Skipulags- og mannvirkjanefnd - 282. fundur - 13. febrúar 2008
Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður, Albertína Elíasdóttir, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs. Fundarritari var Anna Guðrún Gylfadóttir.
Sæmundur Þorvaldsson mætti ekki á fundinn og enginn í hans stað.
1. Tungubraut 1. ? byggingarleyfi. (2004-11-0068)
Lögð fram byggingarleyfisumsókn, dags. 31. janúar 2008., frá Sigríði Magnúsdóttur Arkitekt FAÍ, Teiknistofunni Tröð fh. Atlantsolíu, þar sem sótt er um leyfi fyrir sjálfsafgreiðslustöð fyrir eldsneyti ökutækja að Tunguskeiði 1, Ísafirði.
Umhverfisnefnd fellst ekki á að veita byggingarleyfi fyrr en byggingarnefndarteikningar verða lagðar fram af húsi á lóðinni.
2. Hlöðuvík, Búðaskýli. ? lagfæringar á húsi. (2008-01-0103)
Lagt fram bréf, dags. 28. janúar 2008., frá Tryggva Guðmundssyni fh. eigenda húsa í Hlöðuvík, þar sem óskað er leyfi til lagfæringa og breytinga á húsinu í Hlöðuvík á Hornströndum samkvæmt teikningum Lúðvíks B. Ögmundssonar tæknifræðings BSc.
Umhverfisnefnd óskar eftir áliti Hornstrandanefndar á erindinu.
3. Seljaland 21 ? stækkun á byggingarreit. (2008-01-0096)
Lagt fram bréf, dags. 28. janúar 2008., frá Árna Traustasyni VST hf. fh. Steinþórs B. Kristjánssonar eigenda íbúðarhússins að Seljalandi 21, Ísafirði, þar sem sótt er um stækkun á byggingarreit íbúðarhúsalóðarinnar að Seljalandi 21, Ísafirði samkvæmt teikningum VST hf.
Umhverfisnefnd óskar eftir deiliskipulagstillögu af lóðinni.
4. Aðalskipulag Ísafjarðar 1989 ? 2009, Snjóflóðavarnir undir Kubba. (2004-02-0154)
Auglýsinga og athugasemdaferli vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðar 1989 ? 2009, Snjóflóðavarnir undir Kubba, er lokið. Fjórar athugasemdir bárust. Þær eru frá (1) Heiðari Kristinssyni og Rakel Rut Ingvadóttur, (2) Guðmundi Rafni Kristjánssyni (3) Gunnari Páli Eydal og Hörpu Grímsdóttir og (4) Elíasi Oddsyni, Geir Sigurðssyni og Sigurjóni Sigurjónssyni
Svanlaug Guðnadóttir og Albertína Elíasdóttir véku af fundi undir þessum lið.
Umhverfisnefnd frestar erindinu.
5. Frumvarp til laga um samgönguáætlun. (2008-01-0085)
Á fundi bæjarráðs 28. janúar sl. var lagt fram bréf frá samgöngunefnd Alþingis dagsett 17. janúar s.l., ásamt frumvarpi til laga um samgönguáætlun, 292. mál. Í bréfinu óskaði nefndin eftir umsögn um frumvarpið, er berist nefndarsviði Alþingis eigi síðar en 17. febrúar n.k.
Bæjarráð óskar umsagnar umhverfisnefndar um frumvarpið.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.
6. Ráðstefna um snjóflóðavarnir, umhverfi og samfélag. (2008-01-0048)
Á fundi bæjarráðs 21. janúar sl. var lagt fram afrit af bréfi undirbúningsnefndar um ráðstefnu á Egilsstöðum er haldin verður í mars n.k. og fjallar um snjóflóðavarnir, skipulagsmál og samfélagsmál. Bæjarráð vísaði bréfinu til umhverfisnefndar.
Lagt fram til kynningar.
7. Landmælingar Íslands, ný GPS jarðstöð. (2008-01-0069)
Á fundi bæjarráðs 28. janúar sl var lagt fram bréf frá Landmælingum Íslands dagsett 17. janúar s.l., er varðar nýja GPS jarðstöð á Ísafirði, sem hluta af landmælingakerfi landsins og staðsetningu hennar.
Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfisnefndar.
Umhverfisnefnd fagnar því að Landmælingar skuli setja upp jarðstöð á Ísafirði. Byggingarfulltrúa falið að ræða við bréfritara um framhald málsins.
8. Önnur mál
Rætt var um tillögu að nafni á nýja götu við lónið á Suðureyri.
Nefndarmenn eru beðnir um að koma með tillögu á næsta fundi.
Sviðsstjóri umhverfissviðs skýrði frá stöðu deiliskipulagstillögu við Mávagarð sem verið er að vinna af Teiknistofunni Eik ehf.
Umhverfisnefnd leitar umsagnar hafnarstjórnar á deiliskipulagstillögunni.
Slökkviliðsstjóri ræddi vatnselg við sjúkrahúsið á Ísafirði.
Sviðsstjóri umhverfissviðs kynnti hugmyndir um breytingar á Austurvegi og Aðalstræti vegna skólalóðar.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 9:50.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður.
Albertína Elíasdóttir.
Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.
Jóna Símonía Bjarnadóttir.
Sigurður Mar Óskarsson.
Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.
Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.