Skipulags- og mannvirkjanefnd - 279. fundur - 12. desember 2007
Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Sigurður Mar Óskarsson, varaformaður, Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri, Sæmundur Þorvaldsson, Albertína Elíasdóttir, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs. Fundarritari var Anna Guðrún Gylfadóttir.
1. Umhverfisslys á Hornströndum. (2007-06-0051).
Erindi bæjarráðs frá 3. desember sl. þar sem bréfi Umhverfisstofnunar frá 21. nóvember 2007 er varðar erindi Tryggva Guðmundssonar, lögfræðings á Ísafirði, frá því í júní sl. og fjallar um það sem hann kallar ,,umhverfisslys í Hornströndum? er vísað til umhverfisnefndar. Hjálagt bréfinu fylgir afrit af bréfi Páls Hersteinssonar til Umhverfisstofnunar og afrit af bréfi Náttúrufræðistofnunar Íslands, varðandi þetta mál.
Umhverfisnefnd tekur undir það sem fram kemur í bréfi Páls Hersteinssonar, að fjöldi fugla ráðist fyrst og fremst að fæðuframboði en ekki ágangi rándýra.
2. Seljalandsvegur 78, Ísafirði, breytt notkun fasteignar. (2007-11-0091).
Lagt fram bréf frá Ingu Báru Þórðardóttur dags. 28. nóvember 2007 þar sem óskað er eftir að breyta notkun hússins (Vinaminni) úr iðnaðarhúsi í bílskúr.
Umhverfisnefnd samþykkir breytta notkun hússins úr iðnaðarhúsnæði í geymsluhúsnæði. Jafnframt vísar umhverfisnefnd breyttri landnotkun á þessu svæði til aðalskipulagsvinnu.
3. Seljalandsvegur 73, Ísafirði, fyrirspurn. (2007-12-0026)
Fyrirspurn frá Arkiteó um hvort gera megi endurbætur á húseigninni að Seljalandsvegi 73, Ísafirði skv. meðfylgjandi teikningum.
Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og bendir bréfritara á að sækja um endurnýjun á byggingarleyfi sem gefið var út 30. júlí 2003.
4. Silfurgata 5, Norska bakaríið. (2007-09-0043).
Byggingarnefnd Grunnskólans á Ísafirði hefur skilað umsögn á umsögn Húsafriðunarnefndar ríkisins um niðurrif hússins að Silfurgötu 5, Ísafirði. Húsafriðunarnefnd hefur lagst gegn niðurrifi hússins sökum aldurs, menningarsögu og staðsetningar. Þá lagði Húsafriðunarnefnd til að húsið að Brunngötu 20, Ísafirði, verði flutt á lóðina að Silfurgötu 3, Ísafirði.
Byggingarnefnd Grunnskólans á Ísafirði bókaði eftirfarandi: Byggingarnefnd vísar til fyrri samþykkta þar sem gert er ráð fyrir að lóðin við Silfurgötu 5, Ísafirði, verði hluti af skólalóðinni. Verði annað ákveðið mun það setja málefni skólalóðarinnar í uppnám.
Erindinu frestað.
5. Rekstraryfirlit mánaðarins. (2007-06-0040).
Lögð fram mánaðarskýrsla fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar fyrir janúar ? október 2007.
Lagt fram til kynningar.
6. Afgreidd mál byggingarfulltrúa.
Aðalstræti 12, Þingeyri. Leyfi til að setja hurð á norðurhlið hússins. (2007-11-0083).
Hrannargata 9, Ísafirði. Leyfi til að staðsetja garðhýsi á lóðinni. (2007-11-0089).
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 10:30.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður.
Þorbjörn J. Sveinsson, slökkviliðsstjóri.
Albertína Elíasdóttir.
Sæmundur Þorvaldsson.
Jóna Símonía Bjarnadóttir.
Sigurður Mar Óskarsson.
Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.
Anna Guðrún Gylfadóttir, byggingarfulltrúi.