Skipulags- og mannvirkjanefnd - 284. fundur - 12. mars 2008
Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, Albertína Elíasdóttir, Sæmundur Þorvaldsson, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Þorbjörn J. Sveinsson slökkviliðsstjóri, og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs sem var í símasambandi. Fundarritari var Sigurður Mar Óskarsson.
Bakkavegur 2 ? breytt skráning fasteignar. (2008-03-0024)
Lagður fram tölvupóstur, dags. 29. febrúar sl., frá Jóni Grétari Kristjánssyni fh. Hraðfrystihússins Gunnvarar hf, þar sem óskað er eftir því að fasteignin að Bakkavegi 2 verði skráð sem íbúðarhús í stað verbúðar.
Umhverfisnefnd samþykkir erindið að uppfylltum þeim skilyrðum sem íbúðarhús þarf að uppfylla.
2. Hafnarstræti 18, Þingeyri ? breytt notkun húsnæðis. (2008-02-0120)
Lagt fram bréf, dags. 28. febrúar sl., frá eiganda hússins að Hafnarsstræti 18, Þingeyri, þar sem óskað er eftir leyfi til að breyta notkun hússins úr fiskvinnsluhúsi og í atvinnuhúsnæði fyrir bíla og vélar.
Byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.
3. Skrúður 2007. (2007-02-0099)
Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar 25. febrúar sl. var lagt fram bréf Þóris Arnar Guðmundssonar, starfsmanns Ísafjarðarbæjar, dagsett í febrúar 2008, þar sem gerð er grein fyrir vinnu og umsjón við Skrúð í Dýrafirði á árinu 2007. Bréfinu fylgir rekstaryfirlit fyrir árið 2007. Jafnframt var lagt fram bréf Framkvæmdasjóðs Skrúðs dagsett í febrúar 2008, ásamt ársreikningi sjóðsins fyrir árið 2007. Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfisnefndar.
Lagt fram til kynningar.
4. Borun fyrir heitu vatni í Tungudal. (2008-03-0012)
Lagður fram tölvpóstur, dags. 6. mars sl. frá Sölva R. Sólbergssyni fh. Orkubús Vestfjarða, þar sem óskað er álits umhverfisnefndar á þeirri staðsetningu og þeirri framkvæmd er verður í tengslum við borun fyrir heitu vatni í Tugudal.
Afgreiðslu frestað. Bæjartæknifræðingi falið að afla frekari gagna.
5. Seljaland 21, Ísafirði ? stækkun á byggingarreit. (2008-01-0096)
Lagt fram bréf, dags. 7. mars sl., frá Árna Traustasyni VST fh. Steinþórs B. Kristjánssonar íbúa að Seljalandi 21, þar sem lögð er fram tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar að Seljalandi 21, Ísafirði.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.
6. Frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs. (2008-02-0080)
Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar 25. febrúar sl. var lagt fram bréf frá umhverfisnefnd Alþingis dagsett 18. bebrúar sl, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs, 327. mál, EES-reglur, rafeindatækjaúrgangur. Umsögn berist eigi síðar en 6. mars n.k. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar bæjartæknifræðings.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við frumvarpið. Rætt um nauðsyn þess að bættar verði leiðbeingar til notenda um flokkun á gámastöðvum.
7. Frumvarp til laga um frístundabyggð. (2007-05-0083)
Lögð fram umsögn dagsett 21. febrúar 2008 frá sambands Íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til laga um frístundabyggð. Umhverfisnefnd fjallaði um erindið á fundi sínum 13. júní 2007 og gerði ekki athugasemdir við frumvarpið.
Lagt fram til kynningar.
8. Skipulagslög, lög um mannvirki og breyting á lögum um brunavarnir (2008-02-0123, 2008-02-0124, 2008-02-0125).
Á fundi bæjarráðs, dags. 3. mars sl., var lagt fram bréf umhverfisnefndar Alþingis dagsett 26. febrúar s.l., þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til skipulagslaga, 374. mál, heildarlög, umsögn um frumvarp til mannvirkjalaga, 375. mál, heildarlög og frumvarp um brunavarnir, 376. mál, flutningur verkefna Brunamálastofnunar o.fl. Óskað er eftir að svör berist eigi síðar en 11. apríl n.k.
Bæjarráð vísaði beiðni umhverfisnefndar Alþingis um umsagnir til umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram og rætt. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
9. Deiliskipulag Mávagarðs. (2006-01-0054)
Lögð fram deiliskipulagstillaga unnin af Teiknistofunni Eik af Mávagarði. Hafnarstjórn tók skipulagið fyrir á fundi sínum þann 25. febrúar 2008 og samþykkti framkomnar tillögur.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.
10. Sindragata 13, byggingarleyfi. (2006-03-0004)
Lagt fram bréf, dags. 7. marsl sl., frá Ingvari Stefánssyni fh. Olíuverzlunar Íslands hf, þar sem óskað er leyfis til að hækka lóð frá því sem mæliblað segir til um, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Umhverfisnefnd samþykkir erindið.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 9:20.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður.
Albertína Elíasdóttir.
Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.
Jóna Símonía Bjarnadóttir.
Sæmundur Þorvaldsson.
Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.
Sigurður Mar Óskarsson.