Skipulags- og mannvirkjanefnd - 298. fundur - 24. september 2008
Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, Albertína Elíasdóttir, Sæmundur Þorvaldsson, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs, Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi, sem var ritari fundarins.
1. Brekkustígur 7, Suðureyri. (2008-09-0030)
Lögð fram tillaga byggingarfulltrúa að mæliblaði fyrir lóðina Brekkustíg 7, Suðureyri.
Umhverfisnefnd samþykkir framlagt mæliblað með breytingum á aðkeyrslu að húsinu Brekkustíg 7.
2. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020. (2006-03-0038)
Farið yfir stöðu mála í aðalskipulagsvinnunni.
Rædd voru lóðamál á hafnarsvæðinu á Ísafirði, flugvallarmál, fornleifaskráningar, einstakar framkvæmdir, skógrækt og fleira. Föstudaginn 26. september kl. 8.00 verður fundur með Teiknistofunni Eik og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni vegna Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2008-2020.
3. Afgreidd mál byggingarfulltrúa
?Seljalandsvegur 71. Ísafirði.
?Suðurgata 9, Ísafirði.
?Urðarvegur 15, Ísafirði.
4. Önnur mál.
?Lögð fram dagskrá námstefnu um Vistverndar í verki 3. ? 5. október nk. Undirtitill námstefnunnar er Menntun til sjálfbærni.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 9:45.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður.
Albertína Elíasdóttir.
Sigurður Mar Óskarsson.
Sæmundur Þorvaldsson.
Jóna Símonía Bjarnadóttir.
Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.
Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.
Ralf Trylla, Umhverfisfulltrúi.