Skipulags- og mannvirkjanefnd - 296. fundur - 27. ágúst 2008

Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Gísli Úlfarsson, Albertína Elíasdóttir, Björn Davíðsson, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi, sem var ritari fundarins.



1. Neðri Hjarðardalur 2, Þingeyri ? bygging garðskála. (2008-07-0020)


Lögð fram fyrirspurn, dags. 7. júlí sl. þar sem Karl A. Bjarnason og Erla B. Ástvaldsdóttir sækja um leyfi til að byggja garðskála við húseign þeirra að Neðri Hjarðardal 2, Þingeyri skv. meðfylgjandi teikningum.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við framkvæmdina en áður en byggingarleyfi er veitt þurfa byggingarnefndarteikningar að berast byggingarfulltrúa.



2. Efsti Hvammur í Dýrafirði ? byggingarleyfi fyrirspurn. (2008-07-0024)


Lögð fram fyrirspurn, dags. 7. júlí sl, frá Pálmari Kristmundssyni fh. landeigenda í Efsta Hvammi, þar sem sótt er um leyfi til að byggja sumarhús.


Til að veita byggingarleyfi fyrir sumarhúsi þá þarf skriflegt leyfi frá landeigendum fyrir framkvæmdinni. Samkvæmt bréfi frá Skipulagsstofnun frá 24. júlí 2002 þá þarf að deiliskipuleggja lóðina Efsta Hvamm ef fjölga á húsum.



3. Fjarskiptastöð Dynjandisheiði - byggingarleyfi. (2008-07-0036)


Lagt fram bréf dags. 27. júní s.l., frá Og fjarskiptum ehf., þar sem óskað er eftir leyfi til að byggja fjarskiptastöð í landi Kirkjubóls á Dynjandisheiði samkvæmt teikningum. Meðfylgjandi umsókn er samþykki eiganda Kirkjubóls fyrir framkvæmdinni.


Umhverfisnefnd óskar heimildar Skipulagsstofnunar, með vísan í 3. tl. bráðabirgðaákvæðis skipulags og byggingarlaga nr. 73/1997, á framkvæmdinni.



4. Tunguskógur 41, Ísafirði - byggingarleyfi. (2008-08-0012)


Lagt fram bréf, dags. 11. ágúst sl., frá Halldóri Þórólfssyni, þar sem hann óskar eftir því að endurgera sumarhúsið á lóð 41 í Tunguskógi skv. teikningum frá Tækniþjónustunni SÁ.


Verið er að vinna að deiliskipulagi af sumarhúsabyggðinni  í Tunguskógi. Ekki er hægt að veita byggingarleyfi fyrr en deiliskipulagið hefur verið samþykkt.



5. Dynjandi. (2008-08-0009)


Lagt fram bréf, frá  Sigurjóni Hallgrímssyni, Maríu Hallgrímsdóttur og Rósu Hallgrímsdóttur , þar sem sótt eru um leyfi til að endurgera íbúðarhúsið að Dynjanda í Leirufirði.


Svanlaug Guðnadóttir vék af fundi undir þessum lið.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við endurbyggingu hússins enda í samræmi við þá aðalskipulagsvinnu sem unnin hefur verið af skipulagshóp Norðan Djúps. Til að byggingarleyfi verði veitt þurfa byggingarnefndarteikningar og samþykki eigenda íbúðarhússins að berast byggingarfulltrúa.



6. Horn og Skógar í Mosdal í Arnarfirði  - byggingarleyfi. (2008-08-0013)


Lögð fram umsókn frá eigendum Skóga og Horns ehf, þar sem sótt er um leyfi til að byggja sumarhús samkvæmt teikningum með umsókn.


Umhverfisnefnd getur ekki tekið afstöðu til málsis fyrr en fullnægjandi bygginganefndarteikningar liggja fyrir.



7. Aðalstræti 11, Ísafirði . (2008-04-0115)


Lagt fram bréf, dags. 11. ágúst sl., frá Nikulás Úlfari Mássyni forstöðumanni Húsafriðunarnefndar, þar sem svarað er erindi byggingarfulltrúa vegna útlitsbreytinga á húsinu Aðalstræti 11, Ísafirði.


Lagt fram til kynningar.



8. Flutningur sumarhúss í Lambadal. (2008-08-0026)


Lagt fram bréf, dags 15. ágúst, frá Guðmundi Steinþórssyni frá Ytri Lambadal, þar sem sótt er um byggingarleyfi og leyfi til flutnings á sumarhúsi sem staðið hefur á hafnarsvæðinu sl ár.


Umhverfisnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leiti en óskar heimildar Skipulagsstofnunar, með vísan í 3. tl. bráðabirgðaákvæðis skipulags og byggingarlaga nr. 73/1997, á framkvæmdinni.



9. 3. tl. bráðabirgðaákvæðis skipulags og byggingarlaga nr. 73/1997. (2008-07-0033)


Lagt fram bréf. 14. júlí s.l., frá Þorvaldi Heiðari Þorsteinssyni hjá Skipulagsstofnun þar sem bent er á að ekki eru lengur veitt meðmæli samkvæmt 3. tl. bráðabirgðaákvæðis skipulags og byggingarlaga þar sem ekki liggur fyrir aðalskipulag.


Lagt fram til kynningar.



10. Blaðakassar fyrir Fréttablaðið. (2008-08-0006)


Lagt fram bréf. 31. júlí s.l., frá Ara Edwald forstjóra 365 hf.  þar sem bent er á nýja dreifileið á Fréttablaðinu á landsvísu.


Lagt fram til kynningar.



11. Frágangur á jarðefnisnámu á Grænagarðshrygg. (2008-08-0027)


Lagt fram bréf. 15. ágúst s.l., frá Geir Sigurðssyni hjá Vegagerðinni þar sem Vegagerðin lýsir áhuga sínum á að ganga frá jarðefnisnámunni í Grænagarðshrygg.


Umhverfisnefnd samþykkir að Vegagerðin gangi frá námunni en að Ísafjarðarbær sjái um uppgræðslu á svæðinu.



12. Umhverfisspjöll í Tunguskógi. (2008-08-0020)


Lagt fram bréf frá Stefáni Finnssyni, þar sem hann mótmælir þeim spjöllum sem unnin hafa verið í Tunguskógi innst í dalnum.


Umhverfisnefnd samþykkti gerð göngustígs á þessu svæði og er verið að vinna að gerð göngustígsins í samræmi við deiliskipulag.



13. Háspennustrengur á Reykjanesi. (2008-08-00xx)


Lagður fram tölvupóstur dags. 20. ágúst sl. frá Halldóri Þórólfssyni verkfræðing hjá Orkubúi Vestfjarða, þar sem sótt er um leyfi landeiganda til að plægja niður háspennustreng samkvæmt meðfylgjandi korti.


Ísafjarðarbær sem landeigandi gerir ekki athugasemd við framkvæmdina en leita þarf leyfis skipulagsyfirvalda Súðavíkurhrepps fyrir framkvæmdinni. Umhverfisnefnd leggur  áherslu  á að vandað verði til frágangs á svæðinu og sem minnst lýti verði að.



14. Frístundabyggð á Geirmundarstöðum í Fljótavík ? Deiliskipulag. (2007-04-0010)


Lagðar fram athugasemdir við deiliskipulagstillögu vegna frístundabyggðar á Geirmundarstöðum í Fljótavík. Fyrri athugasemdin er frá Guðjóni Finndal Finnbogasyni og seinni athugasemdin er frá Lex lögmannsstofu fh. Finneyjar Anítu Finnbogadóttur.


Umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að senda athugasemdirnar til landeigenda þar sem þeim er gefinn kostur á að tjá sig vegna þeirra.



15. Veðrará 2 Breiðadal - vatnsvirkjun. (2008-02-0077)


Lögð fram bréf frá Vegagerðinni, Umhverfisstofnun, Fornleifavernd ríkissins og Veðurstofu Íslands. Leitað var umsagnar ofangreindra aðila vegna fyrirhugaðrar vatnsvirkjunar í Breiðadal. Erindið var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 23. apríl 2008.


Ekki var gerð í meginatriðum athugsemd við virkjunina í umsögnum ofangreindra aðila. Umhverfisnefnd tekur undir athugasemd Vegagerðarinnar við vegtengingu að stöðvarhúsi. Jafnframt er óskað eftir greinagerð þar sem gert er grein fyrir forsendum hönnunar.



16. Aðalskipulag Ísafjarðar. (2006-03-0038)


Lögð fram úrvinnsla umhverfisnefndar frá því 6. ágúst sl.


Úrvinnsla umhverfisnefndar yfirfarin og rædd.



17. Háspennustrengur á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur. (2008-05-0083)


Lagt fram bréf, dags. 20. ágúst sl. frá Sigurði Ásbjörnssyni hjá Skipulagsstofnun, þar sem óskað er umsagnar vegna matsskyldu á 66 kV jarðstreng á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur.


Umhverfisnefnd telur lagningu  jarðstrengs ekki háðan  mati á umhverfisáhrifum samkvæmt 3. viðauka laga nr. 106/2000.


Umhverfisnefnd leggur til að Landsnet, Vegagerðin og Ísafjarðarbær hafi samvinnu um val á lagnaleið sem nýtist jafnframt sem göngustígur með Djúpveg.



18. Afgreidd mál byggingarfulltrúa.


? Aðalstræti 11, Ísafirði ? breytingar á húsnæði. Ekki er gerð athugasemd við að nýr inngangur verði settur á húsið við Aðalstræti 11, Ísafirði  enda liggur fyrir samþykki Húsafriðunarnefndar á framkvæmdinni.



19. Önnur mál.


? Slökkviliðsstjóri kynnti drög að nýjum samning á milli Slökkviliðsins Ísafjarðarbæjar og Securitas hf. sem gengur út á vöktun og viðbragðsþjónustu vegna öryggiskerfa sem Securitas hf. hefur sett upp.


? Umhverfisfulltrúi kynnti tillögur að breyttri sorphirðu og hugmyndum að fegrun umhverfis í Ísafjarðarbæ.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 10:43.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Albertína Elíasdóttir.


Gísli Úlfarsson.


Björn Davíðsson.


Jóna Símonía Bjarnadóttir.


Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.


Þorbjörn J. Sveinssons, slökkviliðsstjóri. 


Ralf Trylla, umhverfistulltrúi.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?