Skipulags- og mannvirkjanefnd - 288. fundur - 14. maí 2008
Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Albertína Elíasdóttir, Benedikt Bjarnason, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissvið og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi, sem var ritari fundarins.
Sæmundur Kr. Þorvaldsson og Sigurður Mar Óskarsson mættu ekki á fundinn og enginn í þeirra stað.
1. Austurvegur 1, Ísafirði - breytingar. (2008-04-0114)
Lagt fram bréf, dags. 22. apríl sl., frá Úlfi Þór Úlfarssyni, þar sem hann óskar eftir að mega breyta húsnæðinu á efstu hæð húss við Austurveg 1, Ísafirði samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða, sem felast í því að byggður verði stálhringstigi með svalapöllum á 2 og 3ju hæð hússins á bakhlið hússins.
Umhverfisnefnd samþykkir erindið.
2. Austurvegur 1, Ísafirði - breytingar. (2008-04-0114)
Lagt fram bréf, dags. 22. apríl sl., frá Úlfi Þór Úlfarssyni, þar sem hann óskar eftir leyfi til að breyta húsnæði sínu við Austurveg 1, Ísafirði úr skrifstofuhúsnæði og í íbúðarhúsnæði samkvæmt teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða.
Umhverfisnefnd samþykkir erindið.
3. Aðalstræti 11, Ísafirði ? breytingar á húsnæði. (2008-04-0115)
Lagt fram bréf, dags. 22. apríl sl., frá Úlfi Þór Úlfarssyni, þar sem hann óskar eftir að mega breyta húsnæðinu við Aðalstræti 11, Ísafirði samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða.
Umhverfisnefnd óskar fullnaðarteikninga sem sýna útlit hússins eftir breytingu.
4. Bryggjuhús ? stöðuleyfi. (2008-05-00xx)
Lagt fram tölvubréf, dags. 6. maí sl., frá Hafsteini Ingólfssyni hjá Sjóferðum H&K, þar sem sótt er um áframhaldandi stöðuleyfi fyrir 25 m² bjálkahúsi frá Húsasmiðjunni.
Umhverfisnefnd samþykkir stöðuleyfi til tveggja ára.
5. Eyrargata 3, Ísfirði. (2008-04-0088)
Lagt fram bréf, dags. 15. apríl sl., frá Sigurði Jóhanni Erlingssyni fh. eigenda að bílskúr við Eyrargötu 3, Ísafirði, þar sem hann er að spyrjast fyrir um framtíð og skipulag svæðissins við gamla gæsluvallarsvæðið og svæðið í kringum bílskúrinn. Einnig vill hann kanna hug nefndarmanna á fyrirhuguðum breytingum á bílskúrnum samkvæmt meðfylgjandi bréfi.
Umhverfisnefnd getur ekki tekið afstöðu til erindissins fyrr en lóðahönnun Safnahússins á Eyrartúni liggur fyrir. Umhverfisnefnd óskar að vinnu vegna lóðahönnunar á Eyrartúni verði hraðað.
6. Hóll í Önundarfirði. ? breytt skráning. (2007-09-0002)
Lagt fram tölvubréf, dags. 8. maí sl., frá Jónatan Magnússyni, þar sem óskað er eftir því að fasteignin sem áður stóð á Grundarstíg 6 á Flateyri en var flutt að Hóli í Önundarfirði sl. sumar verði breytt úr frístundahúsi og í íbúðarhús. Húseignin var ein af þeim bústöðum sem flutt var eftir snjóflóðið á Flateyri.
Umhverfisnefnd hafnar erindinu þar sem húseignin uppfyllir ekki kröfur byggingarreglugerðar nr. 441/1998 um gerð íbúðarhúsnæðis.
7. Lóðir fyrir sumarbústaði Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. (2007-02-0077)
Lagt fram bréf dagsett 15. febrúar s.l., frá Elíasi Guðmundssyni fh. Hvíldarkletts ehf., Suðureyri, þar sem óskað er eftir svæði undir frístundabyggð á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. Um er að ræða frístundahús um 70 m² að stærð og í hverjum byggðarkjarna yrðu um 7 ? 8 hús. Erindið var tekið fyrir á fundi umhverfisnefndar 21. febrúar 2007.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsókn Hvíldarkletts ehf. um lóðirnar við Höfðastíg 1-3 á Suðureyri verði samþykktar með þeim skilmálum sem í gildi eru og settir kunna að verða. Lóðarúthlutun falli úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist á lóðinni innan eins árs frá úthlutun hennar.
8. Þátttaka í menningartengdum verkefnum. (2008-02-0028)
Á fundi menningarmálanefndar 29. apríl sl., var lagt fram bréf frá Veraldarvinum dagsett 8. febrúar s.l., þar sem samtökin eru kynnt og hver sé tilgangur þeirra. Fram kemur í bréfinu að samtökin hafa unnið að umhverfisverkefnum víðsvegar um Vestfirði undanfarin ár, en hafa nú áhuga á að koma einnig að menningartengdum verkefnum í samvinnu við sveitarfélög, fyrirtæki og frjáls félagasamtök.
Menningarmálanefnd vísaði erindi Veraldarvina til umhverfissviðs til skoðunar.
Umhverfisnefnd fagnar framtakinu en telur sig ekki geta veitt Veraldarvinum nein verkefni að svo stöddu.
9. Umhverfisstyrkur Ísafjarðarbæjar 2008. (2008-02-0007)
Umsóknarfrestur vegna Umhverfisstyrkja rann út 9. apríl sl. Sex umsóknir bárust. Þær eru frá: 1) Vestfirskum Verktökum vegna umhverfis Kofrahúss, 2) Skógræktarfélagi Ísafjarðar vegna vinnu ofl. vegna gróðursetningar í landi Ísafjarðarbæjar í skógarlundi í Skutulsfirði, 3) Birni Davíðssyni vegna fegrunar á húsinu Mjallargötu 5 á Ísafirði, 4) Lilju Rafney Magnúsdóttur til að ljúka við gerð Útsýnispallar á norðurgarði við Suðureyrarhöfn, 5) Skógræktarfélagi Ísafjarðar vegna aðalfundar Skógræktarfélags Íslands og 6) Skotíþróttafélagi Ísafjarðarbæjar vegna fegrunar íþróttarsvæðis félagsins á Dagverðardal.
Umhverfisnefnd samþykkir eftirfarandi styrkveitingar: Vestfirskir Verktakar fái 150.000 kr, Skógræktarfélag Ísafjarðar fái 250.000 kr, Lilja Rafney Magnúsdóttir fái 300.000 kr, Skógræktarfélag Ísafjarðar fái 900.000 k.r vegna aðalfundar Skógræktarfélags Íslands og Skotíþróttafélag Ísafjarðarbæjar fái 150.000 kr.
10. Hlöðuvík á Ströndum, Búðarskýli. (2008-01-0103)
Á fundi umhverfisnefndar 13. febrúar sl. var lagt fram bréf, dags. 28. janúar 2008., frá Tryggva Guðmundssyni fh. eigenda húsa í Hlöðuvík, þar sem óskað er leyfi til lagfæringa og breytinga á húsinu í Hlöðuvík á Hornströndum samkvæmt teikningum Lúðvíks B. Ögmundssonar tæknifræðings BSc. Umhverfisnefnd óskaði eftir áliti Hornstrandanefndar á erindinu. 5. maí sl barst Ísafjarðarbæ umsögn Hornstrandanefndar á erindinu.
Umhverfisnefnd samþykkir endurbætur og stækkun á fyrrum neyðarskýli í Hlöðuvík á Hornströndum enda leggst Hornstrandarnefnd ekki gegn endurbótum á húsinu þar sem breytingarnar skerða ekki náttúruverndargildi á svæðinu.
11. Aðalskipulag Árneshrepps 2005 ? 2025, ásamt umhverfisskýrslu. (2008-05-0021)
Erindi dagsett 6. maí sl., frá Oddnýju Snjólaugu Þórðardóttur oddvita Árneshrepps, þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar vegna Aðalskipulags Árneshrepps 2005 ? 2025, ásamt umhverfisskýrslu. Breyting er orðin á skipulaginu frá því að það var lagt fram í umhverfisnefnd.
Umhverfisnefnd vísar Aðalskipulagi Árneshrepps 2005 - 2025 til umsagnar í skipulagshóp Norðan Djúps.
12. Deiliskipulag í Hlíðum Kubba ofan Holtahverfis á Ísafirði. (2004-02-0154)
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi, ásamt greinargerð í Hlíðum Kubba ofan Holtahverfis, Ísafirði, dags. 15. febrúar 2008, frá Einari Ólafssyni hjá Arkiteo. Umhverfisnefnd tók deiliskipulagið fyrir á fundi sínum 9. apríl sl. Umhverfisnefnd óskaði eftir að gerð yrði breyting á deiliskipulagstillögunni þannig að stígar yrðu framlengdir og tengdir stígakerfi Skutulsfjarðar, opin svæði skilgreind með tilliti til almennrar útivistar.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst þegar umhverfisráðherra hefur samþykkt aðalskipulagsbreytingu vegna Snjóflóðavarna undir Kubba.
13. Snjóflóðavarnir ofan Holtahverfis í Ísafjarðarbæ. (2004-02-0154)
Lögð fram frummatsskýrsla, dags. apríl 2008, frá Tækniþjónustu Vestfjarða ehf.
Lögð fram til kynningar.
14. Ráðning í starf umhverfisfulltrúa Ísafjarðarbæjar. (2008-03-0048)
Gerður Eðvarsdóttir, mannauðsstjóri Ísafjarðarbæjar, gerði grein fyrir umsóknum vegna ráðningar í starf umhverfisfulltrúa Ísafjarðarbæjar.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Kristjana Einarsdóttir verði ráðin í starf umhverfisfulltrúa að fenginni umsögn frá mannauðsstjóra og sviðsstjóra umhverfissviðs.
15. Framkvæmdir á lóðum ? Hafnarstræti 20, Mánagata 2, Mjallargata 1. (2008-05-0013).
Erindi dagsett 3. maí sl., frá Alfreð Erlingssyni fh. stjórnar fasteignafélagsins Urtusteins ehf., þar sem óskað er álits umhverfisnefndar á fyrirhuguðum byggingaráformum á reitum þar sem nú standa húsin, Hafnarstræti 20, Mánagata 2 og Mjallargata 1, samkvæmt meðfylgjandi bréfi.
Umhverfisnefnd óskar umsagnar Húsafriðunarnefndar á erindinu.
16. Önnur mál.
? Þorbjörn J. Sveinsson benti á flutningabíla sem lagt er í íbúðahverfum og óskað er eftir að umhverfisnefnd taki málið til skoðunar.
? Albertína Elíasdóttir lagði fram ósk um að tæknideild verði falið að skoða framkvæmdir við námuna í Dagverðardal.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 10:35.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður.
Albertína Elíasdóttir.
Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.
Benedikt Bjarnason.
Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.
Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.