka úr Skutulsfirði og Álftafirði - umsögn. (2008-11-0075)
Lagt fram bréf dagsett 28. nóvember sl. frá Orkustofnun, þar sem stofnunin óskar umsagnar Ísafjarðarbæjar á umsókn Ásels ehf. til malarefnistöku í Skutulsfirði og Álftafirði.
Jóhann Birkir Helgason vék af fundi undir þessum lið.
Umhverfisnefnd getur fallist á efnistöku úr Pollinum á svæöi utan við hverfisvernd eins og hún er skilgreind í drögum að Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020.
7. Snjóflóðavarnir ofan Holtahverfis í Ísafjarðarbæ. (2004-02-0154)
Lagt fram bréf dagsett 25. nóvember sl. frá Skipulagsstofnun, þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á mati á umhverfisáhrifum á snjóflóðavörnum ofan Holtahverfis í Ísafjarðarbæ.
Umhverfisnefnd telur að frummatsskýrslan fullnægi kröfum sem gerðar eru í 22. gr. reglugerðar nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum svo og 10. gr. laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Umhverfisnefnd hélt borgarafund 8. des. sl. í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði í samráði við Skipulagsstofnun til að kynna framkvæmdina og frummatsskýrsluna eins og getið er í 3. m.gr. laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.
8. Afgreidd mál byggingarfulltrúa.
Bygging fjarskiptastöðvar á Dynjandisheiði. Erindið var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 8. október sl og var þá óskað umsagna Umhverfisstofnunar og Vegagerðarinnar á erindinu. Jákvæðar umsagnir bárust frá báðum aðilum.
Sindragata 12. Sent í grenndarkynningu teikning af bráðabirgðahleðsluskýli við Sindragötu 12.
Suðurgata 12, Vestrahúsið. Teikningar sendar til slökkviliðsstjóra til yfirferðar.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 09:40.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður.
Albertína Elíasdóttir.
Sigurður Mar Óskarsson.
Sæmundur Þorvaldsson.
Jóna Símonía Bjarnadóttir.
Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi.
Kristján Finnbogason, varaslökkviliðsstjóri.
Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.
Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs.