Skipulags- og mannvirkjanefnd - 285. fundur - 26. mars 2008

Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, Albertína Elíasdóttir, Sæmundur Þorvaldsson, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri. Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissvið og Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi. Fundarritari var Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.


Jóna Símonía Bjarnadóttir mætti ekki og enginn í hennar stað.



1. Aðalstræti 8, Ísafirði. ? Viðbygging. (2008-03-0039)


Lagt fram bréf, dags. 14. mars sl., frá Kristínu Álfheiði Arnórsdóttur, þar sem sótt er um leyfi til að byggja við suðausturhlið hússins að Aðalstræti 8, Ísafirði, samkvæmt teikningum frá Tækniþjónustu Vestfjarða.


Umhverfisnefnd óskar umsagnar Húsafriðunarnefndar vegna framkvæmdarinnar og jafnframt  þarf að liggja fyrir  samþykki meðeiganda hússins fyrir framkvæmdinni.



2. Rekstrarleyfi. ? Hvíldarklettur ehf. (2008-03-0035)


Erindi dagsett 17. mars sl., frá sýslumanninum á Ísafirði, þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á umsókn Elíasar Guðmundssonar fh. Hvíldarkletts ehf., Suðureyri, um rekstrarleyfi fyrir starfsstöðvarnar Aðalgötu 11, Aðalgötu 31, Aðalgötu 38, Skipagötu 6, Stefnisgötu og Eyrargötu 7 á Suðureyri, sem og Melgötu 1 ? 9 á Flateyri.


Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að rekstrarleyfi verði veitt fyrir starfsstöðvar Hvíldarkletts ehf. samkvæmt ofanskráðu.





3. Umsókn um leyfi fyrir göngustígagerð. (2008-03-0023)


Lagður fram tölvpóstur, dags. 10. mars sl. frá Helgu Hausner, þar sem hún óskar eftir leyfi til göngustígagerðar í hlíðum ofan Seljalandsvegar á Ísafirði.


Umhverfisnefnd þakkar bréfritara áhugann á umhverfi og útivist í hlíðum ofan Seljalandsvegar á Ísafirði.. Byggingarfulltrúa er falið að ræða við Skógræktarfélag Ísafjarðar og bréfritara.





4. Deiliskipulag. ? Lónið Suðureyri. (2007-02-0099)


Auglýsinga og athugasemdafrestur vegna deiliskipulags við Lónið á Suðureyri er liðinn. Aðal- og deiliskipulag var auglýst samhliða. Ein athugasemd barst vegna aðalskipulagsins og hefur henni verið svarað.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt óbreytt.





5. Jarðgöng Bolungarvík ? Hnífsdalur, breyting á aðalskipulagi. (2007-02-0142)


Lagt fram bréf, dags. 19. febrúar sl., frá Gísla Eiríkssyni hjá Vegagerðinni, þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi vegna endurbyggingar Djúpvegar (61) frá Hreggnasa um Hnífsdal að Skarfaskeri og þaðan í göngum að bæjarmörkum við Bolungarvíkurkaupstað.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt með fyrirvara, þar sem aðalskipulagsbreyting vegna jarðgangnanna hefur ekki verið auglýst  í B-deild stjórnartíðinda.


1. Umhverfisnefnd telur að framkvæmdin sé í samræmi við gildandi aðalskipulag Ísafjarðarbæjar  1989 ? 2009 með síðari breytingum, framkvæmdaleyfið verði veitt á grundvelli þess að framkvæmdaraðilinn, Vegagerðin, taki tillit til ábendinga Umhverfisstofnunar er varðar frágang á efnistöku-  og haugsvæðum.


2. Jafnframt er lögð áhersla á að fráveituútrásir séu framlengdar út fyrir stórstraums-fjöruborð í samráði við tæknideild Ísafjarðarbæjar.


3. Vegagerðin þarf að skilgreina öryggis- og framkvæmdasvæði. Við framkvæmd skal draga úr raski á landi, úr sjónrænum áhrifum og áhrifum vegna hávaða og ónæðis vegna framkvæmdanna. 4. Gera skal ráð fyrir göngustígum innan framkvæmdasvæðis. Mælst er til þess að sérstaklega verði  gætt að tengingu frá Strandgötu að Skarfaskeri, þar sem gerður verði útsýnis- og áningastaður.





6. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020.  (2006-03-0038)


Lögð fram drög Hornstrandahóps til aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020.


Lagt fram til kynningar og rætt.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 10:50.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Albertína Elíasdóttir.  


Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.  


Sigurður Mar Óskarsson.  


Sæmundur Þorvaldsson. 


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs  


Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?