Skipulags- og mannvirkjanefnd - 297. fundur - 19. september 2008
Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, Albertína Elíasdóttir, Sæmundur Þorvaldsson, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi, sem var ritari fundarins.
1. Umhverfisfulltrúi. (2008-09-0076)
Lögð fram hugmynd umhverfisfulltrúa að verkefninu Jólagluggi 2008 og fleira.
Umhverfisnefnd fagnar framkomnum hugmyndum og felur umhverfisfulltrúa að vinna áfram að hugmyndinni um Jólagluggann auk þess að kynna menningarmálanefnd verkefnið.
Verðlaun vegna Umhverfisviðurkenningar 2008 verða veitt 1. október 2008 kl. 17.00 .
2. Höfðaströnd II, Grunnavíkurhreppi - byggingarleyfi. (2008-08-0038)
Lagt fram bréf dags. 10. ágúst s.l., frá Guðmundi Óla K. Lyngmo fh. húseiganda, þar sem sótt er um leyfi til að klæða 3 hliðar hússins að Höfðaströnd II og óskað er eftir leyfi til að endurbyggja gamla mógeymslu.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að húsið verði klætt en hafnar steniklæðningu á húsið þar sem hún er ekki í samræmi við byggingarhefð á svæðinu. Byggingarleyfi vegna mógeymslu verður afgreitt þegar byggingarnefndarteikningar liggja fyrir.
3. Framkvæmdir á skíðasvæðinu í Tungudal. (2008-09-0025)
Lögð fram erindi, dags. 4. september sl. frá sviðsstjóra umhverfissviðs þar sem sótt er um leyfi til framkvæmda á skíðasvæðinu í Tungudal samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 2008. Einnig er sótt um leyfi til að færa gamla gæsluvallahúsið við Túngötu á lóð áhaldahúss Ísafjarðarbæjar til viðgerða og síðan þaðan upp á skíðasvæði til að nota sem lyftuskúr. Meðfylgjandi erindi eru teikningar af fyrirhuguðm framkvæmdum.
Umhverfisnefnd samþykkir að skíðasvæðið fái gamla gæsluvallarhúsið við Túngötu til afnota og til flutnings á skíðasvæðið í Tungudal. Að flutningi loknum verði gengið frá svæðinu.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á skíðasvæðinu samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 2008. Tæknideild er falið að hafa eftirlit með verkinu.
4. Tunguskógur 20, Ísafirði - fyrirspurn. (2008-08-0039)
Lögð fram fyrirspurn, dags. 25. ágúst sl., frá Gunnari Þórðarsyni, þar sem hann óskar álits umhverfisnefndar á stækkun á sumarbústað sínum um 24 m² að lóð nr. 20 í Tunguskógi.
Verið er að vinna að deiliskipulagi af sumarhúsabyggðinni í Tunguskógi. Ekki er hægt að veita byggingarleyfi fyrr en deiliskipulagið hefur verið samþykkt.
5. Brekkustígur 7, Suðureyri. (2008-0-0030)
Lagt fram bréf dags. 7. september sl., frá Elíasi Guðmundssyni og Jóhönnu Þorvaldsdóttur, þar sem sótt er um stækkun á lóð að Brekkustíg 7, Suðureyri skv. meðfylgjandi teikningu.
Byggingarfulltrúa er falið að gera tillögu að mæliblaði fyrir lóðina.
6. Silfurgata 8b ? umsókn um lóð. (2008-09-0005)
Lögð fram umsókn, dags 2. sepbember sl. frá Bjarna Magnúsi Aðalsteinssyni, Silfurgötu 8, þar sem sótt er um lóðina Silfurgata 8b til afnota.
Umhverfisnefnd samþykkir að veita bréfritara afnot af hluta lóðarinnar að Silfurgötu 8b til ræktunar. Leigusamningur verður gerður til tveggja ára.
7. Ólafstún 2, Flateyri - fyrirspurn. (2008-09-0029)
Lagt fram tölvubréf, dags. 5. september sl., frá Teiti B. Einarssyni, þar sem hann spyrst fyrir um hvort leyfilegt sé að byggja hús á grunni hússins að Ólafstúni 2. Lóðin er að hluta á snjóflóðahættusvæði A og B.
Ólafstún 2 er skilgreint á hættusvæði A og því heimilt, skv. 19. gr. reglugerðar um hættumat vegna ofanflóða nr. 505/2000, að byggja íbúðarhús.
8. Frístundabyggð á Geirmundarstöðum í Fljótavík - deiliskipulag. (2007-04-0010)
Lagt fram erindi, dags 3. september sl, þar sem Stefán Bragi Bjarnason lögfræðingur svarar athugasemdum sem komu frá LEX lögmannsstofu, fh. Finneyjar Anítu Finnbogadóttur og Guðjóns Finndal Finnbogasonar, vegna eignarhalds á Geirmundarstöðum í Fljótavík.
Sigurður Mar Óskarsson og Jóhann Birkir Helgason véku af fundi undir þessum lið.
Umhverfisnefnd óskar álits bæjarlögmanns á málinu.
9. Land til skógræktar í Tungudal. (2005-06-0058)
Lagt fram bréf dags. 4. september sl., frá Magdalenu Sigurðardóttur formanns Skógræktarfélags Ísafjarðar, þar sem fram koma hugmyndir Skógræktarfélagsins í tengslum við skipulag sem er í vinnslu hjá Teiknistofunni Eik. Bréfið kemur vegna símbréfs frá Teiknistofunni Eik til Skógræktarfélags Ísafjarðar.
Lagt fram til kynningar.
10. Háspennustrengur frá Mjólkárvirkjun að Dýrafjarðarbrú. (2008-05-0084)
Lagt fram bréf, dags. 20. ágúst sl. frá Sigmari A. Steingrímssyni hjá Skipulagsstofnun, þar sem óskað er umsagnar vegna matsskyldu á 132 kV jarðstreng á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar.
Umhverfisnefnd telur lagningu jarðstrengs ekki háða mati á umhverfisáhrifum samkvæmt 3. viðauka laga nr. 106/2000.
11. Önnur mál.
?Málþing haldið í Hvammi á Grand Hótel fimmtudaginn 25. september nk. 2008-09-0056
Lagt fram til kynningar.
?Fundur með Teiknistofunni Eik og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni vegna Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2008-2020 er fyrirhugaður föstudaginn 26. september kl. 8:00
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:40.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður.
Albertína Elíasdóttir.
Sigurður Mar Óskarsson.
Sæmundur Þorvaldsson.
Jóna Símonía Bjarnadóttir.
Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.
Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.