Skipulags- og mannvirkjanefnd - 280. fundur - 9. janúar 2008
Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Sæmundur Þorvaldsson, Albertína Elíasdóttir, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs. Fundarritari var Anna Guðrún Gylfadóttir.
1. Neðri Tunga, endurbætur húss. (2007-10-0059)
Lögð fram fyrirspurn, dags. 4. janúar sl., frá Marinó Hákonarsyni fh. Ylgs ehf., Ísafirði, þar sem hann óskar svara við erindi sínu, sem tekið var fyrir á 278. fundi umhverfisnefndar frá 28. nóvember sl. þar sem óskað var eftir að fá að byggja bílskúr við Neðri Tungu.
Í kauptilboði var gert ráð fyrir að húsin að Neðri Tungu yrðu í sem upprunalegustu mynd og byggir kaupsamningurinn á því tilboði. Byggingarfulltrúa falið að svara erindinu.
2. Hafnarstræti 9, Þingeyri - Bílaplan. (2007-05-0100)
Lögð fram fornleifaskráning, unnin af Óskari Leifi Arnarsyni og Ragnari Edvardssyni hjá Náttúrustofu Vestfjarða, af svæði við Vísishúsið að Hafnarstræti 9 og af svæðinu norðvestan við enda Hlíðargötu á Þingeyri. Erindið var tekið fyrir á 267. fundi umhverfisnefndar þar sem óskað var eftir leyfi til að stækka bílastæði við húsið. Umhverfisnefnd frestaði erindinu þar til að fornleifaskráning lægi fyrir.
Með vísan í fornleifaskráningu frá Náttúrustofu Vestfjarða þá hafnar umhverfisnefnd gerð bílastæðis við gafl Hafnarstrætis 9 á Þingeyri. Byggingarfulltrúa er falið að leita annara leiða við lausn á málinu.
3. Breyting á aðalskipulagi Þingeyrar. (2007-03-0100)
Lögð fram fornleifaskráning, unnin af Óskari Leifi Arnarsyni og Ragnari Edvardssyni hjá Náttúrustofu Vestfjarða, af svæði við Vísishúsið að Hafnarstræti 9 og af svæðinu norðvestan við enda Hlíðargötu á Þingeyri. Erindið var tekið fyrir á fundi umhverfisnefndar 13. júní 2007 þar sem umhverfisnefnd frestaði erindinu.
Með vísan í ofangreinda fornleifaskráningu leggur umhverfisnefnd til við bæjarstjórn að breytingu á aðalskipulaginu verði hafnað. Tæknideild er falið að finna aðra stað setningu fyrir ?frístundabyggðina? í samræmi við umræður á fundinum.
4. Breyting á deiliskipulagi Þingeyrar. (2007-03-0101)
Lögð fram fornleifaskráning, unnin af Óskari Leifi Arnarsyni og Ragnari Edvardssyni hjá Náttúrustofu Vestfjarða, af svæði við Vísishúsið að Hafnarstræti 9 og af svæðinu norðvestan við enda Hlíðargötu á Þingeyri. Erindið var tekið fyrir á fundi umhverfisnefndar 13. júní 2007 þar sem umhverfisnefnd frestaði erindinu.
Með vísan í ofangreinda fornleifaskráningu leggur umhverfisnefnd til við bæjarstjórn að breytingu á deiliskipulaginu verði hafnað.
5. Sindragata 13, Ísafirði ? Ósk um byggingarleyfi. (2006-03-0004)
Lögð fram tillaga d að teikningu af bensínafgreiðslustöð ÓB í Ísafirði. Teikningin er unnin í desember 2007 af Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að lóðarumsókn verið samþykkt með þeim skilmálum sem í gildi eru og settir kunna að verða. Lóðaúthlutunin falli úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist á lóðinni innan eins árs frá úthlutun hennar.
6. Geirmundarstaðir, Fljótavík. (2007-04-0010)
Lagt fram bréf, dags. 20 desember 2007, frá Sigrúnu Vernharðsdóttur fyrir hönd eigenda Geirmundarstaða, þar sem hún óskar eftir umsögn um það hvort deiliskipulag það sem verið er að vinna af svæðinu verði tekið til afgreiðslu nefndarinnar áður en nýtt aðalskipulag fyrir Ísafjarðarbæ verði samþykkt.
Umhverfisnefnd mun leita meðmæla Skipulagsstofnunar fyrir deiliskipulaginu með vísan til 3. tl. bráðabirgðaákvæðis Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
7. Umhverfisslys á Hornströndum. (2007-06-0051)
Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þann 17. desember s.l., var lagt fram bréf frá Tryggva Guðmundssyni, Ísafirði, dagsett 10. desember s.l., er varðar bréf hans um svonefnt ,,umhverfisslys á Hornströndum? og svör Umhverfisstofnunar vegna erindisins. Til að sýna óvéfengjanlega fram á réttmæti fullyrðinga sinna um fuglalíf og refi á Hornströndum, óskar Tryggvi eftir að Ísafjarðarbær og/eða Umhverfisstofnun láti einhvern fulltrúa sinn, sem treystir sér til, að koma með sér í Hornbjarg næsta vor þegar eggjavertíð hefst.
Bæjarráð vísaði bréfinu til umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.
Umhverfisnefnd þakkar boðið en nefndin telur að ferð í Hornbjarg muni ekki breyta afstöðu nefndarinnar.
8. Námur, framkvæmdaleyfi. (2007-12-0038)
Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þann 17. desember s.l., var lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dagsett 7. desember s.l., er varðar námur, framkvæmdaleyfi og mat á umhverfisáhrifum. Í bréfinu vilja Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun vekja athygli á, að samkvæmt breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 44/1999, sem kemur til framkvæmda 1. júlí 2008, er efnistaka eftir það óheimil, nema að fengnu framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar o.fl.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.
Lagt fram til kynningar.
9. Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2008 - Beiðni um styrk. (2007-12-0032)
Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þann 17. desember s.l., var lagt fram bréf frá Skógræktarfélagi Ísafjarðar dagsett 10. desember s.l., þar sem greint er frá, að aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2008 verði haldinn hér á Ísafirði í ágúst á næsta ári. Skógræktarfélag Ísafjarðar óskar eftir samstarfi og styrk frá Ísafjarðarbæ vegna undirbúnings og móttöku fundargesta.
Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfisnefndar til umfjöllunar.
Umhverfisnefnd vísar málinu til úthlutunar umhverfisstyrkja fyrir árið 2008.
10. Drög að samþykkt um gatnagerðargjöld. (2008-01-00xx)
Lögð fram drög að samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald vatnsveitu, stofngjald holræsa og byggingarleyfisgjald í Ísafjarðarbæ.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að drögin verði samþykkt með fyrirvara um breytingu á grein 5.d. þar komi inn texti ?í fjölbýlishúsum?.
11. Aðalskipulag Reykhólahrepps 2006 ? 2018. (2008-01-0013)
Lagt fram bréf, dags. 19. desember 2007, frá Yngva Þór Loftssyni Landslagsarkitekt fh. Reykhólahrepps þar sem með vísan í skipulagsreglugerð nr 400/1998 kafla 3.2 er leitað með formlegum hætti til Ísafjarðarbæjar. Óskað er eftir samráði og ábendingum um mál sem snerta Ísafjarðarbæ vegna skipulags á mörkum sveitarfélaganna þar sem skipulagið getur haft áhrif yfir sveitarfélagamörk.
Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við drög að aðalskipulagi Reykhólahrepps.
12. Önnur mál
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 10:10.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður.
Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.
Albertína Elíasdóttir.
Sæmundur Þorvaldsson.
Jóna Símonía Bjarnadóttir.
Sigurður Mar Óskarsson.
Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs
Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.